Áfram tap á fjölmiðla- og farsímarekstri hjá Sýn og hlutabréf í félaginu féllu skarpt

Sýn hefur tapað 402 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Áform eru uppi um að selja farsímainnviði félagsins fyrir árslok fyrir sex milljarða króna, og leigja þá svo aftur.

Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sýn hagn­að­ist um átta millj­ónir króna á þriðja árs­fjórð­ungi en hefur tapað alls 402 millj­ónum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020. Hagn­aður félags­ins á sama tíma í fyrra var 384 millj­ónir króna, en helg­að­ist að uppi­stöðu af ein­skiptis­tekjum vegna sölu á á fær­eyska félag­inu Hey upp á 817 millj­­ónir króna í byrjun árs í fyrra. ­Sýn tap­aði 1,7 ,millj­­arði króna á árinu 2019 og hefur því tapað um 2,1 millj­­arði króna frá byrjun síð­ast árs.

Þetta má lesa út úr árs­hluta­reikn­ingi Sýnar vegna rekst­urs félags­ins frá byrjun árs og út sept­em­ber­mán­uð, sem birtur var í Kaup­höll Íslands í gær. 

Heild­ar­tekjur Sýnar vaxa milli ára. Þær voru 15,3 millj­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins en höfðu verið 14,9 millj­­arðar króna á sama tíma­bili 2019. Tekju­hækk­­unin er að öllu leyti til­­komin vegna þess að tekjur End­or, upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tækis sem stýrir ofur­­­tölvum sem Sýn keypti í fyrra, komu inn í sam­­stæð­u­­reikn­ing félags­­ins í ár. Tekjur vegna hýs­ing­­ar- og rekstr­­ar­­lausna voru því tæp­lega 1,8 millj­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 en þær voru engar í fyrra. 

Tekjur vegna fjöl­miðla­rekstur Sýnar hafa hins vegar dreg­ist mest saman á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, eða um 565 millj­ónir króna miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þær voru rúm­lega 5,7 millj­arðar króna það sem af er ári. 

Fjöl­miðla­tekj­urnar halda áfram að lækka

Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­arðar króna. 

Auglýsing
Á milli áranna 2018 og 2019 lækk­­uðu tekjur Sýnar af umræddum fjöl­miðlum um 446 millj­­ónir króna og í upp­­hafi árs 2020 var við­­skipta­vild sem var til­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keyptir lækkuð um 2,5 millj­­arða króna.

Í fjár­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­gjörs Sýnar kemur fram ayg­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla Sýnar hafi dreg­ist saman um 15 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í sam­an­burði við sama tíma­bil í fyrra, og að það sé meg­in­á­stæða þess að fjöl­miðla­tekjur hafi haldið áfram að lækka. Það er sagt að stórum hluta vegna áhrifa af yfir­stand­andi heims­far­aldri. Tekjur af sjón­varps­dreif­ingu hafi hins vegar auk­ist og jákvæð þróun er sögð í áskrift­ar­tekjum milli árs­fjórð­unga eftir að þær dróg­ust saman á fyrri hluta árs.

Annað sem verður að telj­ast jákvætt fyrir fjöl­miðla­rekstur Sýnar er að frétta­vefur sam­stæð­unn­ar, Vís­ir.is, hefur verið mest lesni vefur lands­ins þrjár vikur í röð, og í fimm af síð­ustu sjö vik­um. Þótt það hafi gerst endrum og sinnum að Vísir hafi farið yfir mbl.is, frétta­vef Árvak­urs, á lista Gallup yfir mest lesnu vef­ina þá hefur það aldrei áður gerst svo oft á tæp­lega tveggja mán­aða tíma­bili. Vísir er enda far­inn að aug­lýsa sig sem mest lesna vef lands­ins.

Áskor­anir á aug­lýs­inga­mark­aði

Far­síma­tekjur Sýnar drag­ast einnig mark­tækt sam­an, eða alls um 275 millj­ónir króna á árinu. Sá sam­dráttur er að mestu rak­inn til þess að reiki­tekjur hafa lækkað um 60 pró­sent. Það er bein afleið­ing af fækkun ferða­­manna til lands­ins og sam­drætti í ferðum Íslend­inga erlendis vegna COVID-19. 

­Tekjur vegna inter­net-hluta sam­stæð­unnar hafa líka lækkað um 187 millj­ónir króna það sem af er ári. Þá þróun má rekja til fækkun not­enda en sam­kvæmt upp­gjörstil­kynn­ingu hefur verið jákvæð þróun þar síð­ustu vikur og stjórn­endur vænta vaxtar á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins. 

Heiðar Guð­jóns­son, sem hefur verið for­stjóri frá því í febr­úar 2019, segir í upp­gjörstil­kynn­ing­unni að áfram séu áskor­anir á aug­lýs­inga­mark­aði og að reiki­tekjur hafi nær alfarið fallið út í upp­gjör­inu. „Á móti kemur að aðrir liðir eru á upp­leið. Ánægja við­skipta­vina er að batna hratt, sem skiptir mestu máli til lengri tíma lit­ið, og við sjáum fram á fjölgun við­skipta­vina.“

Fjár­festar hafa ekki reynst jafn jákvæðir gagn­vart upp­gjör­inu. Verð á bréfum Sýnar hefur fallið skarpt í dag, eða um tæp 13 pró­sent. Mark­aðsvirði Sýnar er um 9,2 millj­arðar króna eins og stend­ur.

Ætla að selja inn­viði fyrir sex millj­arða

Sýn greindi frá því í októ­ber að félagið væri langt komið með að ná sam­komu­lagi við erlenda fjár­­­festa um helstu skil­­mála í sölu og 20 ára end­ur­leigu á óvirkum far­síma­innviðum félags­­ins. 

Sölu­hagn­aður Sýnar gæti numið yfir sex millj­­örðum króna, gangi við­­skiptin eft­­ir.

Í árs­hluta­upp­gjör­inu segir að einka­við­ræður hafi veirð und­ir­rit­aðar 23. októ­ber og að til standi að klára samn­inga á þessu ári. Ráð­gert sé að selja selja ríf­lega 200 af um 600 senda­stöðum félags­ins til sér­staks eign­ar­halds­fé­lags sem stofnað verði utan um inn­við­ina. Mis­mun­andi útfærsla sé á því í Evr­ópu, þar sem sam­bæri­legar sölur hafi átt sér stað, hvort að örygg­is-, hita- eða raf­magns­skerfi fylgi með þegar stofnað er slíkt eign­ar­halds­fé­lag í þeim eina til­gangi að færa eign­irnar þangað inn og selja svo.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent