Fótboltamaður ljáir svöngum börnum rödd

Tillaga fótboltamannsins Marcus Rashford um matarstuðning til fátækra barna í öllum skólafríum fram að næstu páskum var felld í breska þinginu í gær. Fótboltamaðurinn náði ekki að beygja forsætisráðherrann, eins og hann gerði í sumar.

Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Auglýsing

Vikan er búin að vera við­burða­rík hjá enska knatt­spyrnu­kapp­anum Marcus Ras­h­ford. Á þriðju­dags­kvöld skor­aði fram­herj­inn ungi sig­ur­mark Manchester United gegn PSG í Meist­ara­deild­inni og í gær fylgd­ist hann með atkvæða­greiðslu í breska þing­inu sem byggði á bar­áttu hans fyrir því að yfir­völd tryggi skóla­börnum úr fátækum fjöl­skyldum mat í öllum skóla­fr­íum fram til næstu páska.

Sú atkvæða­greiðsla fór þó ekki jafn vel og leik­ur­inn. Til­lagan, sem Verka­manna­flokk­ur­inn hafði tekið upp á sína arma, var felld í neðri mál­stof­unni í West­min­ster með 322 atkvæðum gegn 261. Rík­is­stjórn Boris John­son lét Ras­h­ford ekki beygja sig á ný, eins og hún gerði í sum­ar. 

Þá varð bar­átta Ras­h­ford, sem er 22 ára gam­all, til þess að breska stjórnin ákvað að tryggja skóla­börnum úr fátækum fjöl­skyldum mat­ar­út­tekt­ar­miða yfir sum­ar­mán­uð­ina, núna á þessum tímum þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­leg áhrif hans ógna lífs­af­komu margra Breta.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPAEn svarið núna er nei. Boris verður ekki beygður og rík­is­stjórn hans seg­ist telja sig vera að gera nóg til þess að koma í veg fyrir að bresk börn líði mat­ar­skort eftir öðrum leið­um.

Auglýsing

Ras­h­ford er yngstur fimm systk­ina og hefur reynt það á eigin skinni að vera svangt barn. Það er ástæðan fyrir því að hann beitir sér fyrir þessu mál­efni. Hann stofn­aði sam­tök­in Child Food Poverty Task­force í þeim til­gangi í haust og fékk nokkur stór­fyr­ir­tæki á breskum smá­sölu­mark­aði með sér í lið. ­Fyrr í þessum mán­uði fékk hann við­ur­kenn­ingu frá Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu, MBE-orðu bresku krún­unn­ar, fyrir þessa bar­áttu sína í þágu barna.

Í gær­dag, áður en atkvæða­greiðslan fór fram, stóð Ras­h­ford í orða­skaki við þing­menn Íhalds­flokks­ins á Twitt­er. Þeir sögðu meðal ann­ars að til­lögur um rík­is­greiddar mál­tíðir í skóla­fr­íum yrðu til þess að fólk yrði háð slíkri rík­is­að­stoð við að fæða börn sín og kostn­að­ur­inn yrði svo mik­ill að hann væri til þess fall­inn að „skemma gjald­mið­il­inn“ og stefna efna­hag lands­ins í voða, eins og Steve Baker þing­maður og fyrr­ver­andi Brex­it-ráð­herra Íhalds­flokks­ins sagði við fót­bolta­mann­inn. Einnig var fót­bolta­mað­ur­inn ungi sak­aður um dygða­skreyt­ingu.

„Þessi börn eru fram­tíð þessa lands“

Þegar nið­ur­staðan á þing­inu lá fyrir var Ras­h­ford ekki skemmt og tjáði sig um von­brigði sín í löngu máli á Twitt­er. Hann sagði þetta mál ekki eiga að snú­ast um póli­tík, heldur um mann­úð, og bauð John­son for­sæt­is­ráð­herra til fundar við sam­tök­in.

„Ég hef ekki menntun stjórn­mála­manns, margir á Twitter hafa gert það ljóst í dag, en ég er með félags­lega menntun eftir að hafa upp­lifað þetta og eftir að hafa varið tíma með fjöl­skyld­unum og börn­unum sem finna mest fyrir þessu. Þessi börn skipta máli. Þessi börn eru fram­tíð þessa lands. Þau eru ekki bara ein­hver töl­fræði. Svo lengi sem þau hafa ekki rödd, þá munu þau hafa mína. Ég lofa ykkur því,“ skrif­aði Ras­h­ford.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent