Boða komu nettengdra snjallúra sem geta móttekið símtöl

Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur unnið með Apple að því í meira en ár að bjóða upp á þjónustu fyrir nettengd Apple snjallúr.

Apple úr 2019
Auglýsing

Nova opnar innan skamms þjónustu fyrir nettengd Apple snjallúr fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Þjónustan er í boði í gegnum fjarskiptakerfi Nova en stendur öllum eigendum eSIM nettengdra Apple úra til boða, óháð því hvaðan þau eru keypt,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir enn fremur að með því að fá sér nettengingu fyrir snjallúr sem Nova kallar „Úrlausn“ sé hægt að skilja símann eftir heima en hringja með úrinu og streyma tónlist án stuðnings frá snjallsíma. 

Úrlausn-þjónustan verður í boði innan skamms en hægt er að skrá sig á lista hjá Nova á nova.is og fá tilkynningu um leið og Apple opnar fyrir þjónustuna. Samtímis hefst sala á eSIM nettengdum Apple úrum í fyrsta skipti hér á landi.

Auglýsing

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, segir það vera „virkilega gaman að vera fyrst á Íslandi til að bjóða eSIM nettengingu í snjallúr á Íslandi eða Úrlausn eins og við kjósum að kalla það. Það er í takti við okkar stefnu að einfalda fólki lífið í leik og starfi. Við höfum lagt áherlu á að snjallvæða tilveruna og gera hana örlítið skemmtilegri í leiðinni. Apple Watch úrið í sjöttu útgáfu (Series 6) er ein mest spennandi tækninýjungin í dag, sérstaklega á sviði fyrirbyggjandi heilsuúrræða fyrir almenning.“

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova, segir að þau hafi verið að vinna að „þessu gríðarlega stóra verkefni“ með Apple í meira en ár.

„Apple er stærsti framleiðandi á úrum í heiminum og eru en á ný að umbylta iðnaði og venjum markaðarins. Að vera með nettengt snjallúr mun breyta notkun okkar á snjalltækjum ekki ósvipað því hvernig tilkoma Apple Pay breytti hegðun okkar með greiðslukort. Þessi vara stækkar okkar notendahóp þar sem tengdum tækjum er að fjölga verulega. Fjölgun nettengdra tækja er framtíðin í sífellt snjallari veröld,“ segir Magnús. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent