Aldrei fleiri talið að ríkisstjórnin sé að gera of lítið í efnahagsmálum vegna COVID-19

Ríkisstjórnin hefur kynnt fjóra aðgerðarpakka til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Skoðun landsmanna á aðgerðum til að mæta þeim áhrifum hefur reglulega verið mæld. Aldrei hafa fleiri talið of lítið gert.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur kynnt nokkra efnahagspakka á síðustu mánuðum. Alls telja 42 prósent landsmanna að of lítið sé gert til að mæta efnahagsvandanum sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur kynnt nokkra efnahagspakka á síðustu mánuðum. Alls telja 42 prósent landsmanna að of lítið sé gert til að mæta efnahagsvandanum sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.
Auglýsing

Frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, skall á Íslandi seint í febr­úar á þessu ári hafa stjórn­völd gripið til marg­hátt­aðra aðgerða til að reyna að fyr­ir­byggja eða bregð­ast við nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum hans. 

Gallup hefur reglu­lega mælt skoðun almenn­ings á þeim aðgerðum frá því í byrjun mars. Í fyrstu könn­un­inni, sem gerð var áður en að helstu tak­mark­anir á frelsi til atvinnu, leiks og ferða­laga tóku gildi, töldu um 22 pró­sent lands­manna að stjórn­völd væru að gera of lítið til að bregð­ast við efna­hags­legu stöð­unni. Hægt og rólega breytt­ist sú afstaða og í byrjun apr­íl, þegar sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda hér heima og víða erlendis voru farnar að bíta veru­lega á íslenska efna­hags­kerf­inu, var hlut­fall þeirra sem töldu íslensk stjórn­völd gera of lítið komið upp í tæp­lega 38 pró­sent. 

Þegar sú mæl­ing var gerð höfðu stjórn­völd þó kynnt fyrsta efna­hag­s­pakka sinn vegna efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Heild­ar­virði hans var sagt vera 230 millj­arðar króna. 

Sam­hliða því að smitum tók að fækka hratt í íslensku sam­fé­lagi í apr­íl, og að sam­fé­lagið opn­að­ist á ný í maí, og lands­menn ferð­uð­ust inn­lands og nutu meira ein­stak­lings­frelsis en flestar aðrar þjóð­ir, fækk­aði þeim sem töldu að stjórn­völd væru að gera of lít­ið. Í lok júní sögðu um 27 pró­sent að þeir teldu svo ver­a. 

Auglýsing
Undanfarið, sam­hliða því að stór þriðja bylgja smita hefur skollið á og tak­mark­anir hafa verið hertar veru­lega, hefur skoðun almenn­ings á efna­hags­að­gerðum stjórn­valda breyst. Í könnun sem Gallup gerði í lok sept­em­ber og byrjun októ­ber sögðu 32 pró­sent að þeir væru óánægðir með efna­hags­að­gerðir stjórn­valda og í nýj­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð 7. til 14. októ­ber, var það hlut­fall komið upp í 42 pró­sent. ­Greint var frá nið­ur­stöðum þess­ara kann­ana á RÚV í gær­kvöldi.

Það hafa aldrei fleiri verið á þeirri skoðun að rík­is­stjórnin væri að gera of lítið til að fyr­ir­byggja eða bregð­ast við nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og það þarf að fara aftur til byrjun apríl til að sjá jafn stórt stökk í vax­andi óánægju og varð nú á fyrri hluta októ­ber­mán­að­ar.

Flestar aðgerð­irnar hittu ekki eins og þeir áttu að gera

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur kynnt nokkra „efna­hag­s­pakka“ frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á.  Sá fyrsti var, líkt og áður sagði, kynntur í Hörpu 21. mars. Þar var því haldið fram að pakk­inn væri met­inn á 230 millj­arða króna og þar af áttu um 60 millj­arðar króna að vera bein inn­spýt­ing úr rík­is­sjóð­i. 

„Þetta eru stærstu ein­stöku efna­hags­að­gerðir sög­unn­ar,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, á blaða­manna­fundi sem hald­inn var vegna þessa. 

Um var að ræða tíu aðgerðir sem áttu að tryggja varn­ir, vernd og við­spyrnu. Hluti þeirra var þess eðlis að langur tími mun líða þangað til að hægt verður að mæla árangur aðgerð­anna. Það á til dæmis við 20 millj­arða kóna fjár­fest­inga­á­tak og aðgerðir til að greiða fyrir inn­flutn­ingi með nið­ur­fell­ingu toll­af­greiðslu­gjalda og frestun á greiðslu á aðflutn­ings­gjöld­um. En aðrar aðgerðir áttu að hafa mikil mæl­an­leg áhrif fljótt. Flestar þeirra hafa ekki skilað þeirri árangri sem reiknað var með, líkt og farið var yfir í frétta­skýr­ingu í Kjarn­anum í lok ágúst. Sú sem hefur lukk­ast best er hin svo­kall­aða hluta­bóta­leið.

Mán­uði síð­ar, 21., apr­íl, voru tíu aðgerðir í við­bótar kynntar til leiks. Heild­ar­kostn­aður við þann aðgerð­ar­pakka átti að vera um 60 millj­arðar króna. Þar skiptu mestu máli aðgerðir fyrir lítil fyr­ir­tæki, bón­us­greiðslur til fram­línu­starfs­manna og sér­tækur styrkur til fjöl­miðla. Auk þess voru í pakk­anum aðgerðir sem er erfitt að mæla eins og er, líkt og jöfnun tekju­skatts, sér­tækur stuðn­ingur við sveit­ar­fé­lög og ýmis­konar fram­lög til meðal ann­ars geð­heil­brigð­is­mála og fjar­þjón­ust­u. 

Heild­ar­kostn­aður við þennan pakka hefur verið langt frá því sem lagt var upp með. 

Auglýsing
Þann 28. apr­íl var til­­­kynnt um að rík­­­is­­­stjórnin ætl­­­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­­sent, styrki til að eyða ráðn­­­ing­­­ar­­­sam­­­böndum þeirra við starfs­­­fólk sitt. Þetta hefur oft verið kall­aður þriðji pakk­inn.

Þegar frum­varp um upp­­sagn­­ar­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­is­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­arðar króna. Frestur til að sækja um styrk­ina rann út 20. ágúst og enn sem komið er hefur kostn­að­ur­inn verið rúm­lega þriðj­ungur af þeirri upp­hæð. 

Nýr 25 millj­arða króna pakki

29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn kynnti rík­is­stjórnin svo átta aðgerð­ir, nokk­urs konar pakka fjög­ur,  sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­­arða króna. Aðgerð­ar­pakk­inn var kynntur til að höggva á þann hnút sem var á vinn­u­­mark­aði eftir að Sam­tök atvinn­u­lífs­ins (SA) boð­uðu atkvæða­greiðslu um upp­­­sögn Lífs­kjara­­samn­ings­ins. SA féll frá áformunum eftir að pakk­inn var kynnt­ur.

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­­sent og er kostn­aður rík­­is­­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­­arða króna. Full end­­ur­greiðsla á virð­is­auka­skatti undir hatti úrræð­is­ins „Allir vinna“ verður fram­­lengt út árið 2021 og er kostn­aður við þá aðgerð metin á átta millj­­arða króna.

Þá ætla stjórn­­völd að beina frek­­ari beinum styrkjum til fyr­ir­tækja sem „orðið fyrir tekju­hruni vegna COVID-19 far­ald­­ur­s­ins“. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti numið um sex millj­­örðum króna.

Í síð­ustu viku var greint frá útfærslu styrkj­anna. Fyr­ir­tæki sem eru skylduð til þess að loka dyrum sínum núna í þriðju bylgju far­ald­­ur­s­ins vegna sótt­varna­reglna munu geta sótt um 600 þús­und krónur í lok­un­­ar­­styrk með hverjum starfs­­manni á mán­að­­ar­grund­velli. Alls geta styrkirnir numið 120 millj­­ónum króna að hámarki á hvert fyr­ir­tæki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar