Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs

Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.

Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Auglýsing

Penn­syl­van­ía, Nevada, Georgía, Norð­ur­-Kar­ólína og Arizona. Þetta eru ríkin fimm þar sem enn virð­ist ein­hver vafi leika um það hvort Joe Biden eða Don­ald Trump fengu fleiri atkvæði í kosn­ing­unum á þriðju­dag.

Reyndar telja margir að Arizona hafi tví­mæla­laust fallið Biden í skaut, en ekki allir fjöl­miðlar og talnarýnendur hafa þorað að segja til um það með vissu. Fox News reið á vaðið og lýsti yfir sigri Biden í rík­inu til­tölu­lega snemma og vakti með því reiði Trump og banda­manna hans, sem töldu Fox hafa hlaupið á sig og lýst yfir Biden sigri í rík­inu of snemma, Trump ætti enn mögu­leika. 

Arnon Mis­hk­in, aðal­töl­fræð­ingur Fox News, hefur þó varið mat sitt og sagt ómögu­legt, miðað við þau gögn sem hans teymi hafi yfir að ráða, að Trump nái að klóra nægi­lega í bakk­ann með þeim atkvæðum sem sein­ast kæmu til taln­ing­ar. AP-frétta­stofan hefur sömu­leiðis lýst yfir sigri Biden í rík­inu, sem Don­ald Trump hafði betur í gegn Hill­ary Clinton árið 2016.

Auglýsing

Ekki virð­ist alveg bitið úr nál­inni með það, en sam­kvæmt nýj­ustu birtu tölum frá Maricopa-­sýslu, þar sem rík­is­höf­uð­borgin Phoenix er stað­sett, er Trump að saxa nægi­lega mikið á for­skot Biden til þess að eiga mögu­leika á sigri í rík­inu, en hann þarf tæp­lega tvo þriðju hluta allra atkvæða sem ótalin eru til að hafa bet­ur. 

Það er þó ekk­ert víst að það haldi áfram og enn munar tæp­lega 70 þús­und atkvæð­um. Það verður þó fróð­legt að sjá hvort það fari svo að Fox News og AP þurfi að draga yfir­lýs­ingar sínar til baka, með skottið á milli lapp­anna.

Arizona-­ríki skiptir þó litlu máli fyrir loka­út­komu kosn­ing­anna, ef Biden fær fleiri atkvæði í Penn­syl­van­íu, eins og margt bendir til. Þá fengi hann 20 kjör­menn og sama hvort honum eru gefnir 253 eða 264 kjör­menn í dag mun hann þá fara yfir töfra­töl­una 270, sem tryggir sig­ur­inn.

Í Penn­syl­van­íu, rétt eins og var í Wisconsin og Michig­an-­ríkjum sem bæði féllu Biden í skaut í gær­kvöldi, endar taln­ingin á því að póst­at­kvæði eru tal­in. Póst­at­kvæðin eru eins og búist var við að yfir­gnæf­andi meiri­hluta frá demókröt­um. Ef fram heldur sem horfir mun Biden hafa bet­ur, en hann þarf um tvo þriðju allra atkvæða sem enn eru ótalin í rík­inu til að svo verði.

Teymi for­set­ans hefur þegar farið fram á að öll atkvæði í Wisconsin verði talin aft­ur, en þar hafði Biden betur með um 20.000 atkvæða mun. For­set­inn mun lík­lega fara fram á end­ur­taln­ingu í fleiri ríkj­um, ef mjótt verður á mun­um.

Joe Biden kom fram á blaða­manna­fundi í gær og lýsti því yfir að hann væri þess full­viss að fá alla­vega 270 kjör­menn. Hann gekk samt ekki alla leið og lýsti yfir sigri, en ljóst er að honum dugar að hafa betur í Penn­syl­vaníu eða Arizona og Nevada, til þess að landa sigri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent