Skólar áfram opnir en grímuskylda hjá eldri nemendum ef þeir geta ekki tryggt fjarlægð

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi til að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum tekur gildi á þriðjudag.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Ný reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­varnir í skóla­starfi tekur gildi 3. nóv­em­ber, eða á þriðju­dag. Sam­kvæmt henni verða skólar áfram opnir en grímu­skylda verður hjá nem­endur í 5-10 bekk þar sem ekki verður hægt að virða tveggja metra regl­una. 

Í leik­skólum gildir tveggja metra reglan um kenn­ara og starfs­fólk, en þar sem lág­marks­fjar­lægð verður ekki komið við er starfs­fólki skylt að bera and­lits­grím­ur. Hámarks­fjöldi full­orð­inna í hverju rými eru tíu í leik­skól­um, nálægð­ar­tak­mörk gilda ekki um börn á leik­skóla­aldri, en fjöldi barna í hverju sótt­varna­rými skal að hámarki vera 50.

Reglu­gerðin gildir um allt skóla­starf á land­inu, en nær einnig til frí­stunda­heim­ila, félags­mið­stöðva og íþrótta- og tóm­stunda­starfs barna og ung­menna. Víð­tækt sam­ráð var haft við skóla­sam­fé­lagið við und­ir­bún­ing reglu­gerð­ar­inn­ar, meðal ann­ars við full­trúa allra skóla­stiga, Kenn­ara­sam­bands Íslands, skóla­stjórn­endur og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Helstu breyt­ingar sem reglu­gerðin felur í sér eru eft­ir­far­andi:

Leik­skól­ar:

Í leik­skólum gildir tveggja metra reglan um kenn­ara og starfs­fólk, en þar sem lág­marks­fjar­lægð verður ekki komið við er starfs­fólki skylt að bera and­lits­grím­ur. Hámarks­fjöldi full­orð­inna í hverju rými eru 10. Nálægð­ar­tak­mörk gilda ekki um börn á leik­skóla­aldri, en fjöldi barna í hverju sótt­varna­rými skal að hámarki vera 50.

For­eldrar og aðstand­endur skulu almennt ekki koma inn í skóla­bygg­ingar nema brýna nauð­syn beri til. Gestir sem koma í leik­skóla­bygg­ing­ar, svo sem starfs­fólk skóla­þjón­ustu eða vegna vöru­flutn­inga, skulu gæta að 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og bera and­lits­grím­ur.

Skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna á leik­skóla­aldri er óheim­ilt á meðan reglu­gerðin er í gildi.

Grunn­skólar og frí­stunda­starf á grunn­skóla­stigi:

Tveggja metra reglan gildir um kenn­ara og starfs­fólk í grunn­skól­um, en nota skal and­lits­grímu þar sem ekki er hægt að tryggja lág­marks­fjar­lægð. Hámarks­fjöldi full­orð­inna í hverju sótt­varna­rými í grunn­skólum er 10, en starfs­fólki er heim­ilt að fara milli hópa til að sinna kennslu og veita aðra nauð­syn­lega þjón­ustu.

Auglýsing
Nemendur í 1.-4. bekk eru und­an­þegnir tveggja metra reglu og grímu­skyldu. Hámarks­fjöldi þeirra í hverju sótt­varna­rými eru 50.

Nem­endur í 5.-10. bekk þurfa að fylgja tveggja metra reglu, en ef víkja þarf frá henni ber nem­endum að nota grímu. Að hámarki mega 25 nem­endur í 5.-10. bekk vera í hverju sótt­varna­rými.

Í sam­eig­in­legum rýmum skóla­bygg­inga, svo sem við inn­ganga, í and­dyri, á sal­erni og göng­um, er heim­ilt að víkja frá fjölda­tak­mörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nem­endur í 5.-10. bekk og starfs­fólk noti and­lits­grímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nálægð­ar­tak­mörk­un, svo sem í verk­legri kennslu og list­kennslu, skulu kenn­arar og nem­endur í 5.-10. bekk nota grím­ur.

For­eldrar og aðstand­endur skulu almennt ekki koma inn í skóla­bygg­ingar nema brýna nauð­syn beri til. Aðrir sem þurfa að koma í skóla­bygg­ing­ar, svo sem starfs­fólk skóla­þjón­ustu, kenn­arar tón­list­ar­skóla eða starfs­fólk í vöru­flutn­ing­um, skulu gæta að 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og bera and­lits­grím­ur.

Halda skal þeirri hópa­skipt­ingu nem­enda sem er í grunn­skóla­starfi á frí­stunda­heim­ilum þannig að þar verði ekki blöndun á milli nem­enda­hópa.

Skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna á grunn­skóla­aldri, þ.m.t. starf félags­mið­stöðva, er óheim­ilt á meðan reglu­gerðin er í gildi.

Tón­list­ar­skól­ar:

Tón­list­ar­skólum er heim­ilt að sinna ein­stak­lings­kennslu með 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun milli starfs­fólks og nem­enda. Að hámarki mega 10 ein­stak­lingar vera í sama rými, en tryggja þarf að blöndun hópa verði ekki önnur en í almennu skóla­starfi. And­lits­grímur skulu not­aðar í öllu starfi með nem­endum þar sem því verður við kom­ið.

For­eldrar og aðstand­endur skulu almennt ekki koma í tón­list­ar­skóla nema brýna nauð­syn beri til. Gestir sem þurfa að koma í skóla­bygg­ing­ar, svo sem starfs­fólk skóla­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga eða vegna vöru­flutn­inga, skulu gæta að 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og bera and­lits­grím­ur.

Fram­halds­skólar og mennta­stofn­anir sem kenna á fram­halds­skóla­stigi:

Skóla­starf er heim­ilt ef nem­endur og starfs­fólk geta haft minnst 2 metra fjar­lægð sín á milli og fjöldi nem­enda og starfs­manna fer ekki yfir 10 í hverju rými. Í áföngum á fyrsta náms­ári mega allt að 25 ein­stak­lingar deila sama rými, svo fremi sem tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga er tryggð. Blöndun nem­enda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfs­fólki er heim­ilt að fara á milli hópa.

Í sam­eig­in­legum rým­um, svo sem við inn­ganga, í and­dyri, á sal­erni og göng­um, er heim­ilt að víkja frá fjölda­tak­mörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að not­ast sé við and­lits­grímu.

Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nálægð­ar­tak­mörk­un, svo sem í verk­legri kennslu, list­kennslu, klínísku námi og kennslu nem­enda á starfs­braut­um, skulu nem­end­ur, sé þess kost­ur, og kenn­arar nota and­lits­grímu.

Aðrir við­burðir sem ekki telj­ast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skóla­bygg­ing­um. Tak­marka skal gesta­komur í skóla­bygg­ing­ar.

Heim­ilt er að halda þýð­ing­ar­mikil próf fyrir allt að 30 ein­stak­linga í vel loft­ræstum rým­um, að upp­fylltri 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og ýtr­ustu sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Háskól­ar:

Skóla­starf er heim­ilt ef nem­endur og starfs­fólk geta haft minnst 2 metra fjar­lægð sín á milli og hámarks­fjöldi nem­enda í hverri kennslu­stofu fer ekki yfir 10. Blöndun nem­enda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfs­fólki og kenn­urum er heim­ilt að fara á milli hópa.

Í sam­eig­in­legum rým­um, svo sem við inn­ganga, í and­dyri, á sal­erni og göng­um, er heim­ilt að víkja frá fjölda­tak­mörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að not­aðar séu and­lits­grím­ur. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nálægð­ar­tak­mörk­un, svo sem í verk­legri kennslu, list­kennslu og klínísku námi, er skóla­starf heim­ilt með því skil­yrði að nem­endur og kenn­arar noti and­lits­grímu.

Aðrir við­burðir sem ekki telj­ast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skóla­bygg­ing­um. Tak­marka skal gesta­komur í skóla­bygg­ing­ar.

Heim­ilt er að halda sam­keppn­is­próf, þýð­ing­ar­mikil loka­próf og stað­bundnar námslotur fyrir allt að 30 ein­stak­linga í vel loft­ræstum rým­um, að upp­fylltri 2 metra nálægð­ar­tak­mörkun og ýtr­ustu sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent