Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gegnir störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur, sem er í leyfi til 15. október.
Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins.
Heilbrigðisráðherra gaf í gærkvöldi út auglýsingu vegna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við faraldur COVID-19 sem hefur færst í aukana síðustu daga. Aðeins tveir sólarhringar voru þá liðnir frá því aðgerðir voru síðast hertar.
Auglýsing