Alls 17 fyrirtæki hafa sótt um greiðsluskjól

Í sumar voru samþykkt lög sem gera fyrirtækjum í neyð vegna COVID-faraldursins kleift að hætta að borga af skuldbindingum sínum en fá samt vernd frá því að verða sett í gjaldþrot í allt að eitt ár.

Flest fyrirtækin sem nýta sér greiðsluskjólsleiðina eru tengd ferðaþjónustu.
Flest fyrirtækin sem nýta sér greiðsluskjólsleiðina eru tengd ferðaþjónustu.
Auglýsing

Alls hafa 17 fyr­ir­tæki sótt um svo­kall­aða greiðslu­skjól á grund­velli laga sem Alþingi sam­þykkti 16. júní síð­ast­lið­inn. Frá þessu er greint í skýrslu stjórn­valda um nýt­ingu úrræða þeirra vegna yfir­stand­andi heims­far­ald­urs, sem gerð var opin­ber fyrir helg­i. 

Í greiðslu­skjólsúr­ræð­inu, sem ætlað er fyrir fyr­ir­tæki í neyð vegna COVID-far­ald­urs­ins, felst að kröfu­hafar þeirra geta ekki fengið greitt frá þeim né er hægt að setja þau í þrot líkt og vana­legt er þegar fyr­ir­tæki geta ekki staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. Hægt er að fá heim­ild til að vera í slíku skjóli í allt að ár. Á ein­földu máli þá þurfa fyr­ir­tækin ekki að greiða reikn­inga sína og reyna þess í stað að bíða af sér storm­inn. Eins og við er að búast eru, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, flest fyr­ir­tæki sem lagt hafa umsóknir um greiðslu­skjól fyrir hér­aðs­dóm­stóla, tengd ferða­þjón­ust­u. 

Til­nefna eigin aðstoð­ar­mann

Fyr­ir­tæki í greiðslu­skjóli fá tæki­færi til að semja við kröfu­hafa með full­tingi sér­staks aðstoð­ar­manns, lög­manns eða lög­gilts end­ur­skoð­anda sem fyr­ir­tækið til­nefnir sjálft sér til aðstoð­ar. Beiðni um heim­ild til fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar er síðan beint til hér­aðs­dóms. Alls hafa 17 slíkar beiðnir verið lagðar fyrir dóm­stóla síð­ast­liðna mán­uði.

Auglýsing
Á meðal að á greiðslu­skjól­inu stendur má fyr­ir­tækið ekki ráð­stafa eignum sínum eða stofna til nýrra skuld­bind­inga nema að sér­staki aðstoð­ar­mað­ur­inn sam­þykki það eða að umrædd ráð­stöfun telj­ist vera nauð­syn­legur þáttur í dag­legum rekstri eða end­ur­skipu­lagn­ing­unni.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðið aðild­ar­fyr­ir­tækjum sínum aðstoð lög­manns án end­ur­gjalds til að glöggva sig á úrræð­inu.

Harð­lega gagn­rýnt

Við­skipta­blaðið fjall­aði um ýmis álita­efni sem komu fram í umsögnum um frum­varp um greiðslu­skjóla­leið­ina nokkrum dögum áður en það varð að lög­um. 

­Blaðið greindi meðal ann­ars frá því að umsagn­ar­að­ilar teldu margir hverjir að hluti frum­varps­ins gæti verið í and­stöðu við eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Fyr­ir­séð væri að reyna myndi á lögin fyrir dóm­stól­u­m. 

Í umfjöllun blaðs­ins var meðal ann­ars farið yfir umsögn lög­manns­stof­unnar Advel. Í henni var vakin sér­stök athygli á því að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing ætti ekki að standa til boða hvaða skuld­ara sem er, aðeins fyr­ir­tækjum sem eru raun­veru­lega rekstr­ar­hæf. Engin ástæða væri til að tefja gjald­þrota­skipti á ólíf­væn­legum atvinnu­fyr­ir­tækjum ef skuld­ar­inn hefði frjálsar hendur til þess að nýta sér aðgengi að máls­með­ferð til fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar „getur það gert það að verkum að þegar hefð­bundin gjald­þrota­skipti loks hefjast, þá kunna verð­mæti þrota­bús­ins að hafa rýrnað veru­lega.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent