Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts

Íslandspóstur greinir frá því í dag að Birgir Jónsson forstjóri fyrirtækisins hafi ákveðið að hætta störfum. Í færslu á LinkedIn segist Birgir ekki finna sig nógu vel þegar „pólitískari sjónarmið“ séu farin að skipta meira máli.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Auglýsing

Birgir Jóns­son for­stjóri Íslands­pósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá félag­inu og hafa hann og stjórn félags­ins gengið frá sam­komu­lagi um starfs­lok­in. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Íslands­póst­i. 

„Birgir hóf störf hjá Póst­inum í byrjun júní 2019 og hefur frá þeim tíma ásamt stjórn og nýju stjórn­enda­teymi, stýrt félag­inu í gegnum mikið og far­sælt umbreyt­inga­ferli. Tek­ist hefur að treysta rekstr­ar­grund­völl fyr­ir­tæk­is­ins og skapa því sterk­ari stöðu til fram­tíð­ar. Þá hefur þjón­usta Pósts­ins verið bætt og auk­in,“ segir í til­kynn­ingu Íslands­pósts um starfs­lok­in. Þar kemur einnig fram að Birgir muni gegna starfi for­stjóra þar til eft­ir­maður hans hefur verið ráð­inn.

Segir ekki finna sig þegar póli­tísk­ari sjón­ar­mið séu farin að skipta meira máli

Haft er eftir Birgi í frétta­til­kynn­ingu Pósts­ins að mik­ill við­snún­ingur hafi orðið í rekstri Íslands­pósts og að það hafi verið sannur heiður að fá að takast á við verk­efnið með öfl­ugum hópi starfs­manna um land allt.

Auglýsing

 „Næstu skref hjá mér eru óráðin en ég fer frá borði fullur þakk­lætis fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu skemmti­lega verk­efni og ég hlakka mikið til að sjá Póst­inn blómstra sem aldrei fyrr í hönd­unum á öllu því góða fólki sem þar starfar,“ er sömu­leiðis haft eftir Birgi í til­kynn­ingu Íslands­póst­s. 

Hann tjáir sig einnig um brott­hvarf sitt á Lin­ked­In-­síðu sinni og seg­ist þar hafa notið verk­efn­is­ins, stærstu rekstr­ar­málin séu leyst og nú séu „önnur sjón­ar­mið og svo það sé bara sagt hrein út, póli­tísk­ari sjón­ar­mið“ farin að skipta meira máli.

„Þetta er kannski eðli­legt í ljósi eign­ar­halds­ins. Ég sem rekstr­ar­maður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henn­i,“ segir Birgir á Lin­ked­In.

Fyrir hönd stjórnar Íslands­pósts þakkar Bjarni Jóns­son stjórn­ar­for­maður Birgi fyrir góð störf og haft er eftir honum að margt hafi áunn­ist í rekstr­inum frá því að Birgir tók við starf­inu.

„Birgir hefur verið öfl­ugur starfs­maður sem hefur leitt umbreyt­inga­ferli hjá fyr­ir­tæk­inu, skapað góða liðs­heild og starfsanda. Stjórn félags­ins þakkar Birgi fyrir vel unnin störf og óskar honum vel­farn­aðar í fram­tíð­inni. Framundan eru krefj­andi verk­efni í stefnu­mótun og við að bæta enn frekar þjón­ustu hjá Íslands­póst­i,“ segir stjórn­ar­for­mað­ur­inn í til­kynn­ingu.

Tók við erf­iðu búi síð­asta sumar

Birgir hóf störf á tíma­punkti þegar Póst­ur­inn um það leyti sem fyr­ir­tækið var að hefja miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir vegna bágrar rekstr­ar­stöðu, en í sept­em­ber 2018 ­leit­aði Íslands­­­­­­­póstur á náðir rík­­­­is­ins og fékk 500 millj­­­­ónir króna að láni til að bregð­­­­­ast við lausa­­­­­fjár­­­­­skorti eftir að Lands­bank­inn hafði lokað á frek­­­­­ari lán­veit­ing­­­­ar til opin­bera hluta­fé­lags­ins. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­­­ar, í des­em­ber 2019, sam­­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­­arð til við­­­­­bót­­­­­ar.

Birgir tók við starfi for­stjóra af Ingi­mundi Sig­ur­páls­syni, sem hafði verið for­stjóri Íslands­pósts í 14 ár þegar hann sagði starfi sínu lausu í mars árið 2015. Birgir leiddi ýmis hag­ræð­ing­ar­verk­efni hjá Póst­inum og fækk­aði stöðu­gildum hjá fyr­ir­tæk­inu um 14 pró­sent á síð­asta ári, niður í 721, og hefur þeim fækkað enn frekar á þessu ári. 

Stjórn­endum var sömu­leiðis fækkað um 30 pró­sent í fyrra og einnig voru höf­uð­stöðvar Pósts­ins fluttar frá Stór­höfða í skrif­stofu­hús­næði í Höfða­bakka, í  minna og ódýr­ara hús­næði, svo eitt­hvað sé nefn­t. 

Þessar breyt­ingar og fleiri segir Birgir að hafi umbreytt félag­inu, í færslu sinni á Lin­ked­In. „­Fyr­ir­tækið var nálægt greiðslu­þroti í byrjun síð­asta árs en er nú eitt arð­samasta póst­fyr­ir­tæki á norðu­löndum og þar með mjög verð­mætt fyrir eig­anda sinn sem erum við öll, fólkið í land­inu. Þessi við­snún­ingur kemur ekki til vegna gjald­skrár­hækk­ana, eins og margir halda, enda hafa tekjur fyr­ir­tæk­is­ins dreg­ist mikið saman á sama tíma,“ skrifar Birg­ir.

Tap fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra var þó 510 millj­ónir króna og kom fram að þetta tap mætti að mestu skýra með kostn­aði við end­ur­skipu­lagn­ing­una, sem færður var til bókar í fyrra. Sá hluti var 225,1 milljón króna.

Vaxta­ber­andi skuldir Íslands­­­pósts voru 1.953 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót og höfðu lækkað úr 2.761 milljón króna ári áður. Hand­­bært fé frá rekstri var 562,2 millj­­ónir króna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent