„Stöðvið talninguna“ segir forseti Bandaríkjanna, eins og við mátti búast

Donald Trump virðist hafa tapað forsetakosningunum og eftir því sem fleiri atkvæði eru talin í lykilríkjum skýrist sú mynd. Í dag hefur hann lýst því yfir að stöðva eigi atkvæðatalninguna og „svindlið“ sem hann hefur verið að tala um mánuðum saman.

Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
Auglýsing

Það er orðið nokkuð ljóst að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ætlar ekki að játa sig sigr­aðan fyrr en í fulla hnef­ana. Eftir því sem liðið hefur á dag­inn hafa vonir hans um sigur þrengst veru­lega, að því gefnu að öll atkvæði sem greidd voru og mót­tekin verði talin með.

Penn­syl­vanía virð­ist ætla að falla í skaut Joe Biden og þá skiptir ekki máli hvernig leikar enda í Nevada, Arizona, Norð­ur­-Kar­ólínu og Georg­íu, því kjör­menn­irnir tutt­ugu í Penn­syl­vaníu myndu fleyta Biden yfir 270 kjör­menn, óháð nið­ur­stöð­unni í hinum ríkj­unum sem enn er óvissa um.

For­set­inn og fylgitungl hans hafa byrjað her­ferð um að nú beri að hætta taln­ingu atkvæða, enda atkvæðin sem verið er að ljúka við að telja, í Penn­syl­vaníu og Georgíu til dæm­is, að miklum meiri­hluta póst­at­kvæði frá demókröt­um, sem valda því að það sax­ast á „for­skot“ Trumps. 

Af þessum sökum hefur fram­boð Trumps ákveðið að höfða dóms­mál um gildi kjör­seðla í nokkrum ríkjum nú þeg­ar, fá taln­ingu hætt eða þá að óska eftir því að atkvæði verði talin aftur í ein­staka ríkjum þar sem Biden hefur haft sig­ur.

Við­búið að þetta yrðu við­brögðin

Þetta er afar fyr­ir­sjá­an­legt, enda eru margir mán­uðir síðan að Trump byrj­aði að halda því fram að Demókra­ta­flokk­ur­inn myndi reyna að „stela kosn­ing­un­um“ af sér með póst­at­kvæð­um, sem hann hefur ítrekað full­yrt án nokk­urra stoða í raun­veru­leik­anum að leiði til kosn­inga­svindls.

Auglýsing

En Trump er búinn að sá fræjum efans um gang­verk lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­unum í huga margra kjós­enda sinna og fréttir hafa nú borist af mót­mælum fyrir utan taln­ing­ar­staði. Í Detroit í Michigan safn­að­ist hópur fólks saman í gær og kyrj­aði það sama og for­set­inn sagði á Twitter í dag: „Stöðvið taln­ing­una.“

Bandaríkjaforseti hefur haldið því fram á Twitter í dag að verið sé að stela kosningunum frá honum. Tíst hans hafa verið falin og þeim er ekki hægt að dreifa.Reyndar eru mót­mælin mis­jöfn eftir ríkj­um. Í Phoenix í Arizona, þar sem póst­at­kvæði voru talin fyrst og for­set­inn hefur verið að saxa á „for­skot“ Bidens, söfn­uð­ust stuðn­ings­menn Trumps saman og kröfð­ust þess að hvert ein­asta atkvæði yrði talið. 

Í Arizona hefur sú sam­sær­is­kenn­ing verið á flugi að kjós­endur í Maricopa-­sýslu, þar sem repúblikanar eru í meiri­hluta þeirra sem kusu á kjör­dag, hafi verið látnir kjósa með tús­spennum sem taln­ing­ar­vél­arnar lesi ekki. Þetta er ekki rétt.

Form­leg nið­ur­staða gæti verið langt undan

Þrátt fyrir að flest bendi til þess að Joe Biden verði fljót­lega kom­inn upp í 270 kjör­menn, er ljóst að nið­ur­staða taln­ingar í ein­staka ríkjum gæti orðið deilu­efni í dóm­sölum vikum og mögu­lega mán­uðum sam­an. Þessi mál virð­ast ætla að verða fjöl­mörg og mis­mun­andi.

Eitt dæmi: Í Penn­syl­van­íu-­ríki er lög­mætt sam­kvæmt reglum rík­is­ins að telja öll atkvæði sem eru póst­lögð fyrir kjör­dag eða á kjör­dag og ber­ast á áfanga­stað innan þriggja daga frá kjör­degi. Lög­mannateymi Trumps er að reyna að koma í veg fyrir að þau atkvæði sem koma í hús með lög­mætum hætti verði tal­in. 

Óljóst er hversu mörg þau verða og hvort slíkt sé lík­legt til að hafa áhrif á nið­ur­stöð­una í rík­inu, sem Trump verður að vinna, ætli hann að eygja nokkurn mögu­leika.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent