Segja kreppuna þungt högg fyrir unga og erlenda ríkisborgara

Sérfræðingahópur á vegum ASÍ, BSRB og BHM segir efnahagsleg áhrif núverandi kreppu koma sérstaklega þungt niður á ýmsum hópum sem standa höllum fæti á vinnumarkaðnum.

ASÍ telur, ásamt BSRB og BHM að ýmsir viðkvæmir hópar hafi fundið sérstaklega illa fyrir kreppunni.
ASÍ telur, ásamt BSRB og BHM að ýmsir viðkvæmir hópar hafi fundið sérstaklega illa fyrir kreppunni.
Auglýsing

Núver­andi kreppa hefur komið verr niður á ungt fólk, erlenda rík­is­borg­ara og konur með litla mennt­un, auk þess sem atvinnu­leysi vegna hennar kemur af miklum þunga niður á íbúum Suð­ur­nesja og Suð­ur­lands. Þetta eru nið­ur­stöður skýrslu sér­fræð­inga­hóps á vegum Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), Banda­lags starfs­manna ríkis og bæjar (BS­RB) og Banda­lags háskóla­manna (BHM) um efna­hags­leg áhrif krepp­unn­ar. 

Í skýrsl­unni er athygli beint að þeim hópum sem eru í við­kvæmri stöðu á vinnu­mark­aði, en sam­kvæmt höf­undum hennar finna margir slíkir hópar sér­stak­lega fyrir efna­hags­legum afleið­ingum krepp­unn­ar. 

Ungt fólk og erlendir þekki síður rétt­indi sín

Meðal ann­ars er bent á ójafna ald­urs­dreif­ingu í atvinnu­leysis­tölum Hag­stofu, en atvinnu­leysi fólks á aldr­inum 16-24 ára jókst hlut­falls­lega hraðar en í ald­urs­hópnum 25-64 ára milli ann­ars árs­fjórð­ungs áranna 2019 og 2020. Skýrslu­höf­undar segja aukið atvinnu­leysi ungra vera áhyggju­efni, þar sem þeir þekki rétt­indi sín síður en þeir sem eldri eru og sé það lík­legra að þeir verði fyrir vinnu­mark­aðs­brot­um, sér­stak­lega á sam­drátt­ar­tím­um. 

Auglýsing

Einnig er sjónum beint að bágri stöðu erlendra rík­is­borg­ara í krepp­unni, en atvinnu­leysi þeirra var um 12 pró­sent á öðrum fjórð­ungi þessa árs, sem er mun hærra en lands­með­al­talið var á þeim tíma. Höf­undar skýrsl­unnar telja einnig að þessi hópur standi höllum fæti á vinnu­mark­aði, þar sem oft skorti upp­lýs­ingar á fleiri málum en íslensku um vinnu­mark­aðstengd rétt­indi.

Ómennt­aðar konur standa höllum fæti

Til við­bótar við ungt fólk og erlenda er greint frá því í skýrsl­unni að vís­bend­ingar séu um að kreppan lendi verr niður á konum heldur en körl­um. Þótt að atvinnu­leysi kvenna sé ekki mikið meira en hjá körlum má sjá tölu­verðan mun milli kynj­anna ef miðað er við atvinnu­leysis­tölur á sama tíma­bili í fyrra. Ef litið er á atvinnu­leysis­tölur eftir kyni og atvinnustigi sést að konur með litla menntun hafa fundið hlut­falls­lega verr fyrir áhrifum krepp­unnar en aðrir hóp­ar. Lang­mest atvinnu­leysi á Suð­ur­nesjum

Einnig minn­ast skýrslu­höf­undar á ójöfn áhrif krepp­unnar eftir lands­svæð­um, sem sést ef litið er á aukn­ingu atvinnu­leysis í ár miðað við sama tíma­bil í fyrra. Á Suð­ur­nesjum hefur atvinnu­leysi auk­ist lang­mest, en það er næstum því tvö­falt meira en í fyrra. Einnig hefur vinnu­mark­að­ur­inn á Suð­ur­landi orðið fyrir þungu höggi, þar sem atvinnu­leysi hefur auk­ist um 68 pró­sent á tíma­bil­inu mars til sept­em­ber í ár, miðað við sama tíma­bil í fyrra. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um ójöfn áhrif núver­andi kreppu, þar sem sýnt var fram á að kon­ur, inn­flytj­endur og ungt fólk finni meira fyrir henni heldur en aðrir þjóð­fé­lags­hóp­ar. Hrun í þjón­ustu­störfum og aukin heima­vinna hafa leitt til minni atvinnu­þátt­töku þess­ara þriggja hópa og auk­ins atvinnu­leys­is. Ýmsir sér­fræð­ingar hafa bent á að kreppan geti aukið ójöfnuð ef ekk­ert verði að gert, auk þess sem hætta er á félags­legri ein­angrun á meðal við­kvæmra hópa sam­fé­lags­ins.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent