Alls 17 fyrirtæki hafa sótt um greiðsluskjól

Í sumar voru samþykkt lög sem gera fyrirtækjum í neyð vegna COVID-faraldursins kleift að hætta að borga af skuldbindingum sínum en fá samt vernd frá því að verða sett í gjaldþrot í allt að eitt ár.

Flest fyrirtækin sem nýta sér greiðsluskjólsleiðina eru tengd ferðaþjónustu.
Flest fyrirtækin sem nýta sér greiðsluskjólsleiðina eru tengd ferðaþjónustu.
Auglýsing

Alls hafa 17 fyr­ir­tæki sótt um svo­kall­aða greiðslu­skjól á grund­velli laga sem Alþingi sam­þykkti 16. júní síð­ast­lið­inn. Frá þessu er greint í skýrslu stjórn­valda um nýt­ingu úrræða þeirra vegna yfir­stand­andi heims­far­ald­urs, sem gerð var opin­ber fyrir helg­i. 

Í greiðslu­skjólsúr­ræð­inu, sem ætlað er fyrir fyr­ir­tæki í neyð vegna COVID-far­ald­urs­ins, felst að kröfu­hafar þeirra geta ekki fengið greitt frá þeim né er hægt að setja þau í þrot líkt og vana­legt er þegar fyr­ir­tæki geta ekki staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. Hægt er að fá heim­ild til að vera í slíku skjóli í allt að ár. Á ein­földu máli þá þurfa fyr­ir­tækin ekki að greiða reikn­inga sína og reyna þess í stað að bíða af sér storm­inn. Eins og við er að búast eru, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, flest fyr­ir­tæki sem lagt hafa umsóknir um greiðslu­skjól fyrir hér­aðs­dóm­stóla, tengd ferða­þjón­ust­u. 

Til­nefna eigin aðstoð­ar­mann

Fyr­ir­tæki í greiðslu­skjóli fá tæki­færi til að semja við kröfu­hafa með full­tingi sér­staks aðstoð­ar­manns, lög­manns eða lög­gilts end­ur­skoð­anda sem fyr­ir­tækið til­nefnir sjálft sér til aðstoð­ar. Beiðni um heim­ild til fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar er síðan beint til hér­aðs­dóms. Alls hafa 17 slíkar beiðnir verið lagðar fyrir dóm­stóla síð­ast­liðna mán­uði.

Auglýsing
Á meðal að á greiðslu­skjól­inu stendur má fyr­ir­tækið ekki ráð­stafa eignum sínum eða stofna til nýrra skuld­bind­inga nema að sér­staki aðstoð­ar­mað­ur­inn sam­þykki það eða að umrædd ráð­stöfun telj­ist vera nauð­syn­legur þáttur í dag­legum rekstri eða end­ur­skipu­lagn­ing­unni.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðið aðild­ar­fyr­ir­tækjum sínum aðstoð lög­manns án end­ur­gjalds til að glöggva sig á úrræð­inu.

Harð­lega gagn­rýnt

Við­skipta­blaðið fjall­aði um ýmis álita­efni sem komu fram í umsögnum um frum­varp um greiðslu­skjóla­leið­ina nokkrum dögum áður en það varð að lög­um. 

­Blaðið greindi meðal ann­ars frá því að umsagn­ar­að­ilar teldu margir hverjir að hluti frum­varps­ins gæti verið í and­stöðu við eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Fyr­ir­séð væri að reyna myndi á lögin fyrir dóm­stól­u­m. 

Í umfjöllun blaðs­ins var meðal ann­ars farið yfir umsögn lög­manns­stof­unnar Advel. Í henni var vakin sér­stök athygli á því að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing ætti ekki að standa til boða hvaða skuld­ara sem er, aðeins fyr­ir­tækjum sem eru raun­veru­lega rekstr­ar­hæf. Engin ástæða væri til að tefja gjald­þrota­skipti á ólíf­væn­legum atvinnu­fyr­ir­tækjum ef skuld­ar­inn hefði frjálsar hendur til þess að nýta sér aðgengi að máls­með­ferð til fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar „getur það gert það að verkum að þegar hefð­bundin gjald­þrota­skipti loks hefjast, þá kunna verð­mæti þrota­bús­ins að hafa rýrnað veru­lega.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent