Boða komu nettengdra snjallúra sem geta móttekið símtöl

Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur unnið með Apple að því í meira en ár að bjóða upp á þjónustu fyrir nettengd Apple snjallúr.

Apple úr 2019
Auglýsing

Nova opnar innan skamms þjón­ustu fyrir nettengd Apple snjallúr fyrst íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. „Þjón­ustan er í boði í gegnum fjar­skipta­kerfi Nova en stendur öllum eig­endum eSIM nettengdra Apple úra til boða, óháð því hvaðan þau eru keypt,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá segir enn fremur að með því að fá sér netteng­ingu fyrir snjallúr sem Nova kallar „Úr­lausn“ sé hægt að skilja sím­ann eftir heima en hringja með úrinu og streyma tón­list án stuðn­ings frá snjall­síma. 

Úrlausn-­þjón­ustan verður í boði innan skamms en hægt er að skrá sig á lista hjá Nova á nova.is og fá til­kynn­ingu um leið og Apple opnar fyrir þjón­ust­una. Sam­tímis hefst sala á eSIM nettengdum Apple úrum í fyrsta skipti hér á landi.

Auglýsing

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stjóri Nova, segir það vera „virki­lega gaman að vera fyrst á Íslandi til að bjóða eSIM netteng­ingu í snjallúr á Íslandi eða Úrlausn eins og við kjósum að kalla það. Það er í takti við okkar stefnu að ein­falda fólki lífið í leik og starfi. Við höfum lagt áherlu á að snjall­væða til­ver­una og gera hana örlítið skemmti­legri í leið­inni. Apple Watch úrið í sjöttu útgáfu (Series 6) er ein mest spenn­andi tækninýj­ungin í dag, sér­stak­lega á sviði fyr­ir­byggj­andi heilsu­úr­ræða fyrir almenn­ing.“

Magnús Árna­son, fram­kvæmda­stjóri staf­rænnar þró­unar hjá Nova, segir að þau hafi verið að vinna að „þessu gríð­ar­lega stóra verk­efni“ með Apple í meira en ár.

„Apple er stærsti fram­leið­andi á úrum í heim­inum og eru en á ný að umbylta iðn­aði og venjum mark­að­ar­ins. Að vera með nettengt snjallúr mun breyta notkun okkar á snjall­tækjum ekki ósvipað því hvernig til­koma Apple Pay breytti hegðun okkar með greiðslu­kort. Þessi vara stækkar okkar not­enda­hóp þar sem tengdum tækjum er að fjölga veru­lega. Fjölgun nettengdra tækja er fram­tíðin í sífellt snjall­ari ver­öld,“ segir Magn­ús. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent