Forsetaframboð Guðmundar Franklíns kostaði tæpar fimm milljónir

Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 92,2 prósent atkvæða í síðustu forsetakosningum, eyddi um þriðjungi af því sem mótframbjóðandi hans eyddi í kosningabaráttuna.

Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðmundur Franklín Jónsson.
Auglýsing

For­seta­fram­boð Guð­mundar Frank­líns Jóns­sonar kost­aði alls 4.650 þús­und krón­ur. Þar af greiddi fram­bjóð­and­inn 1.647 þús­und krónur sjálfur í fram­lög, ein­stak­lingar lögðu honum til 1.813 þús­und krónur og lög­að­ilar 1.190 þús­und krón­ur. Þorri kostn­aðar vegna fram­boðs­ins var vegna aug­lýs­inga og kynn­ing­ar­kostn­að­ar, alls 3,5 millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í upp­gjöri sem Guð­mundur Frank­lín skil­aði inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar og var birt í vik­unni. Sitj­andi for­seti, Guðni Th. Jóhann­es­son, eyddi ein­ungis um þriðj­ungi af því sem Guð­mundur Frank­lín eyddi, eða alls 1.516 þús­und krón­um. Fram­boð hans keypti engar aug­lýs­ing­ar. Fram­lög til Guðna Th. frá ein­stak­lingum og lög­að­ilum námu 2.129 þús­und krónur og því kom fram­boðið út í hagn­aði, sam­kvæmt upp­gjöri sem það skil­aði til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Auglýsing
Forsetakosningarnar fóru fram í lok júní síð­ast­lið­inn og voru Guðni Th. og Guð­mundur Frank­lín einu tveir sem voru í fram­boði. Guðni, sem var fyrst kjör­inn for­seti sum­arið 2016, fékk 92,2 pró­sent atkvæða en Guð­mundur Frank­lín fékk 7,8 pró­sent. Kjör­­sókn var 66,9 pró­­sent. 

Þeir lög­að­ilar sem gáfu mest til Guð­mundar Frank­lín voru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Hólmi ehf. (300 þús­und krón­ur), Erik the red Seafood ehf. (200 þús­und krón­ur), Góa-Lind sæl­gæt­is­gerð ehf. (200 þús­und krón­ur), KFC ehf. (200 þús­und krón­ur) og Bak­ara­meist­ar­inn ehf. (200 þús­und krón­ur). 

Ein­ungis einn lög­að­ili gaf 200 þús­und krónur eða yfir til fram­boðs Guðna Th. Það var félagið KBK Eignir ehf. sem gaf 200 þús­und krón­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent