Fótboltamaður ljáir svöngum börnum rödd

Tillaga fótboltamannsins Marcus Rashford um matarstuðning til fátækra barna í öllum skólafríum fram að næstu páskum var felld í breska þinginu í gær. Fótboltamaðurinn náði ekki að beygja forsætisráðherrann, eins og hann gerði í sumar.

Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Auglýsing

Vikan er búin að vera viðburðarík hjá enska knattspyrnukappanum Marcus Rashford. Á þriðjudagskvöld skoraði framherjinn ungi sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeildinni og í gær fylgdist hann með atkvæðagreiðslu í breska þinginu sem byggði á baráttu hans fyrir því að yfirvöld tryggi skólabörnum úr fátækum fjölskyldum mat í öllum skólafríum fram til næstu páska.

Sú atkvæðagreiðsla fór þó ekki jafn vel og leikurinn. Tillagan, sem Verkamannaflokkurinn hafði tekið upp á sína arma, var felld í neðri málstofunni í Westminster með 322 atkvæðum gegn 261. Ríkisstjórn Boris Johnson lét Rashford ekki beygja sig á ný, eins og hún gerði í sumar. 

Þá varð barátta Rashford, sem er 22 ára gamall, til þess að breska stjórnin ákvað að tryggja skólabörnum úr fátækum fjölskyldum matarúttektarmiða yfir sumarmánuðina, núna á þessum tímum þegar kórónuveirufaraldurinn og efnahagsleg áhrif hans ógna lífsafkomu margra Breta.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPA


En svarið núna er nei. Boris verður ekki beygður og ríkisstjórn hans segist telja sig vera að gera nóg til þess að koma í veg fyrir að bresk börn líði matarskort eftir öðrum leiðum.

Auglýsing

Rashford er yngstur fimm systkina og hefur reynt það á eigin skinni að vera svangt barn. Það er ástæðan fyrir því að hann beitir sér fyrir þessu málefni. Hann stofnaði samtökin Child Food Poverty Taskforce í þeim tilgangi í haust og fékk nokkur stórfyrirtæki á breskum smásölumarkaði með sér í lið. Fyrr í þessum mánuði fékk hann viðurkenningu frá Elísabetu Englandsdrottningu, MBE-orðu bresku krúnunnar, fyrir þessa baráttu sína í þágu barna.

Í gærdag, áður en atkvæðagreiðslan fór fram, stóð Rashford í orðaskaki við þingmenn Íhaldsflokksins á Twitter. Þeir sögðu meðal annars að tillögur um ríkisgreiddar máltíðir í skólafríum yrðu til þess að fólk yrði háð slíkri ríkisaðstoð við að fæða börn sín og kostnaðurinn yrði svo mikill að hann væri til þess fallinn að „skemma gjaldmiðilinn“ og stefna efnahag landsins í voða, eins og Steve Baker þingmaður og fyrrverandi Brexit-ráðherra Íhaldsflokksins sagði við fótboltamanninn. Einnig var fótboltamaðurinn ungi sakaður um dygðaskreytingu.

„Þessi börn eru framtíð þessa lands“

Þegar niðurstaðan á þinginu lá fyrir var Rashford ekki skemmt og tjáði sig um vonbrigði sín í löngu máli á Twitter. Hann sagði þetta mál ekki eiga að snúast um pólitík, heldur um mannúð, og bauð Johnson forsætisráðherra til fundar við samtökin.

„Ég hef ekki menntun stjórnmálamanns, margir á Twitter hafa gert það ljóst í dag, en ég er með félagslega menntun eftir að hafa upplifað þetta og eftir að hafa varið tíma með fjölskyldunum og börnunum sem finna mest fyrir þessu. Þessi börn skipta máli. Þessi börn eru framtíð þessa lands. Þau eru ekki bara einhver tölfræði. Svo lengi sem þau hafa ekki rödd, þá munu þau hafa mína. Ég lofa ykkur því,“ skrifaði Rashford.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiErlent