Skólar áfram opnir en grímuskylda hjá eldri nemendum ef þeir geta ekki tryggt fjarlægð

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi til að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum tekur gildi á þriðjudag.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Ný reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­varnir í skóla­starfi tekur gildi 3. nóv­em­ber, eða á þriðju­dag. Sam­kvæmt henni verða skólar áfram opnir en grímu­skylda verður hjá nem­endur í 5-10 bekk þar sem ekki verður hægt að virða tveggja metra regl­una. 

Í leik­skólum gildir tveggja metra reglan um kenn­ara og starfs­fólk, en þar sem lág­marks­fjar­lægð verður ekki komið við er starfs­fólki skylt að bera and­lits­grím­ur. Hámarks­fjöldi full­orð­inna í hverju rými eru tíu í leik­skól­um, nálægð­ar­tak­mörk gilda ekki um börn á leik­skóla­aldri, en fjöldi barna í hverju sótt­varna­rými skal að hámarki vera 50.

Reglu­gerðin gildir um allt skóla­starf á land­inu, en nær einnig til frí­stunda­heim­ila, félags­mið­stöðva og íþrótta- og tóm­stunda­starfs barna og ung­menna. Víð­tækt sam­ráð var haft við skóla­sam­fé­lagið við und­ir­bún­ing reglu­gerð­ar­inn­ar, meðal ann­ars við full­trúa allra skóla­stiga, Kenn­ara­sam­bands Íslands, skóla­stjórn­endur og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Helstu breyt­ingar sem reglu­gerðin felur í sér eru eft­ir­far­andi:

Leik­skól­ar:

Í leik­skólum gildir tveggja metra reglan um kenn­ara og starfs­fólk, en þar sem lág­marks­fjar­lægð verður ekki komið við er starfs­fólki skylt að bera and­lits­grím­ur. Hámarks­fjöldi full­orð­inna í hverju rými eru 10. Nálægð­ar­tak­mörk gilda ekki um börn á leik­skóla­aldri, en fjöldi barna í hverju sótt­varna­rými skal að hámarki vera 50.

For­eldrar og aðstand­endur skulu almennt ekki koma inn í skóla­bygg­ingar nema brýna nauð­syn beri til. Gestir sem koma í leik­skóla­bygg­ing­ar, svo sem starfs­fólk skóla­þjón­ustu eða vegna vöru­flutn­inga, skulu gæta að 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og bera and­lits­grím­ur.

Skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna á leik­skóla­aldri er óheim­ilt á meðan reglu­gerðin er í gildi.

Grunn­skólar og frí­stunda­starf á grunn­skóla­stigi:

Tveggja metra reglan gildir um kenn­ara og starfs­fólk í grunn­skól­um, en nota skal and­lits­grímu þar sem ekki er hægt að tryggja lág­marks­fjar­lægð. Hámarks­fjöldi full­orð­inna í hverju sótt­varna­rými í grunn­skólum er 10, en starfs­fólki er heim­ilt að fara milli hópa til að sinna kennslu og veita aðra nauð­syn­lega þjón­ustu.

Auglýsing
Nemendur í 1.-4. bekk eru und­an­þegnir tveggja metra reglu og grímu­skyldu. Hámarks­fjöldi þeirra í hverju sótt­varna­rými eru 50.

Nem­endur í 5.-10. bekk þurfa að fylgja tveggja metra reglu, en ef víkja þarf frá henni ber nem­endum að nota grímu. Að hámarki mega 25 nem­endur í 5.-10. bekk vera í hverju sótt­varna­rými.

Í sam­eig­in­legum rýmum skóla­bygg­inga, svo sem við inn­ganga, í and­dyri, á sal­erni og göng­um, er heim­ilt að víkja frá fjölda­tak­mörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nem­endur í 5.-10. bekk og starfs­fólk noti and­lits­grímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nálægð­ar­tak­mörk­un, svo sem í verk­legri kennslu og list­kennslu, skulu kenn­arar og nem­endur í 5.-10. bekk nota grím­ur.

For­eldrar og aðstand­endur skulu almennt ekki koma inn í skóla­bygg­ingar nema brýna nauð­syn beri til. Aðrir sem þurfa að koma í skóla­bygg­ing­ar, svo sem starfs­fólk skóla­þjón­ustu, kenn­arar tón­list­ar­skóla eða starfs­fólk í vöru­flutn­ing­um, skulu gæta að 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og bera and­lits­grím­ur.

Halda skal þeirri hópa­skipt­ingu nem­enda sem er í grunn­skóla­starfi á frí­stunda­heim­ilum þannig að þar verði ekki blöndun á milli nem­enda­hópa.

Skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna á grunn­skóla­aldri, þ.m.t. starf félags­mið­stöðva, er óheim­ilt á meðan reglu­gerðin er í gildi.

Tón­list­ar­skól­ar:

Tón­list­ar­skólum er heim­ilt að sinna ein­stak­lings­kennslu með 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun milli starfs­fólks og nem­enda. Að hámarki mega 10 ein­stak­lingar vera í sama rými, en tryggja þarf að blöndun hópa verði ekki önnur en í almennu skóla­starfi. And­lits­grímur skulu not­aðar í öllu starfi með nem­endum þar sem því verður við kom­ið.

For­eldrar og aðstand­endur skulu almennt ekki koma í tón­list­ar­skóla nema brýna nauð­syn beri til. Gestir sem þurfa að koma í skóla­bygg­ing­ar, svo sem starfs­fólk skóla­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga eða vegna vöru­flutn­inga, skulu gæta að 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og bera and­lits­grím­ur.

Fram­halds­skólar og mennta­stofn­anir sem kenna á fram­halds­skóla­stigi:

Skóla­starf er heim­ilt ef nem­endur og starfs­fólk geta haft minnst 2 metra fjar­lægð sín á milli og fjöldi nem­enda og starfs­manna fer ekki yfir 10 í hverju rými. Í áföngum á fyrsta náms­ári mega allt að 25 ein­stak­lingar deila sama rými, svo fremi sem tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga er tryggð. Blöndun nem­enda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfs­fólki er heim­ilt að fara á milli hópa.

Í sam­eig­in­legum rým­um, svo sem við inn­ganga, í and­dyri, á sal­erni og göng­um, er heim­ilt að víkja frá fjölda­tak­mörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að not­ast sé við and­lits­grímu.

Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nálægð­ar­tak­mörk­un, svo sem í verk­legri kennslu, list­kennslu, klínísku námi og kennslu nem­enda á starfs­braut­um, skulu nem­end­ur, sé þess kost­ur, og kenn­arar nota and­lits­grímu.

Aðrir við­burðir sem ekki telj­ast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skóla­bygg­ing­um. Tak­marka skal gesta­komur í skóla­bygg­ing­ar.

Heim­ilt er að halda þýð­ing­ar­mikil próf fyrir allt að 30 ein­stak­linga í vel loft­ræstum rým­um, að upp­fylltri 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og ýtr­ustu sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Háskól­ar:

Skóla­starf er heim­ilt ef nem­endur og starfs­fólk geta haft minnst 2 metra fjar­lægð sín á milli og hámarks­fjöldi nem­enda í hverri kennslu­stofu fer ekki yfir 10. Blöndun nem­enda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfs­fólki og kenn­urum er heim­ilt að fara á milli hópa.

Í sam­eig­in­legum rým­um, svo sem við inn­ganga, í and­dyri, á sal­erni og göng­um, er heim­ilt að víkja frá fjölda­tak­mörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að not­aðar séu and­lits­grím­ur. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nálægð­ar­tak­mörk­un, svo sem í verk­legri kennslu, list­kennslu og klínísku námi, er skóla­starf heim­ilt með því skil­yrði að nem­endur og kenn­arar noti and­lits­grímu.

Aðrir við­burðir sem ekki telj­ast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skóla­bygg­ing­um. Tak­marka skal gesta­komur í skóla­bygg­ing­ar.

Heim­ilt er að halda sam­keppn­is­próf, þýð­ing­ar­mikil loka­próf og stað­bundnar námslotur fyrir allt að 30 ein­stak­linga í vel loft­ræstum rým­um, að upp­fylltri 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og ýtr­ustu sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent