Lágar skuldir og hátt þjónustustig í Reykjavík

Skuldir A-hluta Reykjavíkurborgar eru minni en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þegar tekið er tillit til mannfjölda. Þrátt fyrir það virðist þjónustustigið þar vera hærra en í mörgum öðrum sveitarfélögum.

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Skuldir borg­ar­sjóðs Reykja­vík­ur­borgar á hvern íbúa nema um 856 þús­und krón­um, sem er lægra en hjá öllum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þrátt fyrir það er þjón­ustu­stigið í Reykja­vík næst­mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á eftir A-hluta Sel­tjarn­ar­nes­bæj­ar, ef gert er ráð fyrir að það end­ur­speglist í rekstr­ar­kostn­aði á hvern íbúa.

Þetta kemur fram þegar A-hlutar árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga fyrir árið 2019 eru bornir saman í árbók sveit­ar­fé­laga. A-hlut­arnir eru aðal­sjóðir sveit­ar­fé­lag­anna sem eru að mestu eða öllu leyti fjár­magn­aðir með skatt­tekj­u­m. 

Sam­kvæmt reikn­ing­unum var rekstr­ar­nið­ur­staða þeirra allra jákvæð í fyrra, nema hjá Sel­tjarn­ar­nes­bæ. A-hlutar Reykja­vík­ur­borgar og Kópa­vogs­bæjar högn­uð­ust um rúman millj­arð, á meðan bæj­ar­sjóðir Hafn­ar­fjarðar og Mos­fells­bæjar högn­uð­ust um 3-400 millj­ón­ir. Garða­bær hagn­að­ist svo um tæpar 100 millj­ón­ir, sem er svipuð upp­hæð og tap Sel­tjarn­ar­nes­bæj­ar.

Auglýsing

Sökum stærð­ar­munar sveit­ar­fé­lag­anna var rekstr­ar­kostn­aður þeirra mjög breyti­leg­ur. Í Reykja­vík, sem er stærsta sveit­ar­fé­lag­ið, nam hann um 122 millj­örðum króna, sem er 27 sinnum meira en í minnsta sveit­ar­fé­lag­inu, Sel­tjarn­ar­nes­i. 

Ef tekið er til­lit til mis­mun­andi mann­fjölda sveit­ar­fé­lag­anna er rekstr­ar­kostn­aður á hvern íbúa mestur á Sel­tjarn­ar­nesi, þar sem hann nemur 943 þús­undum króna. Í öðru sæti er Reykja­vík­ur­borg þar sem borg­ar­sjóður ver 934 þús­undum króna á hvern íbúa sveit­ar­fé­lags­ins. Í Kópa­vogsbæ er hann þó um 15 pró­sentum minni og nemur um 795 þús­und krónum á hvern íbú­a. 

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, bar saman skuldir hvers sveit­ar­fé­lags á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eftir mann­fjölda á Face­book-­síðu sinni í gær. Sam­kvæmt þeim sam­an­burði eru skuld­irnar í A-hluta Reykja­vík­ur­borgar lægstar, en þær nema um 856 þús­undum króna á hvern íbúa sveit­ar­fé­lags­ins. 

Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga

Á mynd hér að ofan má sjá skuldir á hvern íbúa hjá A-hluta sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, en sam­kvæmt henni eru skuld­irnar hæstar í Hafn­ar­fjarð­arbæ þar sem þær nema yfir 1,3 milljón króna. Í Kópa­vogi, Mos­fellsbæ og á Sel­tjarn­ar­nesi nema skuldir A-hlut­ans einnig yfir milljón á hvern íbúa, en þær eru 925 þús­und krónur fyrir hvern íbúa Garða­bæj­ar. 

Ef litið er á skulda­hlut­fall sveit­ar­fé­lag­anna, þ.e.a.s. hlut­fall skulda af heild­ar­eign­um, blasir við svipuð mynd. Hlut­fallið er lægst í Reykja­vík, Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi í rúmum 50 pró­sent­um, en hæst í Hafn­ar­firði þar sem það nær heilum 85 pró­sent­u­m. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent