Útflutningur sjávarafurða ekki verið meiri í fimm ár

Samhliða mikilli gengisveikingu hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist töluvert á síðustu mánuðum. Nýliðinn ársfjórðungur hefur verið sá gjöfulasti í fimm ár í greininni.

7DM_0044_raw_2219.JPG
Auglýsing

Útflutn­ingur sjáv­ar­af­urða nam tæpum 30 millj­örðum í sept­em­ber, sem er 20 pró­senta aukn­ing miðað við sama mánuð í fyrra. Ekki hefur virði útfluttra sjáv­ar­af­urða verið jafn­mikið á síð­ustu þremur mán­uðum síðan á öðrum árs­fjórð­ungi 2015.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum hag­stofu um vöru­við­skipti. Sam­kvæmt þeim jókst heild­ar­út­flutn­ingur vara um 11,2 millj­arða í sept­em­ber miðað við sama mánuð í fyrra. Meiri­hlut­inn af þeirri aukn­ingu, eða 6,5 millj­arðar var vegna meiri útflutn­ings sjáv­ar­af­urða. Útflutn­ingur land­bún­að­ar­vara jókst líka um 2,6 millj­arða og er það meira en tvö­falt meira en útflutn­ing­ur­inn í sept­em­ber í fyrra.

Auglýsing


Sveifl­ast með geng­inu

Ef litið er aftur til síð­ustu átta ára hefur útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða vaxið til­tölu­lega mikið á síð­ustu þremur árum sam­hliða veik­ingu krón­unn­ar. Þessa þróun má sjá á mynd hér að neðan þar sem virði fisk­út­flutn­ings í krónum hefur auk­ist á sama tíma og gengi ann­arra mynta gagn­vart krón­unni hefur hækk­að. 

Útflutningsverðmæti hefur haldist í hendur við gengisvísitöluna síðustu átta árin. Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabankinn.

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var gengi krón­unnar svipað og það var fyrir rúmum fimm árum síð­an, eða um mitt ár 2015. Sömu­leiðis er virði fisk­út­flutn­ings á svip­uðum miðum og það var þá, en útflutn­ingur sjáv­ar­af­urða nam rúm­lega 70 millj­örðum króna á öðrum árs­fjórð­ungi 2015. 

Ekki hafa enn feng­ist tölur frá sept­em­ber­mán­uði um land­aðan afla, en alls var 15 pró­sentum meira landað í ágúst síð­ast­liðnum en á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur afla­magn íslenskra skipa verið til­tölu­lega lítið það sem af er ári þótt verð­mæti þess hafa verið mik­il, en fyrsti fjórð­ungur þessa árs var sá afla­minnsti í að minnsta kosti átta ár.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent