Alls sóttu ellefu manns um starf framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Umsóknarfrestur rann út 13. október síðastliðinn.
Á meðal þeirra sem sóttu um starfið er Rannveig Júníusdóttir, sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans þegar það var lagt niður í fyrra og starfar nú þegar á skrifstofu bankastjóra, og Guðjón Rúnarsson, lögfræðingur sem var um árabil framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Aðrir umsækjendur eru Barbara Inga Albertsdóttir framkvæmdastjóri, Brynhildur Georgsdóttir ráðgjafi, Eva Margrét Ævarsdóttir lögfræðingur, Gísli Rúnar Pálmason lögfræðingur, Guðmundur Thorlacius Ragnarsson lögfræðingur, Karl Óttar Pétursson lögfræðingur, Margrét Kjartansdóttir framkvæmdastjóri, Salvör Sigríður Jónsdóttir móttökuritari og Sigurður Guðmundsson lögfræðingur.
Þeir eru Arnar Ingi Einarsson verk- og hagfræðingur, Brynhildur Georgsdóttir ráðgjafi, Eliisa Kaloinen sérfræðingur í þjóðarvarúð, Gísli Sigurbjörn Óttarsson verkfræðingur, Guðmundur Örn Jónsson sérfræðingur í áhættugreiningu, Istáv Vegh-Sigurvinsson, Jesus Omar Moreno Araujo heilsuverkfræðingur, Jón Ævar Pálmason verkfræðingur, Magnús Kristinn Jónsson fagstjóri, Páll Ásgeir Björnsson rafmagnsverkfræðingur og Rósa Jónasardóttir.