Apple hættir að láta hleðslukubba og heyrnartól fylgja með hverjum seldum síma

Tæknivarpið fjallaði um nýjustu kynningu Apple í vikunni.

iphone apple snjallsími snjalltæki tölvur tölva  h_53089475.jpg
Auglýsing

Apple kynnti kynnti á dög­unum fjóra nýja iPhone síma, lít­inn snjall­há­tal­ara og end­ur­komu MagSafe hleðslu­tækja. Tækni­varpið fjall­aði um við­burð­inn í hlað­varpi sínu sem birt­ist á Kjarn­anum í dag. 

Fram kemur hjá Tækni­varp­inu að HomePod mini hafi verið kynntur fyrst en það er nýr lít­ill snjall­hátal­ari sem á að geta fyllt her­bergi þrátt fyrir smæð. Apple bætir líka við nýjum streymi­veitum í flóru Homepod en Spotify er ekki ein þeirra. „Ef þú setur tvo HomePod mini í sama her­bergi, munu þeir sjálf­krafa bjóða upp á víð­óma hljóð. Sniðug græja, en mjög lítil og keppir við helm­ingi ódýr­ari snjall­há­tal­ara.“

Eilítil verð­hækkun frá iPhone 11

Sím­arnir fjórir eru iPhone 12, iPhone 12 mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Athygli vakti að sím­arnir hækka aðeins í verði og gera má ráð fyrir smá verð­hækkun frá iPhone 11 upp í iPhone 12, að því er fram kemur hjá Tækni­varp­in­u. 

Auglýsing

Allir sím­arnir nýta sömu skjá­tækni sem Apple kallar Super Ret­ina XDR sem er byggð á OLED grunni. Ytri hönnun sím­anna er áþekk og er talin minna á iPhone 5 og iPad Pro, sem eru með beina kanta. Allir sím­arnir fá 5G far­síma­sam­band, sem er mun hrað­ara og snarpara en 4G. 5G upp­bygg­ing á Íslandi hefur nú þegar haf­ist hjá fjar­skipta­fé­lög­unum og verður byggt upp á næstu árum. 

Apple hefur þróað nýja teg­und af högg­heldu gleri með fyr­ir­tæk­inu Corn­ing sem á að virka fjórum sinnum betur en áður. iPhone 12 sím­arnir koma í fimm lit­um: svört­um, hvít­um, rauð­um, grænum og mjög flottum blá­um. iPhone 12 Pro sím­arnir koma í fjórum lit­um: silf­ur, gull, svörtum og kyrra­hafs­blá­um.

Mynda­vél­arnar fá allar mis­mun­andi upp­færsl­ur. iPhone 12 sím­arnir ná að taka inn 27 pró­sent meiri birtu á aðal­lins­unni og iPhone 12 Pro Max nær 86 pró­sent meiri birtu. iPhone 12 Pro sím­arnir eru ein­stak­lega góðir í að taka upp mynd­bönd og styðja nú Dolby Vision. MagSafe er segla­tækni á baki sím­anna sem getur auð­veld­lega tengst nýjum auka­bún­aði eins og snerti­lausri hleðsl­um, veski og hulstr­um. Apple stígur erfitt skref og hefur ákveðið að hætta að láta hleðslukubba og heyrn­ar­tól fylgja með hverjum seldum síma. „Apple seg­ist vera vernda umhverfið en er það eina ástæðan fyrir þessu?“ spyr Tækni­varpið að lok­um. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hérErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent