Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs

Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.

Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Auglýsing

Penn­syl­van­ía, Nevada, Georgía, Norð­ur­-Kar­ólína og Arizona. Þetta eru ríkin fimm þar sem enn virð­ist ein­hver vafi leika um það hvort Joe Biden eða Don­ald Trump fengu fleiri atkvæði í kosn­ing­unum á þriðju­dag.

Reyndar telja margir að Arizona hafi tví­mæla­laust fallið Biden í skaut, en ekki allir fjöl­miðlar og talnarýnendur hafa þorað að segja til um það með vissu. Fox News reið á vaðið og lýsti yfir sigri Biden í rík­inu til­tölu­lega snemma og vakti með því reiði Trump og banda­manna hans, sem töldu Fox hafa hlaupið á sig og lýst yfir Biden sigri í rík­inu of snemma, Trump ætti enn mögu­leika. 

Arnon Mis­hk­in, aðal­töl­fræð­ingur Fox News, hefur þó varið mat sitt og sagt ómögu­legt, miðað við þau gögn sem hans teymi hafi yfir að ráða, að Trump nái að klóra nægi­lega í bakk­ann með þeim atkvæðum sem sein­ast kæmu til taln­ing­ar. AP-frétta­stofan hefur sömu­leiðis lýst yfir sigri Biden í rík­inu, sem Don­ald Trump hafði betur í gegn Hill­ary Clinton árið 2016.

Auglýsing

Ekki virð­ist alveg bitið úr nál­inni með það, en sam­kvæmt nýj­ustu birtu tölum frá Maricopa-­sýslu, þar sem rík­is­höf­uð­borgin Phoenix er stað­sett, er Trump að saxa nægi­lega mikið á for­skot Biden til þess að eiga mögu­leika á sigri í rík­inu, en hann þarf tæp­lega tvo þriðju hluta allra atkvæða sem ótalin eru til að hafa bet­ur. 

Það er þó ekk­ert víst að það haldi áfram og enn munar tæp­lega 70 þús­und atkvæð­um. Það verður þó fróð­legt að sjá hvort það fari svo að Fox News og AP þurfi að draga yfir­lýs­ingar sínar til baka, með skottið á milli lapp­anna.

Arizona-­ríki skiptir þó litlu máli fyrir loka­út­komu kosn­ing­anna, ef Biden fær fleiri atkvæði í Penn­syl­van­íu, eins og margt bendir til. Þá fengi hann 20 kjör­menn og sama hvort honum eru gefnir 253 eða 264 kjör­menn í dag mun hann þá fara yfir töfra­töl­una 270, sem tryggir sig­ur­inn.

Í Penn­syl­van­íu, rétt eins og var í Wisconsin og Michig­an-­ríkjum sem bæði féllu Biden í skaut í gær­kvöldi, endar taln­ingin á því að póst­at­kvæði eru tal­in. Póst­at­kvæðin eru eins og búist var við að yfir­gnæf­andi meiri­hluta frá demókröt­um. Ef fram heldur sem horfir mun Biden hafa bet­ur, en hann þarf um tvo þriðju allra atkvæða sem enn eru ótalin í rík­inu til að svo verði.

Teymi for­set­ans hefur þegar farið fram á að öll atkvæði í Wisconsin verði talin aft­ur, en þar hafði Biden betur með um 20.000 atkvæða mun. For­set­inn mun lík­lega fara fram á end­ur­taln­ingu í fleiri ríkj­um, ef mjótt verður á mun­um.

Joe Biden kom fram á blaða­manna­fundi í gær og lýsti því yfir að hann væri þess full­viss að fá alla­vega 270 kjör­menn. Hann gekk samt ekki alla leið og lýsti yfir sigri, en ljóst er að honum dugar að hafa betur í Penn­syl­vaníu eða Arizona og Nevada, til þess að landa sigri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent