„Stöðvið talninguna“ segir forseti Bandaríkjanna, eins og við mátti búast

Donald Trump virðist hafa tapað forsetakosningunum og eftir því sem fleiri atkvæði eru talin í lykilríkjum skýrist sú mynd. Í dag hefur hann lýst því yfir að stöðva eigi atkvæðatalninguna og „svindlið“ sem hann hefur verið að tala um mánuðum saman.

Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
Auglýsing

Það er orðið nokkuð ljóst að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ætlar ekki að játa sig sigr­aðan fyrr en í fulla hnef­ana. Eftir því sem liðið hefur á dag­inn hafa vonir hans um sigur þrengst veru­lega, að því gefnu að öll atkvæði sem greidd voru og mót­tekin verði talin með.

Penn­syl­vanía virð­ist ætla að falla í skaut Joe Biden og þá skiptir ekki máli hvernig leikar enda í Nevada, Arizona, Norð­ur­-Kar­ólínu og Georg­íu, því kjör­menn­irnir tutt­ugu í Penn­syl­vaníu myndu fleyta Biden yfir 270 kjör­menn, óháð nið­ur­stöð­unni í hinum ríkj­unum sem enn er óvissa um.

For­set­inn og fylgitungl hans hafa byrjað her­ferð um að nú beri að hætta taln­ingu atkvæða, enda atkvæðin sem verið er að ljúka við að telja, í Penn­syl­vaníu og Georgíu til dæm­is, að miklum meiri­hluta póst­at­kvæði frá demókröt­um, sem valda því að það sax­ast á „for­skot“ Trumps. 

Af þessum sökum hefur fram­boð Trumps ákveðið að höfða dóms­mál um gildi kjör­seðla í nokkrum ríkjum nú þeg­ar, fá taln­ingu hætt eða þá að óska eftir því að atkvæði verði talin aftur í ein­staka ríkjum þar sem Biden hefur haft sig­ur.

Við­búið að þetta yrðu við­brögðin

Þetta er afar fyr­ir­sjá­an­legt, enda eru margir mán­uðir síðan að Trump byrj­aði að halda því fram að Demókra­ta­flokk­ur­inn myndi reyna að „stela kosn­ing­un­um“ af sér með póst­at­kvæð­um, sem hann hefur ítrekað full­yrt án nokk­urra stoða í raun­veru­leik­anum að leiði til kosn­inga­svindls.

Auglýsing

En Trump er búinn að sá fræjum efans um gang­verk lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­unum í huga margra kjós­enda sinna og fréttir hafa nú borist af mót­mælum fyrir utan taln­ing­ar­staði. Í Detroit í Michigan safn­að­ist hópur fólks saman í gær og kyrj­aði það sama og for­set­inn sagði á Twitter í dag: „Stöðvið taln­ing­una.“

Bandaríkjaforseti hefur haldið því fram á Twitter í dag að verið sé að stela kosningunum frá honum. Tíst hans hafa verið falin og þeim er ekki hægt að dreifa.Reyndar eru mót­mælin mis­jöfn eftir ríkj­um. Í Phoenix í Arizona, þar sem póst­at­kvæði voru talin fyrst og for­set­inn hefur verið að saxa á „for­skot“ Bidens, söfn­uð­ust stuðn­ings­menn Trumps saman og kröfð­ust þess að hvert ein­asta atkvæði yrði talið. 

Í Arizona hefur sú sam­sær­is­kenn­ing verið á flugi að kjós­endur í Maricopa-­sýslu, þar sem repúblikanar eru í meiri­hluta þeirra sem kusu á kjör­dag, hafi verið látnir kjósa með tús­spennum sem taln­ing­ar­vél­arnar lesi ekki. Þetta er ekki rétt.

Form­leg nið­ur­staða gæti verið langt undan

Þrátt fyrir að flest bendi til þess að Joe Biden verði fljót­lega kom­inn upp í 270 kjör­menn, er ljóst að nið­ur­staða taln­ingar í ein­staka ríkjum gæti orðið deilu­efni í dóm­sölum vikum og mögu­lega mán­uðum sam­an. Þessi mál virð­ast ætla að verða fjöl­mörg og mis­mun­andi.

Eitt dæmi: Í Penn­syl­van­íu-­ríki er lög­mætt sam­kvæmt reglum rík­is­ins að telja öll atkvæði sem eru póst­lögð fyrir kjör­dag eða á kjör­dag og ber­ast á áfanga­stað innan þriggja daga frá kjör­degi. Lög­mannateymi Trumps er að reyna að koma í veg fyrir að þau atkvæði sem koma í hús með lög­mætum hætti verði tal­in. 

Óljóst er hversu mörg þau verða og hvort slíkt sé lík­legt til að hafa áhrif á nið­ur­stöð­una í rík­inu, sem Trump verður að vinna, ætli hann að eygja nokkurn mögu­leika.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent