Fótboltamaður ljáir svöngum börnum rödd

Tillaga fótboltamannsins Marcus Rashford um matarstuðning til fátækra barna í öllum skólafríum fram að næstu páskum var felld í breska þinginu í gær. Fótboltamaðurinn náði ekki að beygja forsætisráðherrann, eins og hann gerði í sumar.

Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Auglýsing

Vikan er búin að vera við­burða­rík hjá enska knatt­spyrnu­kapp­anum Marcus Ras­h­ford. Á þriðju­dags­kvöld skor­aði fram­herj­inn ungi sig­ur­mark Manchester United gegn PSG í Meist­ara­deild­inni og í gær fylgd­ist hann með atkvæða­greiðslu í breska þing­inu sem byggði á bar­áttu hans fyrir því að yfir­völd tryggi skóla­börnum úr fátækum fjöl­skyldum mat í öllum skóla­fr­íum fram til næstu páska.

Sú atkvæða­greiðsla fór þó ekki jafn vel og leik­ur­inn. Til­lagan, sem Verka­manna­flokk­ur­inn hafði tekið upp á sína arma, var felld í neðri mál­stof­unni í West­min­ster með 322 atkvæðum gegn 261. Rík­is­stjórn Boris John­son lét Ras­h­ford ekki beygja sig á ný, eins og hún gerði í sum­ar. 

Þá varð bar­átta Ras­h­ford, sem er 22 ára gam­all, til þess að breska stjórnin ákvað að tryggja skóla­börnum úr fátækum fjöl­skyldum mat­ar­út­tekt­ar­miða yfir sum­ar­mán­uð­ina, núna á þessum tímum þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­leg áhrif hans ógna lífs­af­komu margra Breta.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPAEn svarið núna er nei. Boris verður ekki beygður og rík­is­stjórn hans seg­ist telja sig vera að gera nóg til þess að koma í veg fyrir að bresk börn líði mat­ar­skort eftir öðrum leið­um.

Auglýsing

Ras­h­ford er yngstur fimm systk­ina og hefur reynt það á eigin skinni að vera svangt barn. Það er ástæðan fyrir því að hann beitir sér fyrir þessu mál­efni. Hann stofn­aði sam­tök­in Child Food Poverty Task­force í þeim til­gangi í haust og fékk nokkur stór­fyr­ir­tæki á breskum smá­sölu­mark­aði með sér í lið. ­Fyrr í þessum mán­uði fékk hann við­ur­kenn­ingu frá Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu, MBE-orðu bresku krún­unn­ar, fyrir þessa bar­áttu sína í þágu barna.

Í gær­dag, áður en atkvæða­greiðslan fór fram, stóð Ras­h­ford í orða­skaki við þing­menn Íhalds­flokks­ins á Twitt­er. Þeir sögðu meðal ann­ars að til­lögur um rík­is­greiddar mál­tíðir í skóla­fr­íum yrðu til þess að fólk yrði háð slíkri rík­is­að­stoð við að fæða börn sín og kostn­að­ur­inn yrði svo mik­ill að hann væri til þess fall­inn að „skemma gjald­mið­il­inn“ og stefna efna­hag lands­ins í voða, eins og Steve Baker þing­maður og fyrr­ver­andi Brex­it-ráð­herra Íhalds­flokks­ins sagði við fót­bolta­mann­inn. Einnig var fót­bolta­mað­ur­inn ungi sak­aður um dygða­skreyt­ingu.

„Þessi börn eru fram­tíð þessa lands“

Þegar nið­ur­staðan á þing­inu lá fyrir var Ras­h­ford ekki skemmt og tjáði sig um von­brigði sín í löngu máli á Twitt­er. Hann sagði þetta mál ekki eiga að snú­ast um póli­tík, heldur um mann­úð, og bauð John­son for­sæt­is­ráð­herra til fundar við sam­tök­in.

„Ég hef ekki menntun stjórn­mála­manns, margir á Twitter hafa gert það ljóst í dag, en ég er með félags­lega menntun eftir að hafa upp­lifað þetta og eftir að hafa varið tíma með fjöl­skyld­unum og börn­unum sem finna mest fyrir þessu. Þessi börn skipta máli. Þessi börn eru fram­tíð þessa lands. Þau eru ekki bara ein­hver töl­fræði. Svo lengi sem þau hafa ekki rödd, þá munu þau hafa mína. Ég lofa ykkur því,“ skrif­aði Ras­h­ford.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent