Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts

Íslandspóstur greinir frá því í dag að Birgir Jónsson forstjóri fyrirtækisins hafi ákveðið að hætta störfum. Í færslu á LinkedIn segist Birgir ekki finna sig nógu vel þegar „pólitískari sjónarmið“ séu farin að skipta meira máli.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Auglýsing

Birgir Jóns­son for­stjóri Íslands­pósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá félag­inu og hafa hann og stjórn félags­ins gengið frá sam­komu­lagi um starfs­lok­in. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Íslands­póst­i. 

„Birgir hóf störf hjá Póst­inum í byrjun júní 2019 og hefur frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórn­enda­teymi, stýrt félag­inu í gegnum mikið og far­sælt umbreyt­inga­ferli. Tek­ist hefur að treysta rekstr­ar­grund­völl fyr­ir­tæk­is­ins og skapa því sterk­ari stöðu til fram­tíð­ar. Þá hefur þjón­usta Pósts­ins verið bætt og auk­in,“ segir í til­kynn­ingu Íslands­pósts um starfs­lok­in. Þar kemur einnig fram að Birgir muni gegna starfi for­stjóra þar til eft­ir­maður hans hefur verið ráð­inn.

Segir ekki finna sig þegar póli­tísk­ari sjón­ar­mið séu farin að skipta meira máli

Haft er eftir Birgi í frétta­til­kynn­ingu Pósts­ins að mik­ill við­snún­ingur hafi orðið í rekstri Íslands­pósts og að það hafi verið sannur heiður að fá að takast á við verk­efnið með öfl­ugum hópi starfs­manna um land allt.

Auglýsing

 „Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakk­lætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmti­lega verk­efni og ég hlakka mikið til að sjá Póst­inn blómstra sem aldrei fyrr í hönd­unum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ er sömu­leiðis haft eftir Birgi í til­kynn­ingu Íslands­póst­s. 

Hann tjáir sig einnig um brott­hvarf sitt á Lin­ked­In-­síðu sinni og seg­ist þar hafa notið verk­efn­is­ins, stærstu rekstr­ar­málin séu leyst og nú séu „önnur sjón­ar­mið og svo það sé bara sagt hrein út, póli­tísk­ari sjón­ar­mið“ farin að skipta meira máli.

„Þetta er kannski eðli­legt í ljósi eign­ar­halds­ins. Ég sem rekstr­ar­maður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henn­i,“ segir Birgir á Lin­ked­In.

Fyrir hönd stjórnar Íslands­pósts þakkar Bjarni Jóns­son stjórn­ar­for­maður Birgi fyrir góð störf og haft er eftir honum að margt hafi áunn­ist í rekstr­inum frá því að Birgir tók við starf­inu.

„Birgir hefur verið öfl­ugur starfs­maður sem hefur leitt umbreyt­inga­ferli hjá fyr­ir­tæk­inu, skapað góða liðs­heild og starfsanda. Stjórn félags­ins þakkar Birgi fyrir vel unnin störf og óskar honum vel­farn­aðar í fram­tíð­inni. Framundan eru krefj­andi verk­efni í stefnu­mótun og við að bæta enn frekar þjón­ustu hjá Íslands­póst­i,“ segir stjórn­ar­for­mað­ur­inn í til­kynn­ingu.

Tók við erf­iðu búi síð­asta sumar

Birgir hóf störf á tíma­punkti þegar Póst­ur­inn um það leyti sem fyr­ir­tækið var að hefja miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir vegna bágrar rekstr­ar­stöðu, en í sept­em­ber 2018 ­leit­aði Íslands­­­­­­­póstur á náðir rík­­­­is­ins og fékk 500 millj­­­­ónir króna að láni til að bregð­­­­­ast við lausa­­­­­fjár­­­­­skorti eftir að Lands­bank­inn hafði lokað á frek­­­­­ari lán­veit­ing­­­­ar til opin­bera hluta­fé­lags­ins. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­­­ar, í des­em­ber 2019, sam­­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­­arð til við­­­­­bót­­­­­ar.

Birgir tók við starfi for­stjóra af Ingi­mundi Sig­ur­páls­syni, sem hafði verið for­stjóri Íslands­pósts í 14 ár þegar hann sagði starfi sínu lausu í mars árið 2015. Birgir leiddi ýmis hag­ræð­ing­ar­verk­efni hjá Póst­inum og fækk­aði stöðu­gildum hjá fyr­ir­tæk­inu um 14 pró­sent á síð­asta ári, niður í 721, og hefur þeim fækkað enn frekar á þessu ári. 

Stjórn­endum var sömu­leiðis fækkað um 30 pró­sent í fyrra og einnig voru höf­uð­stöðvar Pósts­ins fluttar frá Stór­höfða í skrif­stofu­hús­næði í Höfða­bakka, í  minna og ódýr­ara hús­næði, svo eitt­hvað sé nefn­t. 

Þessar breyt­ingar og fleiri segir Birgir að hafi umbreytt félag­inu, í færslu sinni á Lin­ked­In. „­Fyr­ir­tækið var nálægt greiðslu­þroti í byrjun síð­asta árs en er nú eitt arð­samasta póst­fyr­ir­tæki á norðu­löndum og þar með mjög verð­mætt fyrir eig­anda sinn sem erum við öll, fólkið í land­inu. Þessi við­snún­ingur kemur ekki til vegna gjald­skrár­hækk­ana, eins og margir halda, enda hafa tekjur fyr­ir­tæk­is­ins dreg­ist mikið saman á sama tíma,“ skrifar Birg­ir.

Tap fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra var þó 510 millj­ónir króna og kom fram að þetta tap mætti að mestu skýra með kostn­aði við end­ur­skipu­lagn­ing­una, sem færður var til bókar í fyrra. Sá hluti var 225,1 milljón króna.

Vaxta­ber­andi skuldir Íslands­­­pósts voru 1.953 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót og höfðu lækkað úr 2.761 milljón króna ári áður. Hand­­bært fé frá rekstri var 562,2 millj­­ónir króna.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent