Yngri og tekjulægri telja efnahagspakkana of litla – eldra og ríkara fólk á öðru máli

Þau sem kjósa Vinstri græn eru ánægðust allra með efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum. Um 70 prósent kjósenda Pírata telja of lítið hafa verið gert.

Ungt fólk
Auglýsing

Yngra og tekju­lægra fólk telur frekar en þeir sem eru eldri og með hærri tekjur að íslensk stjórn­völd séu að gera of lítið til að fyr­ir­byggja eða bregð­ast við nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum tengdum kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. 

Alls eru 42 pró­sent lands­manna á þeirri skoðun að rík­is­stjórnin sé að gera of lítið til að mæta vand­an­um, en 54 pró­sent telur aðgerðir hennar hafa verið hæfi­leg­ar. Ein­ungis fjögur pró­sent telur að of mikið hafi verið gert.

Hjá þeim sem svöruðu, og eru undir þrí­tugu, töldu hins vegar 57 pró­sent að of lítið hefði verið gert og hjá fólki á fer­tugs­aldri var það hlut­fall 52 pró­sent. Í báðum ald­urs­hóp­unum var hærra hlut­fall á því að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar væru of litlar en að þær væru hæfi­leg­ar.

Auglýsing
Sú staða snýst hjá hópum yfir fer­tugu og er mesta afger­andi hjá þeim sem eru 60 ára og eldri. Þar eru ein­ungis 31 pró­sent á því að of lítið sé gert til að bregð­ast við nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum tengdum kór­ónu­veirunni og 57 pró­sent telja að við­brögð stjórn­valda hafi verið hæfi­leg. 

Tekjur móta afstöðu

Það er líka merkj­an­legur munur á afstöðu fólks eftir tekj­um. Hjá þeim sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði í laun telja 38 pró­sent að of lítið hafi verið gert en hjá þeim sem eru með 1.250 þús­und krónur eða meira er það hlut­fall tíu pró­sentu­stigum lægra, eða 28 pró­sent. 

Það kemur kannski lítið á óvart að stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja eru ánægð­ari með efna­hags­að­gerðir hennar en þau sem kjósa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Aðeins 23 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna, flokks Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, telja að of lítið hafi verið gert. Um fjórð­ungur kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins er á því máli og 28 pró­sent þeirra sem styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Á móti eru 70 pró­sent kjós­enda Pírata á því að efna­hags­að­gerð­irnar hafi verið of litlar og 60 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­innar er á sömu skoð­un. Þeir sem styðja Mið­flokk­inn eru aðeins mild­ari í afstöðu sinni og 49 pró­sent þeirra telja að gera þurfi meira. Við­reisn er eini stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn sem á fleiri stuðn­ings­menn sem telja að aðgerðir stjórn­valda hafi verið hæfi­legar (50 pró­sent) en þá sem telja að of lítið hafi verið gert (42 pró­sent). 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent