Fótboltamaður ljáir svöngum börnum rödd

Tillaga fótboltamannsins Marcus Rashford um matarstuðning til fátækra barna í öllum skólafríum fram að næstu páskum var felld í breska þinginu í gær. Fótboltamaðurinn náði ekki að beygja forsætisráðherrann, eins og hann gerði í sumar.

Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Auglýsing

Vikan er búin að vera við­burða­rík hjá enska knatt­spyrnu­kapp­anum Marcus Ras­h­ford. Á þriðju­dags­kvöld skor­aði fram­herj­inn ungi sig­ur­mark Manchester United gegn PSG í Meist­ara­deild­inni og í gær fylgd­ist hann með atkvæða­greiðslu í breska þing­inu sem byggði á bar­áttu hans fyrir því að yfir­völd tryggi skóla­börnum úr fátækum fjöl­skyldum mat í öllum skóla­fr­íum fram til næstu páska.

Sú atkvæða­greiðsla fór þó ekki jafn vel og leik­ur­inn. Til­lagan, sem Verka­manna­flokk­ur­inn hafði tekið upp á sína arma, var felld í neðri mál­stof­unni í West­min­ster með 322 atkvæðum gegn 261. Rík­is­stjórn Boris John­son lét Ras­h­ford ekki beygja sig á ný, eins og hún gerði í sum­ar. 

Þá varð bar­átta Ras­h­ford, sem er 22 ára gam­all, til þess að breska stjórnin ákvað að tryggja skóla­börnum úr fátækum fjöl­skyldum mat­ar­út­tekt­ar­miða yfir sum­ar­mán­uð­ina, núna á þessum tímum þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­leg áhrif hans ógna lífs­af­komu margra Breta.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPAEn svarið núna er nei. Boris verður ekki beygður og rík­is­stjórn hans seg­ist telja sig vera að gera nóg til þess að koma í veg fyrir að bresk börn líði mat­ar­skort eftir öðrum leið­um.

Auglýsing

Ras­h­ford er yngstur fimm systk­ina og hefur reynt það á eigin skinni að vera svangt barn. Það er ástæðan fyrir því að hann beitir sér fyrir þessu mál­efni. Hann stofn­aði sam­tök­in Child Food Poverty Task­force í þeim til­gangi í haust og fékk nokkur stór­fyr­ir­tæki á breskum smá­sölu­mark­aði með sér í lið. ­Fyrr í þessum mán­uði fékk hann við­ur­kenn­ingu frá Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu, MBE-orðu bresku krún­unn­ar, fyrir þessa bar­áttu sína í þágu barna.

Í gær­dag, áður en atkvæða­greiðslan fór fram, stóð Ras­h­ford í orða­skaki við þing­menn Íhalds­flokks­ins á Twitt­er. Þeir sögðu meðal ann­ars að til­lögur um rík­is­greiddar mál­tíðir í skóla­fr­íum yrðu til þess að fólk yrði háð slíkri rík­is­að­stoð við að fæða börn sín og kostn­að­ur­inn yrði svo mik­ill að hann væri til þess fall­inn að „skemma gjald­mið­il­inn“ og stefna efna­hag lands­ins í voða, eins og Steve Baker þing­maður og fyrr­ver­andi Brex­it-ráð­herra Íhalds­flokks­ins sagði við fót­bolta­mann­inn. Einnig var fót­bolta­mað­ur­inn ungi sak­aður um dygða­skreyt­ingu.

„Þessi börn eru fram­tíð þessa lands“

Þegar nið­ur­staðan á þing­inu lá fyrir var Ras­h­ford ekki skemmt og tjáði sig um von­brigði sín í löngu máli á Twitt­er. Hann sagði þetta mál ekki eiga að snú­ast um póli­tík, heldur um mann­úð, og bauð John­son for­sæt­is­ráð­herra til fundar við sam­tök­in.

„Ég hef ekki menntun stjórn­mála­manns, margir á Twitter hafa gert það ljóst í dag, en ég er með félags­lega menntun eftir að hafa upp­lifað þetta og eftir að hafa varið tíma með fjöl­skyld­unum og börn­unum sem finna mest fyrir þessu. Þessi börn skipta máli. Þessi börn eru fram­tíð þessa lands. Þau eru ekki bara ein­hver töl­fræði. Svo lengi sem þau hafa ekki rödd, þá munu þau hafa mína. Ég lofa ykkur því,“ skrif­aði Ras­h­ford.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent