Þorri yngra fólks er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju og telur sig ekki eiga samleið

Aldur, menntun og stjórnmálaskoðanir er ráðandi breytur í afstöðu Íslendinga til þess hvort að aðskilja eigi ríki og kirkju. Einungis 6,4 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára telur sig eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni.

Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar.
Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar.
Auglýsing

Afger­andi meiri­hluti yngri hluta þjóð­ar­innar er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju. Alls segj­ast 68,9 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18-29 ára vera á þeirri skoðun en ein­ungis 10,6 pró­sent innan hans eru and­víg aðskiln­aði. Stuðn­ingur við aðskilnað er líka mjög mik­ill á meðal lands­manna á fer­tugs­aldri, þar sem 64,2 pró­sent eru fylgj­andi en 15,6 pró­sent and­víg. Stuðn­ing­ur­inn lækkar svo lít­il­lega á meðal lands­manna á fimm­tugs og sex­tugs­aldri en er samt meiri en and­staðan í öllum mældum ald­urs­hóp­um. Mest er and­staðan hjá lands­mönnum yfir sex­tugu þar sem 40 pró­sent eru fylgj­andi aðskiln­aði en 30,6 pró­sent eru and­víg.

Þetta eru nið­­ur­­stöður í könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sið­­mennt í byrjun árs og Kjarn­inn hefur fengið aðgang að. Nið­ur­stöður um bak­grunn svar­enda hafa ekki verið birtar áður en Kjarn­inn greindi frá hluta heild­ar­nið­ur­staðna í októ­ber. Þar kom meðal ann­ars fram að þegar allt er talið saman eru rúm­lega 54 pró­sent fremur eða mjög hlynnt aðskiln­aði ríkis og kirkju og 25,7 pró­­sent þeirra segj­­ast vera í með­­al­lagi hlynnt hon­­um. Rúm­­lega 20 pró­­sent segj­­ast vera fremur eða mjög and­víg aðskiln­að­i.

Menntun er líka mjög afger­andi breyta þegar kemur að afstöðu til aðskiln­aðar ríkis og kirkju. Þeir sem eru með grunn­skóla­próf sem æðstu menntun eru lík­leg­astir til að vera minnst á móti því að aðskiln­aður verði fram­kvæmd­ur, þótt mun fleiri innan þess hóps eru hlynntir því að af honum verði en á móti. Stuðn­ingur við aðskilnað eykst eftir því sem menntun er meiri og er þar af leið­andi mestur hjá lands­mönnum sem lokið hafa fram­halds­námi á háskóla­stigi. Innan þess hóps eru 69,5 pró­sent hlynnt aðskiln­aði, 16,1 pró­sent í með­al­lagi hlynnt en ein­ungis 14,3 pró­sent eru and­víg. 

Auglýsing
Kyn, tekjur og heim­il­is­gerð eru ekki ráð­andi breytur í afstöðu til aðskiln­aðar ríkis og kirkju en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru lík­leg­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði þegar horft er á búset­u. 

Þegar horft er á stjórn­mála­skoð­anir kemur í ljós að stuðn­ings­menn Pírata eru að uppi­stöðu mjög eða fremur fylgj­andi aðskiln­aði (87,1 pró­sent fylgj­andi og 8,5 pró­sent í með­al­lagi fylgj­and­i). Þeir sem kjósa Við­reisn (78,7 pró­sent fylgj­andi og 10,7 pró­sent í með­al­lagi fylgj­andi) og Sam­fylk­ing­una (76,5 pró­sent og 15,6 pró­sent í með­al­lagi fylgj­andi) eru ekki langt und­an. 

Rúmur meiri­hluti kjós­enda Vinstri grænna (53,5 pró­sent) eru mjög eða fremur fylgj­andi aðskiln­aði og 26,8 pró­sent þeirra eru í með­al­lagi fylgj­andi. Hjá Sjálf­stæð­is­flokki eru 29,8 pró­sent fylg­is­manna and­vígir aðskiln­aði, 45,3 pró­sent fylgj­andi og 24,8 pró­sent í með­al­lagi fylgj­and­i. 

And­staðan við aðskilnað ríkis og kirkju mælist mest í Mið­flokknum (48,8 pró­sent and­víg, 19 pró­sent fylgj­andi og 32,2 pró­sent í með­al­lagi fylgj­and­i), Fram­sókn­ar­flokkum (43,2 pró­sent and­víg, 23,1 pró­sent fylgj­andi og 33,7 pró­sent í með­al­lagi fylgj­andi) og Flokki fólks­ins (36,1 pró­sent and­víg, 29,6 pró­sent fylgj­andi og 34,3 pró­sent í með­al­lagi fylgj­and­i).

Örlítið hluti yngsta hóps­ins telur sig eiga sam­leið

Ein­ungis 6,4 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára telur sig eina mikla sam­leið með þjóð­kirkj­unni. Hjá fólki á fer­tugs­aldri er það hlut­fall 15,8 pró­sent og hjá lands­mönnum á fimm­tugs­aldri 29,1 pró­sent. Þegar horft er á fólk á aldr­inum 50 til 59 ára er hlut­fall þeirra sem telja sig eiga mikla sam­leið með þjóð­kirkj­unni 37,1 pró­sent og hjá Íslend­ingum eldri en sex­tugt er það 45,8 pró­sent. 

Heild­arsvör í þessum lið könn­un­ar­innar voru þannig að 25,7 pró­sent aðspurðra sögð­ust eiga fremur mikla eða mjög mikla sam­leið með þjóð­kirkj­unni, 25,7 pró­sent sögð­ust eiga nokkra en 48,7 pró­sent sögð­ust eiga litla eða enga sam­leið. 

Þeir sem voru með grunn­skóla­próf sem æðstu menntun voru lík­leg­astir til að eiga mikla sam­leið með þjóð­kirkj­unni en þeir sem voru með fram­halds­menntun á háskóla­stigi ólík­leg­ast­ir. 

Kjós­endur Pírata, Við­reisnar og Sam­fylk­ingar eiga minnsta sam­leið með þjóð­kirkj­unni en kjós­endur Flokks fólks­ins, Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eiga mesta sam­leið með henni. Kjós­endur Vinstri grænna eru lík­legri til að eiga litla eða enga sam­leið með kirkj­unni en mikla þó hlut­fall þeirra sem telur sig eiga sam­leið með henni sé tölu­vert hærra en hjá frjáls­lyndu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um. 

Íbúar á Suð­ur­landi og Reykja­nesi og íbúar á Norð­ur­landi eru mun lík­legri til að telja sig eiga sam­leið með þjóð­kirkj­unni en íbúar á öðrum svæðum lands­ins. Tekjur og kyn virð­ast ekki skipta telj­andi máli þegar Íslend­ingar taka afstöðu til trúar sinn­ar. Það gerir heim­il­is­gerð ekki held­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent