Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs

Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.

Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Auglýsing

Penn­syl­van­ía, Nevada, Georgía, Norð­ur­-Kar­ólína og Arizona. Þetta eru ríkin fimm þar sem enn virð­ist ein­hver vafi leika um það hvort Joe Biden eða Don­ald Trump fengu fleiri atkvæði í kosn­ing­unum á þriðju­dag.

Reyndar telja margir að Arizona hafi tví­mæla­laust fallið Biden í skaut, en ekki allir fjöl­miðlar og talnarýnendur hafa þorað að segja til um það með vissu. Fox News reið á vaðið og lýsti yfir sigri Biden í rík­inu til­tölu­lega snemma og vakti með því reiði Trump og banda­manna hans, sem töldu Fox hafa hlaupið á sig og lýst yfir Biden sigri í rík­inu of snemma, Trump ætti enn mögu­leika. 

Arnon Mis­hk­in, aðal­töl­fræð­ingur Fox News, hefur þó varið mat sitt og sagt ómögu­legt, miðað við þau gögn sem hans teymi hafi yfir að ráða, að Trump nái að klóra nægi­lega í bakk­ann með þeim atkvæðum sem sein­ast kæmu til taln­ing­ar. AP-frétta­stofan hefur sömu­leiðis lýst yfir sigri Biden í rík­inu, sem Don­ald Trump hafði betur í gegn Hill­ary Clinton árið 2016.

Auglýsing

Ekki virð­ist alveg bitið úr nál­inni með það, en sam­kvæmt nýj­ustu birtu tölum frá Maricopa-­sýslu, þar sem rík­is­höf­uð­borgin Phoenix er stað­sett, er Trump að saxa nægi­lega mikið á for­skot Biden til þess að eiga mögu­leika á sigri í rík­inu, en hann þarf tæp­lega tvo þriðju hluta allra atkvæða sem ótalin eru til að hafa bet­ur. 

Það er þó ekk­ert víst að það haldi áfram og enn munar tæp­lega 70 þús­und atkvæð­um. Það verður þó fróð­legt að sjá hvort það fari svo að Fox News og AP þurfi að draga yfir­lýs­ingar sínar til baka, með skottið á milli lapp­anna.

Arizona-­ríki skiptir þó litlu máli fyrir loka­út­komu kosn­ing­anna, ef Biden fær fleiri atkvæði í Penn­syl­van­íu, eins og margt bendir til. Þá fengi hann 20 kjör­menn og sama hvort honum eru gefnir 253 eða 264 kjör­menn í dag mun hann þá fara yfir töfra­töl­una 270, sem tryggir sig­ur­inn.

Í Penn­syl­van­íu, rétt eins og var í Wisconsin og Michig­an-­ríkjum sem bæði féllu Biden í skaut í gær­kvöldi, endar taln­ingin á því að póst­at­kvæði eru tal­in. Póst­at­kvæðin eru eins og búist var við að yfir­gnæf­andi meiri­hluta frá demókröt­um. Ef fram heldur sem horfir mun Biden hafa bet­ur, en hann þarf um tvo þriðju allra atkvæða sem enn eru ótalin í rík­inu til að svo verði.

Teymi for­set­ans hefur þegar farið fram á að öll atkvæði í Wisconsin verði talin aft­ur, en þar hafði Biden betur með um 20.000 atkvæða mun. For­set­inn mun lík­lega fara fram á end­ur­taln­ingu í fleiri ríkj­um, ef mjótt verður á mun­um.

Joe Biden kom fram á blaða­manna­fundi í gær og lýsti því yfir að hann væri þess full­viss að fá alla­vega 270 kjör­menn. Hann gekk samt ekki alla leið og lýsti yfir sigri, en ljóst er að honum dugar að hafa betur í Penn­syl­vaníu eða Arizona og Nevada, til þess að landa sigri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent