Apple hættir að láta hleðslukubba og heyrnartól fylgja með hverjum seldum síma

Tæknivarpið fjallaði um nýjustu kynningu Apple í vikunni.

iphone apple snjallsími snjalltæki tölvur tölva  h_53089475.jpg
Auglýsing

Apple kynnti kynnti á dögunum fjóra nýja iPhone síma, lítinn snjallhátalara og endurkomu MagSafe hleðslutækja. Tæknivarpið fjallaði um viðburðinn í hlaðvarpi sínu sem birtist á Kjarnanum í dag. 

Fram kemur hjá Tæknivarpinu að HomePod mini hafi verið kynntur fyrst en það er nýr lítill snjallhátalari sem á að geta fyllt herbergi þrátt fyrir smæð. Apple bætir líka við nýjum streymiveitum í flóru Homepod en Spotify er ekki ein þeirra. „Ef þú setur tvo HomePod mini í sama herbergi, munu þeir sjálfkrafa bjóða upp á víðóma hljóð. Sniðug græja, en mjög lítil og keppir við helmingi ódýrari snjallhátalara.“

Eilítil verðhækkun frá iPhone 11

Símarnir fjórir eru iPhone 12, iPhone 12 mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Athygli vakti að símarnir hækka aðeins í verði og gera má ráð fyrir smá verðhækkun frá iPhone 11 upp í iPhone 12, að því er fram kemur hjá Tæknivarpinu. 

Auglýsing

Allir símarnir nýta sömu skjátækni sem Apple kallar Super Retina XDR sem er byggð á OLED grunni. Ytri hönnun símanna er áþekk og er talin minna á iPhone 5 og iPad Pro, sem eru með beina kanta. Allir símarnir fá 5G farsímasamband, sem er mun hraðara og snarpara en 4G. 5G uppbygging á Íslandi hefur nú þegar hafist hjá fjarskiptafélögunum og verður byggt upp á næstu árum. 

Apple hefur þróað nýja tegund af höggheldu gleri með fyrirtækinu Corning sem á að virka fjórum sinnum betur en áður. iPhone 12 símarnir koma í fimm litum: svörtum, hvítum, rauðum, grænum og mjög flottum bláum. iPhone 12 Pro símarnir koma í fjórum litum: silfur, gull, svörtum og kyrrahafsbláum.

Myndavélarnar fá allar mismunandi uppfærslur. iPhone 12 símarnir ná að taka inn 27 prósent meiri birtu á aðallinsunni og iPhone 12 Pro Max nær 86 prósent meiri birtu. iPhone 12 Pro símarnir eru einstaklega góðir í að taka upp myndbönd og styðja nú Dolby Vision. MagSafe er seglatækni á baki símanna sem getur auðveldlega tengst nýjum aukabúnaði eins og snertilausri hleðslum, veski og hulstrum. Apple stígur erfitt skref og hefur ákveðið að hætta að láta hleðslukubba og heyrnartól fylgja með hverjum seldum síma. „Apple segist vera vernda umhverfið en er það eina ástæðan fyrir þessu?“ spyr Tæknivarpið að lokum. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent