Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group

Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.

Icelandair
Auglýsing

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur­ heldur á flestum hlutum í Icelandair Group eftir hluta­fjár­út­boð félags­ins og Íslands­banki er næst stærsti skráði eig­and­inn, sam­kvæmt upp­færðum hlut­haf­alista sem Icelandair Group sendi frá sér eftir lokun mark­aða í dag. 

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) er þriðji stærsti eig­andi félags­ins og Brú líf­eyr­is­sjóður sá fjórði stærsti. Þar á eftir kemur hinn rík­is­bank­inn, Lands­bank­inn. Þessir fimm aðilar halda sam­an­lagt á 28,5 pró­sent hlut í félag­inu, en aðrir aðilar eiga undir 2,5 pró­sent hver.

Í dag voru þeir 23 millj­arðar hluta sem seld­ust í hluta­fjár­út­boði Icelandair fyrr í mán­uð­inum teknir til við­skipta í Kaup­höll­inni, en þeim var úthlutað til kaup­enda í gær. Hlutir í félag­inu eru nú alls 28.437.660.653 tals­ins. 

Auglýsing

Hlut­irnir voru seldir á nafn­virði, eina krónu hver, í hluta­fjár­út­boð­inu. Eftir þennan fyrsta dag við­skipta stendur verðið á hverjum hlut í félag­inu í 0,98 krón­um, en alls var verslað með hluta­bréf í Icelandair fyrir 220 millj­ónir í Kaup­höll­inni í dag.

Tutt­ugu stærstu hlut­hafar félags­ins eiga sam­an­lagt rúm­lega helm­ing í félag­inu, eða alls 54,11 pró­sent. Fyrir utan banka, líf­eyr­is­sjóði og sjóði í stýr­ingu sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tækja banka er Sól­völlur ehf., félag í eigu Pálma Har­alds­sonar fjár­fest­is, stærsti ein­staki eig­andi Icelandair Group með 1,95 pró­sent eign­ar­hlut. 

Þar skammt á eftir kemur banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið PAR Invest­ment Partners, sem var um hríð stærsti eig­andi Icelandair Group en tók ákvörðun um að taka ekki þátt í hluta­fjár­út­boð­inu.

Tutt­ugu stærstu hlut­hafar Icelandair Group

 1. Gildi - líf­eyr­is­sjóður - 6,61%
 2. Íslands­banki hf. - 6,55%
 3. Líf­eyr­is­sj.­starfsm.­rík. A-deild - 6,24%
 4. Brú Líf­eyr­is­sjóður starfs sveit - 4,77%
 5. Lands­bank­inn hf. - 4,35%
 6. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna - 2,26%
 7. Stefnir - ÍS 15 - 2,00%
 8. Kvika banki hf. - 1,98%
 9. Sól­völlur ehf. - 1,95%
 10. Par Invest­ment Partners L.P. - 1,91%
 11. Lands­bréf - Úrvals­bréf - 1,89%
 12. Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn - 1,84%
 13. Arion banki hf. - 1,82%
 14. Stefnir - ÍS 5 - 1,78%
 15. Líf­eyr­is­sj.­starfsm.­rík. B-deild - 1,74%

 16. Stefnir - Sam­val - 1,59%
 17. Söfn­un­ar­sjóður líf­eyr­is­rétt­inda - 1,40%
 18. Birta líf­eyr­is­sjóður - 1,35%
 19. Stapi líf­eyr­is­sjóður - 1,04%
 20. Eft­ir­launasj atvinnu­flug­manna - 1,03%

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent