Aflands- og álandsmarkaður með gjaldeyri rennur saman í eitt

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að nýjum heildarlögum um gjaldeyrismál. Verði þau samþykkt munu aflandskrónueigendur ekki þurfa að losa fyrst eignir sínar úr landi til að geta fjárfest á Íslandi.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur áform um að leggja fram frum­varp um ný heild­ar­lög um gjald­eyr­is­mál. Drög að frum­varp­inu hafa verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Á meðal þess sem þar kemur fram er að lög um með­ferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stökum tak­mörk­un­um, og sett voru árið 2016, verða felld úr gildi. Þau lög settu sér­staka bindi­skyldu á skulda­bréfa­markað og hávaxtainn­stæður í íslenskum krónum sem hafði það mark­mið að koma í veg fyrir að krónu­eignir í eigu erlendra sjóða myndu flæða út úr land­inu eftir losun hafta. Bind­ing­ar­hlut­fallið var upp­haf­lega 40 pró­sent en var lækkað niður í 20 pró­sent í nóv­em­ber 2018, og loks fært niður í 0 pró­sent í mars 2019. 

Eftir það gátu aflandskrónu­eig­endur losað um allar aflandskrónu­eignir sínar hér­lend­is, en fyrir stærstan hóp þeirra felur sú losun í sér kaup á erlendum gjald­eyri sem hægt er að flytja á erlendan banka­reikn­ing. Þeir aflandskrónu­eig­endur sem vilja áfram fjár­festa hér á landi þurfa því að flytja gjald­eyri aftur til lands­ins og skipta í krónur til að fjár­festa á nýjan leik. 

Auglýsing
Í frum­varps­drög­unum segir að í því felist ein­hver við­skipta­kostn­að­ur. „Við brott­fall laga nr. 37/2016 verða engar tak­mark­anir á aflandskrónu­eignum eða ráð­stöfun þeirra og renna aflands- og álands­mark­aður því saman í einn mark­að.“

Seðla­bank­inn getur áfram sett höft

Til stendur að leggja frum­varpið fram í jan­úar næst­kom­andi. Til­gangur þess er, líkt og áður sagði, að setja ný heild­ar­lög um gjald­eyr­is­mál. Efni þess er að uppi­stöðu í sam­ræmi við efni gild­andi laga. Í sam­ráðs­gátt­inni kemur fram að fram­setn­ingin hafi þó verið tekin til gagn­gerar end­ur­skoð­unar „með það að mark­miði að lögin verði aðgengi­legri og hug­taka­notkun upp­færð til sam­ræmis við alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands og þá þróun sem hefur átt sér stað frá gild­is­töku núgild­andi laga.“

Í frum­varp­inu er lagt til að áréttuð verði meg­in­reglan um að gjald­eyr­is­við­skipti, fjár­magns­hreyf­ingar á milli landa og greiðslur á milli landa skuli vera frjáls, nema annað leiði af lög­um. „Gert er ráð fyrir að grípa megi til ráð­staf­ana sem fela í sér und­an­tekn­ingar frá meg­in­regl­unni í þeim til­gangi að standa vörð um efna­hags­legan stöð­ug­leika eða fjár­mála­stöð­ug­leika. Í frum­varp­inu er að finna ákvæði sem lýsa þeim ráð­stöf­unum sem Seðla­bank­inn getur gripið til í því skyni að fyr­ir­byggja óstöð­ug­leika. Um er að ræða úrræði af tvennum toga: ann­ars vegar fyr­ir­byggj­andi stjórn­tæki á sviði þjóð­hags­var­úðar og hins vegar vernd­un­ar­ráð­staf­anir (höft) við sér­stakar aðstæð­ur.“

Umsagn­ar­frestur þeirra sem vilja skila inn slíkum um drögin er til 13. nóv­em­ber.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent