Apple hættir að láta hleðslukubba og heyrnartól fylgja með hverjum seldum síma

Tæknivarpið fjallaði um nýjustu kynningu Apple í vikunni.

iphone apple snjallsími snjalltæki tölvur tölva  h_53089475.jpg
Auglýsing

Apple kynnti kynnti á dög­unum fjóra nýja iPhone síma, lít­inn snjall­há­tal­ara og end­ur­komu MagSafe hleðslu­tækja. Tækni­varpið fjall­aði um við­burð­inn í hlað­varpi sínu sem birt­ist á Kjarn­anum í dag. 

Fram kemur hjá Tækni­varp­inu að HomePod mini hafi verið kynntur fyrst en það er nýr lít­ill snjall­hátal­ari sem á að geta fyllt her­bergi þrátt fyrir smæð. Apple bætir líka við nýjum streymi­veitum í flóru Homepod en Spotify er ekki ein þeirra. „Ef þú setur tvo HomePod mini í sama her­bergi, munu þeir sjálf­krafa bjóða upp á víð­óma hljóð. Sniðug græja, en mjög lítil og keppir við helm­ingi ódýr­ari snjall­há­tal­ara.“

Eilítil verð­hækkun frá iPhone 11

Sím­arnir fjórir eru iPhone 12, iPhone 12 mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Athygli vakti að sím­arnir hækka aðeins í verði og gera má ráð fyrir smá verð­hækkun frá iPhone 11 upp í iPhone 12, að því er fram kemur hjá Tækni­varp­in­u. 

Auglýsing

Allir sím­arnir nýta sömu skjá­tækni sem Apple kallar Super Ret­ina XDR sem er byggð á OLED grunni. Ytri hönnun sím­anna er áþekk og er talin minna á iPhone 5 og iPad Pro, sem eru með beina kanta. Allir sím­arnir fá 5G far­síma­sam­band, sem er mun hrað­ara og snarpara en 4G. 5G upp­bygg­ing á Íslandi hefur nú þegar haf­ist hjá fjar­skipta­fé­lög­unum og verður byggt upp á næstu árum. 

Apple hefur þróað nýja teg­und af högg­heldu gleri með fyr­ir­tæk­inu Corn­ing sem á að virka fjórum sinnum betur en áður. iPhone 12 sím­arnir koma í fimm lit­um: svört­um, hvít­um, rauð­um, grænum og mjög flottum blá­um. iPhone 12 Pro sím­arnir koma í fjórum lit­um: silf­ur, gull, svörtum og kyrra­hafs­blá­um.

Mynda­vél­arnar fá allar mis­mun­andi upp­færsl­ur. iPhone 12 sím­arnir ná að taka inn 27 pró­sent meiri birtu á aðal­lins­unni og iPhone 12 Pro Max nær 86 pró­sent meiri birtu. iPhone 12 Pro sím­arnir eru ein­stak­lega góðir í að taka upp mynd­bönd og styðja nú Dolby Vision. MagSafe er segla­tækni á baki sím­anna sem getur auð­veld­lega tengst nýjum auka­bún­aði eins og snerti­lausri hleðsl­um, veski og hulstr­um. Apple stígur erfitt skref og hefur ákveðið að hætta að láta hleðslukubba og heyrn­ar­tól fylgja með hverjum seldum síma. „Apple seg­ist vera vernda umhverfið en er það eina ástæðan fyrir þessu?“ spyr Tækni­varpið að lok­um. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hérStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent