Hagnaður Festar minnkar

Fasteigna-olíu- og smásölufyrirtækið Festi hefur skilað hagnað af öllum flokkum starfsemi sinnar það sem af er ári. Hins vegar er hagnaðurinn nokkuð minni en á sama tíma í fyrra.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi
Auglýsing

Hagn­aður fast­eigna-ol­íu- og smá­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Festar nam 1,7 millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins og er það 16 pró­sentum minna en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­að­ur­inn jókst tölu­vert í smá­sölu­hluta fyr­ir­tæk­is­ins, en dróst nokkuð saman í annarri starf­semi þess. 

Þetta kemur fram í nýbirtu upp­gjöri Festar fyrir þriðja árs­fjórð­ung, sem nær frá júlí til sept­em­ber. Fram­legð félags­ins á því tíma­bili var nokkuð hærri en á sama tíma í fyrra, eða um 3,3 pró­sent. Aftur á móti hafði hagn­aður félags­ins dreg­ist saman og var hann rúmum fimmt­ungi minni í ár heldur en í fyrra. 

Auk­inn hagn­aður hjá Krón­unni og Elko

Ef litið er til fyrstu níu mán­uði sést að allir þættir í starf­semi Festar skil­uðu hagn­aði. Hagn­að­ur­inn er þó mis­mik­ill og hefur hann breyst tölu­vert frá sama tíma­bili í fyrra. Betur hefur gengið í smá­sölu­rekstri félags­ins, en hagn­aður af rekstri Krón­unnar hefur auk­ist úr 552 millj­ónum krónum í 584 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Einnig stórjókst hagn­aður Elko úr 47 millj­ónum króna í fyrra í 348 millj­ónir króna í ár, en Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son for­stjóri félags­ins segir rekstur raf­tækja­versl­un­ar­innar hafa verið langt umfram vænt­ing­ar. Enn fremur bendir Egg­ert á að aukn­ingin hafi átt sér stað, þrátt fyrir 70 pró­senta tekju­sam­drátt í raf­tækja­búð­inni í Leifs­stöð.

Minni hagn­aður hjá N1, fast­eigna­fé­lag­inu og lag­er­þjón­ustu

Aðra sögu er að segja um rekstur N1, en hagn­aður olíu­fé­lags­ins dróst saman úr tæpum 400 millj­ónum króna í fyrra í tæpar 30 millj­ónir í ár. Sam­drátt­inn má að mestu leyti rekja til tekju­falls í elds­neyt­is­versl­un, en þær dróg­ust saman um tæpan fimmt­ung. Þrátt fyrir það segir Egg­ert að rekstur N1 hafi gengið mjög vel í sum­ar, en að félagið hafi fundið mikið fyrir sam­komu­tak­mörk­unum í haust. 

Undir Festi er líka fast­eigna­fé­lag og Bakk­inn vöru­hót­el, sem sér um lag­er­þjón­ustu. Sam­kvæmt árs­fjórð­ungs­upp­gjör­inu hefur tekjum í þessum tveimur félögum stór­lækkað í ár, en þær voru helm­ingi minni en á sama tíma­bili í fyrra. Einnig hefur hagn­aður þeirra stór­lækk­að, úr 4,2 millj­örðum króna í fyrra niður í 130 millj­ónir króna í ár. Rekstr­ar­nið­ur­stöður þess­arra tveggja félaga er ekki sund­ur­greind frekar í upp­gjör­inu, þannig að óvíst er hvort annað þeirra hafi skilað tapi í ár.

Rekstr­ar­nið­ur­stöður Festar svipa til nið­ur­staðna smá­sölu-og olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Haga, sem Kjarn­inn fjall­aði um í síð­ustu viku. Þar juk­ust tekjur í versl­unum fyr­ir­tæk­is­ins, en dróg­ust saman um rúm­lega fimmt­ung í elds­neyt­is­sölu. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent