Óli vill taka við forystusætinu af Steingrími í Norðausturkjördæmi

Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur boðað að hann vilji leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG hefur einnig hug á sæti ofarlega á lista í þessu sterka vígi flokksins.

Óli Halldórsson og Kári Gautason hafa í vikunni lýst því yfir að þeir vilji vera í fararbroddi hjá VG í Norðausturkjördæmi. Óli vill leiðtogasæti listans.
Óli Halldórsson og Kári Gautason hafa í vikunni lýst því yfir að þeir vilji vera í fararbroddi hjá VG í Norðausturkjördæmi. Óli vill leiðtogasæti listans.
Auglýsing

Óli Halldórsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi, boðar í kvöld að hann muni sækjast eftir oddvitasætinu á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.

Ljóst er að nýtt andlit verður í því sæti fyrir næstu kosningar, en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og fyrrverandi formaður flokksins tilkynnti um liðna helgi að hann ætlaði sér að hætta beinni stjórnmálaþátttöku eftir kjörtímabilið sem er að líða.

Hann hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi allt frá því að flokkurinn bauð fyrst fram til Alþingis árið 1999.

Fyrir í kjördæminu er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem verið hefur í öðru sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í undanförnum kosningum og setið á þingi frá 2013.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur verið þingmaður VG í Norðausturkjördæmi frá 2013.

Framkvæmdastjóri þingflokksins ætlar einnig fram

Óli er ekki einn um að vilja koma inn í forystusveitina í kjördæminu, því í gær greindi Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna og Vopnfirðingur, sömuleiðis frá því að hann myndi gefa kost á sér „ofarlega“ á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar.

Auglýsing

Óli segir í tilkynningu á Facebook í kvöld að hann muni bjóða sig fram til þess að vera í forystu VG á sínum heimavelli og „leiða framboðið“, en hann er varaþingmaður flokksins í dag og hefur tekið sæti á þingi á þessu kjörtímabili.

Hann bauð sig fram til þess að verða varaformaður Vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar haustið 2017, en laut þá í lægra haldi fyrir Edward H. Huijbens, sem gegndi embættinu þar til í fyrra, er Guðmundur Ingi Guðbrandsson utanþingsráðherra flokksins tók við því kefli.

„Við fjölskyldan höfum fengist við ýmis verkefni undanfarið og erum tilbúin í nýtt ævintýri. Hvað félagar mínir vilja svo gera með þetta kemur í ljós seinna í vetur þegar hreyfingin velur sitt byrjunarlið,“ segir Óli í framboðstilkynningu sinni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent