Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs

Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.

Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Auglýsing

Penn­syl­van­ía, Nevada, Georgía, Norð­ur­-Kar­ólína og Arizona. Þetta eru ríkin fimm þar sem enn virð­ist ein­hver vafi leika um það hvort Joe Biden eða Don­ald Trump fengu fleiri atkvæði í kosn­ing­unum á þriðju­dag.

Reyndar telja margir að Arizona hafi tví­mæla­laust fallið Biden í skaut, en ekki allir fjöl­miðlar og talnarýnendur hafa þorað að segja til um það með vissu. Fox News reið á vaðið og lýsti yfir sigri Biden í rík­inu til­tölu­lega snemma og vakti með því reiði Trump og banda­manna hans, sem töldu Fox hafa hlaupið á sig og lýst yfir Biden sigri í rík­inu of snemma, Trump ætti enn mögu­leika. 

Arnon Mis­hk­in, aðal­töl­fræð­ingur Fox News, hefur þó varið mat sitt og sagt ómögu­legt, miðað við þau gögn sem hans teymi hafi yfir að ráða, að Trump nái að klóra nægi­lega í bakk­ann með þeim atkvæðum sem sein­ast kæmu til taln­ing­ar. AP-frétta­stofan hefur sömu­leiðis lýst yfir sigri Biden í rík­inu, sem Don­ald Trump hafði betur í gegn Hill­ary Clinton árið 2016.

Auglýsing

Ekki virð­ist alveg bitið úr nál­inni með það, en sam­kvæmt nýj­ustu birtu tölum frá Maricopa-­sýslu, þar sem rík­is­höf­uð­borgin Phoenix er stað­sett, er Trump að saxa nægi­lega mikið á for­skot Biden til þess að eiga mögu­leika á sigri í rík­inu, en hann þarf tæp­lega tvo þriðju hluta allra atkvæða sem ótalin eru til að hafa bet­ur. 

Það er þó ekk­ert víst að það haldi áfram og enn munar tæp­lega 70 þús­und atkvæð­um. Það verður þó fróð­legt að sjá hvort það fari svo að Fox News og AP þurfi að draga yfir­lýs­ingar sínar til baka, með skottið á milli lapp­anna.

Arizona-­ríki skiptir þó litlu máli fyrir loka­út­komu kosn­ing­anna, ef Biden fær fleiri atkvæði í Penn­syl­van­íu, eins og margt bendir til. Þá fengi hann 20 kjör­menn og sama hvort honum eru gefnir 253 eða 264 kjör­menn í dag mun hann þá fara yfir töfra­töl­una 270, sem tryggir sig­ur­inn.

Í Penn­syl­van­íu, rétt eins og var í Wisconsin og Michig­an-­ríkjum sem bæði féllu Biden í skaut í gær­kvöldi, endar taln­ingin á því að póst­at­kvæði eru tal­in. Póst­at­kvæðin eru eins og búist var við að yfir­gnæf­andi meiri­hluta frá demókröt­um. Ef fram heldur sem horfir mun Biden hafa bet­ur, en hann þarf um tvo þriðju allra atkvæða sem enn eru ótalin í rík­inu til að svo verði.

Teymi for­set­ans hefur þegar farið fram á að öll atkvæði í Wisconsin verði talin aft­ur, en þar hafði Biden betur með um 20.000 atkvæða mun. For­set­inn mun lík­lega fara fram á end­ur­taln­ingu í fleiri ríkj­um, ef mjótt verður á mun­um.

Joe Biden kom fram á blaða­manna­fundi í gær og lýsti því yfir að hann væri þess full­viss að fá alla­vega 270 kjör­menn. Hann gekk samt ekki alla leið og lýsti yfir sigri, en ljóst er að honum dugar að hafa betur í Penn­syl­vaníu eða Arizona og Nevada, til þess að landa sigri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent