Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði

Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.

Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Auglýsing

Zephyr Iceland fyr­ir­hugar að reisa vind­myllu­garð á Mos­fells­heiði innan sveit­ar­fé­lag­anna Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps og Ölf­uss. Landið er þjóð­lenda í eigu rík­is­ins. Um 30 vind­myll­ur, 150-20 metrar á hæð, yrðu reistar og heild­ar­afl garðs­ins, sem gerður yrði í áföng­um, gæti orðið um 200 MW.



Í til­lögu að mats­á­ætlun vegna verk­efn­is­ins, sem lögð var nýverið fram til kynn­ing­ar, segir að með vind­orku­garði á Mos­fells­heiði sé „m.a. verið að bregð­ast við auk­inni raf­orku­þörf á Ísland­i“. Hin fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd er af þeirri stærð­argráðu að hún þarf lögum sam­kvæmt að fara í gegnum mat á umhverf­is­á­hrifum og er til­lagan sem nú er í kynn­ingu hluti af því ferli. Fram­kvæmda­að­ili telur hins vegar óljóst hvort að verk­efnið þurfi að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­unar þar sem skiptar skoð­anir séu um hvort að vind­orka falli undir lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Engu að síður hafi Zephyr skilað hug­mynd að fram­kvæmd­inni til Orku­stofn­unar og að óbreyttu fer hún til umfjöll­unar hjá verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Fjöl­margar hug­myndir að vind­orku­verum um allt land hafa borist verk­efn­is­stjórn­inni.

Í til­lögu Zephyr að mats­á­ætlun segir að Mos­fells­heiði sé „talin vera til­val­inn staður fyrir vind­orku­garð“. Á svæð­inu séu hag­stæð vind­skil­yrði, til­tölu­lega ein­falt sé að tengj­ast raf­orku­flutn­ings­kerf­inu, aðgengi að svæð­inu sé með besta móti og tekið fram að svæðið ein­kenn­ist nú þegar af orku­mann­virkjum í formi hita­veitu­lagnar og háspennu­lína. Þá séu nokkrar stærstu jarð­varma­virkj­anir lands­ins í næsta nágrenni.

Auglýsing

Hið fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði er í 300 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Vinda­far hefur verið metið út frá sögu­legum gögnum frá næstu veð­ur­stöðvum Veð­ur­stof­unnar en til að stað­festa áætl­aðan vind verða gerðar stað­bundnar mæl­ingar og hafa leyfi feng­ist fyrir upp­setn­ingu mastra með mæli­tækjum á svæð­inu.

Land­notkun á svæð­inu er skil­greind sem „óbyggt svæði“ og því er ljóst að ef setja á þar upp vind­myllu­garð þyrfti að breyta á skipu­lags­á­ætl­un­unum beggja sveit­ar­fé­laga í þá veru að afmarka fyr­ir­hugað virkj­un­ar­svæði sem „iðn­að­ar­svæð­i“.

Vind­myll­urnar myndu hafa bein áhrif á svæðin sem fara undir myll­urnar sjálf­ar, á vegi, jarð­strengi, athafna­svæði verk­taka og safn­stöð raf­orku innan svæð­is. Leggja þyrfti mal­ar­veg að hverri myllu og jarð­streng eða loft­línu um tíu kíló­metra leið.

Vindorkugarðurinn yrði beggja vegna Nesjavallavegar á tiltölulega sléttu landi sem er vaxið mosa og grösum að mestu leyti. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í full­byggðum garði yrðu um 30 vind­myll­ur, hver 150-200 metrar á hæð. Nokkur fjöll sjást frá fram­kvæmda­svæð­inu og telur fram­kvæmda­að­ili að þau kæmu til með að tak­marka sýn inn á svæðið frá byggð. Er þar helst að nefna Hengil í suð­austri og Esju í norð­vestri. Einnig myndi Grímmans­fell í Mos­fellsbæ skyggja á vind­myll­urn­ar. Engu að síður myndi hluti af vind­myll­unum sjást úr fjar­lægð, bæði frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og frá þjóð­garð­inum á Þing­völl­um.

Meðal þess sem fram­kvæmda­að­ili hyggst gera er að fá fugla­fræð­ing til að ann­ast athug­anir á fugla­lífi á svæð­inu. Í til­lögu að mats­á­ætlun stendur að svæðið sé í dag ekki flokkað sem mik­il­vægt fugla­svæði af Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og því sé ekki gert ráð fyrir rat­sjár­mæl­ingum til að kort­leggja fugla­líf­ið. Komi hins vegar í ljós að um svæðið fari margir far­fuglar með hátt vernd­ar­gildi kunni þetta að verða end­ur­skoð­að.

Með kynn­ingu á til­lögu að mats­á­ætlun er verið að kalla eftir ábend­ingum um hvað fjalla skuli um í mati á umhverf­is­á­hrifum verk­efn­is­ins. Til­lagan var til almennrar kynn­ingar í tvær vikur og rann frestur til athuga­semda út um miðjan októ­ber. Þegar brugð­ist hefur verið við athuga­semdum sem bár­ust verður end­an­leg til­laga að mats­á­ætlun send Skipu­lags­stofnun til ákvörð­un­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent