Már Guðmundsson telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar verði hraðasta leiðin til efnahagslegs viðsnúnings að heimsfaraldrinum loknum, þar sem ónýttir framleiðsluþættir séu til staðar í greininni. Í grein sinni leggur hann áherslu á að heildstæð sýn sé mikilvæg fyrir verðmætasköpun í hagkerfinu, þar sem margir samverkandi þættir komi saman.
Þetta skrifar Már í nýjasta tölublaði Vísbendingar, sem var gefið út í gær. Þar veltir hann upp mikilvægi útflutningstekna í verðmætasköpun samkvæmt ýmsum hagfræðikenningum, þar sem framlag mismunandi atvinnugreina til þjóðarbúsins hafi verið rætt töluvert á undanförnum misserum. Þar hafi oft verið gerður greinarmunur á því hvort atvinnugreinnar afli gjaldeyris eða ekki.
Heildstæð sýn mikilvæg
Í því tilliti nefnir hann kaupauðgisstefnu (e. mercantilism) sem hvetur til þess að ríki auðgist með því að auka útflutning og draga úr innflutningi. Samkvæmt Má samrýmist sú stefna þó ekki nútímahagfræði, þar sem framleiðsla fyrir innanlandsmarkað er hluti af verðmætasköpuninni með alveg sama hætti og útflutningur eru.
Már bætir einnig að heildstæð sýn sé mikilvæg til að skilja verðmætasköpun í samfélaginu, til að mynda innviðir á vegum hins opinbera, menntun og greiðslumiðlun frá fjármálakerfinu.
Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella hér.
Uppfært kl: 16:19. Orðalagi fréttarinnar hefur verið breytt.