Forsetaframboð Guðmundar Franklíns kostaði tæpar fimm milljónir

Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 92,2 prósent atkvæða í síðustu forsetakosningum, eyddi um þriðjungi af því sem mótframbjóðandi hans eyddi í kosningabaráttuna.

Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðmundur Franklín Jónsson.
Auglýsing

For­seta­fram­boð Guð­mundar Frank­líns Jóns­sonar kost­aði alls 4.650 þús­und krón­ur. Þar af greiddi fram­bjóð­and­inn 1.647 þús­und krónur sjálfur í fram­lög, ein­stak­lingar lögðu honum til 1.813 þús­und krónur og lög­að­ilar 1.190 þús­und krón­ur. Þorri kostn­aðar vegna fram­boðs­ins var vegna aug­lýs­inga og kynn­ing­ar­kostn­að­ar, alls 3,5 millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í upp­gjöri sem Guð­mundur Frank­lín skil­aði inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar og var birt í vik­unni. Sitj­andi for­seti, Guðni Th. Jóhann­es­son, eyddi ein­ungis um þriðj­ungi af því sem Guð­mundur Frank­lín eyddi, eða alls 1.516 þús­und krón­um. Fram­boð hans keypti engar aug­lýs­ing­ar. Fram­lög til Guðna Th. frá ein­stak­lingum og lög­að­ilum námu 2.129 þús­und krónur og því kom fram­boðið út í hagn­aði, sam­kvæmt upp­gjöri sem það skil­aði til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Auglýsing
Forsetakosningarnar fóru fram í lok júní síð­ast­lið­inn og voru Guðni Th. og Guð­mundur Frank­lín einu tveir sem voru í fram­boði. Guðni, sem var fyrst kjör­inn for­seti sum­arið 2016, fékk 92,2 pró­sent atkvæða en Guð­mundur Frank­lín fékk 7,8 pró­sent. Kjör­­sókn var 66,9 pró­­sent. 

Þeir lög­að­ilar sem gáfu mest til Guð­mundar Frank­lín voru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Hólmi ehf. (300 þús­und krón­ur), Erik the red Seafood ehf. (200 þús­und krón­ur), Góa-Lind sæl­gæt­is­gerð ehf. (200 þús­und krón­ur), KFC ehf. (200 þús­und krón­ur) og Bak­ara­meist­ar­inn ehf. (200 þús­und krón­ur). 

Ein­ungis einn lög­að­ili gaf 200 þús­und krónur eða yfir til fram­boðs Guðna Th. Það var félagið KBK Eignir ehf. sem gaf 200 þús­und krón­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent