Stýrivextir áfram eitt prósent

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands hefur ákveðið að meg­in­vextir bank­ans verði áfram eitt pró­­sent. Vextir hafa verið lækk­­­­aðir þrisvar sinnum frá því að yfir­­­stand­andi efna­hags­á­­­stand vegna COVID-19 far­ald­­­ur­s­ins hóf­st, síð­­­ast í maí, og alls hafa stýri­vextir lækkað um 3,75 pró­­­­­­­sent­u­­­­­­­stig frá því í maí í fyrra. 

Þeir hafa aldrei verið lægri í Íslands­­­­­sög­unni.

Í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar vegna ákvörð­un­ar­innar segir að sam­kvæmt bráða­birgða­tölum þjóð­hags­reikn­inga hafi hag­vöxtur reynst heldur þrótt­meiri á fyrri hluta þessa árs en gert var ráð fyrir í ágúst­heft­i ­Pen­inga­mála. „Hins vegar benda hátíðni­vís­bend­ingar og kann­anir til þess að hægt hafi á vexti eft­ir­spurnar í lok sum­ars. Vegna auk­innar útbreiðslu veirunnar að und­an­förnu hafa efna­hags­horfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efna­hags­mála mun að tölu­verðu leyti ráð­ast af fram­vindu far­sótt­ar­inn­ar.

Auglýsing
Verðbólga jókst milli fjórð­unga á þriðja fjórð­ungi árs­ins og mæld­ist 3,2 pró­sent en það er heldur meira en spáð var í ágúst. Áhrifa geng­is­lækk­unar krón­unnar á verð inn­fluttrar vöru gætir enn. Mik­ill slaki í þjóð­ar­bú­skapnum mun að óbreyttu leiða til þess að verð­bólga hjaðnar þegar áhrif geng­is­veik­ing­ar­innar fjara út. Verð­bólgu­vænt­ingar til með­al­langs og langs tíma hafa hins vegar lítið breyst og virð­ist kjöl­festa þeirra í verð­bólgu­mark­miði bank­ans halda.“

Þar segir einnig að traust­ari kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga hafi gert pen­inga­stefnu­nefnd kleift að bregð­ast við versn­andi efna­hags­horfum með afger­andi hætti. „Lægri vextir og aðrar aðgerðir bank­ans sem gripið var til á vor­mán­uðum hafa stutt við inn­lenda eft­ir­spurn. Áhrif þeirra eiga þó eftir að koma fram að fullu og munu þær áfram styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og stuðla að því að efna­hags­bat­inn verði hrað­ari en ella.

Pen­inga­stefnu­nefnd mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vindu efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og tryggja að laus­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar miðlist með eðli­legum hætti til heim­ila og fyr­ir­tækja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent