Ný könnun: Miðflokkurinn helmingast frá síðustu kosningum og mælist með 5,9 prósent

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vantar ekki mikið upp á að Samfylking, Píratar og Viðreisn geti myndað þriggja flokka ríkisstjórn. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast höfða í mun minni mæli til kjósenda annarra flokka en þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn mælist með 5,9 pró­sent fylgi í nýrri könnun Mask­ínu sem gerð var dag­anna 24.-28. sept­em­ber. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga myndi flokk­ur­inn hafa tapað helm­ingi þess fylgis sem hann fékk þegar kosið var haustið 2017, og 10,9 pró­sent atkvæða féllu Mið­flokknum í skaut.

­Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru allir undir kjör­fylgi sam­kvæmt könn­un­inni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærstur með 22,7 pró­sent fylgi en Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, mæl­ast með 10,4 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn rekur rík­is­stjórn­ar­lest­ina með 7,8 pró­sent fylgi sam­kvæmt könn­un­inn­i. 

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar mæl­ast með umtals­vert meira fylgi en þeir fengu í októ­ber 2017. Sam­fylk­ingin yrði næst stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag með 17,9 pró­sent atkvæða, Píratar myndu fá 15,7 pró­sent atkvæða og Við­reisn 14 pró­sent. 

Flokkur fólks­ins myndi líka ná inn á þing sam­kvæmt nið­ur­stöðu Mask­ínu með 5,5 pró­sent fylg­i. 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast með sam­an­lagt 40,9 pró­sent fylgi. Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem bæta við sig fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og starfa sama í meiri­hluta í Reykja­vík; Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn, mæl­ast með 47,6 pró­sent fylgi. Þeir fengu sam­tals 28 pró­sent í síð­ustu kosn­ingum og myndu því auka sam­eig­in­legt fylgi sitt um 70 pró­sent miðað við nið­ur­stöðu Mask­ínu.

Auglýsing
Þá vantar ekki mikið upp á að flokk­arnir þrír gætu myndað þriggja flokka rík­is­stjórn ef kosið yrði í dag. Næstu þing­kosn­ingar fara fram í sept­em­ber 2021. 

Sam­fylk­ing og Píratar hirða fylgi af Vinstri grænum

Mask­ína kann­aði líka hvort þátt­tak­endur myndu kjósa sama flokk og þeir gerðu 2017 ef kosið yrði í dag. Veitt svör gáfu til kynna að flestir kjós­endur hafi yfir­gefið Vinstri græn, en minna en helm­ingur þeirra sem kaus flokk­inn síð­ast myndi gera það í dag. Flokks­holl­ustan er hins vegar mest hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Í frétta­til­kynn­ingu á heima­síðu Mask­ínu vegna birt­ingar á könn­un­inni segir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir höfði í mun minni mæli til kjós­enda ann­arra flokka en þeir flokkar sem eru í stjórn­ar­and­stöðu. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sækir þannig lang­mest af sínu fylgi í dag til þeirra sem kusu flokk­inn síð­ast, eða rúm­lega 94 pró­sent en sitt hvor um 2 pró­sentu­stig koma frá Við­reisn og Mið­flokki en nán­ast ekk­ert frá öðrum flokk­um. Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð sækir næstum 85 pró­sent til fyrri kjós­enda sinna, um 6 pró­sent frá Sam­fylk­ingu og um 5 pró­sent frá Fram­sókn­ar­flokki. Þegar fylgi Fram­sókn­ar­flokks er skoðað sést að 78 pró­sent þeirra fylgis kemur frá þeim sem kusu Fram­sókn­ar­flokk­inn síð­ast, milli 5 og 6 pró­sent frá ann­ars vegar Sam­fylk­ingu og hins vegar Sjálf­stæð­is­flokki, en sitt hvor 4 pró­sent frá Mið­flokki og Flokki fólks­ins.“

Þegar stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir eru skoð­aðir sjá­ist að fylgið sem Vinstri græn hafa tapað frá síð­ustu kosn­ingum fari fyrst og fremst til þess­ara tveggja flokka, Sam­fylk­ingar og Pírata.

Svar­endur í könn­un­inni voru 879 tals­ins, koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent