Segja kreppuna þungt högg fyrir unga og erlenda ríkisborgara

Sérfræðingahópur á vegum ASÍ, BSRB og BHM segir efnahagsleg áhrif núverandi kreppu koma sérstaklega þungt niður á ýmsum hópum sem standa höllum fæti á vinnumarkaðnum.

ASÍ telur, ásamt BSRB og BHM að ýmsir viðkvæmir hópar hafi fundið sérstaklega illa fyrir kreppunni.
ASÍ telur, ásamt BSRB og BHM að ýmsir viðkvæmir hópar hafi fundið sérstaklega illa fyrir kreppunni.
Auglýsing

Núverandi kreppa hefur komið verr niður á ungt fólk, erlenda ríkisborgara og konur með litla menntun, auk þess sem atvinnuleysi vegna hennar kemur af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands. Þetta eru niðurstöður skýrslu sérfræðingahóps á vegum Alþýðusambands Íslands (ASÍ), Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar (BSRB) og Bandalags háskólamanna (BHM) um efnahagsleg áhrif kreppunnar. 

Í skýrslunni er athygli beint að þeim hópum sem eru í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði, en samkvæmt höfundum hennar finna margir slíkir hópar sérstaklega fyrir efnahagslegum afleiðingum kreppunnar. 

Ungt fólk og erlendir þekki síður réttindi sín

Meðal annars er bent á ójafna aldursdreifingu í atvinnuleysistölum Hagstofu, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 16-24 ára jókst hlutfallslega hraðar en í aldurshópnum 25-64 ára milli annars ársfjórðungs áranna 2019 og 2020. Skýrsluhöfundar segja aukið atvinnuleysi ungra vera áhyggjuefni, þar sem þeir þekki réttindi sín síður en þeir sem eldri eru og sé það líklegra að þeir verði fyrir vinnumarkaðsbrotum, sérstaklega á samdráttartímum. 

Auglýsing

Einnig er sjónum beint að bágri stöðu erlendra ríkisborgara í kreppunni, en atvinnuleysi þeirra var um 12 prósent á öðrum fjórðungi þessa árs, sem er mun hærra en landsmeðaltalið var á þeim tíma. Höfundar skýrslunnar telja einnig að þessi hópur standi höllum fæti á vinnumarkaði, þar sem oft skorti upplýsingar á fleiri málum en íslensku um vinnumarkaðstengd réttindi.

Ómenntaðar konur standa höllum fæti

Til viðbótar við ungt fólk og erlenda er greint frá því í skýrslunni að vísbendingar séu um að kreppan lendi verr niður á konum heldur en körlum. Þótt að atvinnuleysi kvenna sé ekki mikið meira en hjá körlum má sjá töluverðan mun milli kynjanna ef miðað er við atvinnuleysistölur á sama tímabili í fyrra. Ef litið er á atvinnuleysistölur eftir kyni og atvinnustigi sést að konur með litla menntun hafa fundið hlutfallslega verr fyrir áhrifum kreppunnar en aðrir hópar. 


Langmest atvinnuleysi á Suðurnesjum

Einnig minnast skýrsluhöfundar á ójöfn áhrif kreppunnar eftir landssvæðum, sem sést ef litið er á aukningu atvinnuleysis í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysi aukist langmest, en það er næstum því tvöfalt meira en í fyrra. Einnig hefur vinnumarkaðurinn á Suðurlandi orðið fyrir þungu höggi, þar sem atvinnuleysi hefur aukist um 68 prósent á tímabilinu mars til september í ár, miðað við sama tímabil í fyrra. 

Kjarninn hefur áður fjallað um ójöfn áhrif núverandi kreppu, þar sem sýnt var fram á að konur, innflytjendur og ungt fólk finni meira fyrir henni heldur en aðrir þjóðfélagshópar. Hrun í þjónustustörfum og aukin heimavinna hafa leitt til minni atvinnuþátttöku þessara þriggja hópa og aukins atvinnuleysis. Ýmsir sérfræðingar hafa bent á að kreppan geti aukið ójöfnuð ef ekkert verði að gert, auk þess sem hætta er á félagslegri einangrun á meðal viðkvæmra hópa samfélagsins.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent