Ekki talið borga sig að reyna að lappa upp á Laugardalsvöll

Breskt ráðgjafafyrirtæki mælir með því að byggður verði nýr 15 þúsund sæta knattspyrnuleikvangur, ýmist með opnanlegu þaki eða án. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýs vallar og ætlar í viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref.

Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Auglýsing

Breskt ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hag­kvæm­asti kost­ur­inn varð­andi bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu sé að byggja nýjan fót­bolta­völl með sætum fyrir 15 þús­und áhorf­endur og að ekki sé fýsi­legt til langs tíma að ráð­ast í end­ur­bætur á Laug­ar­dals­velli.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, en rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í dag að hefja við­ræður við Reykja­vík­ur­borg um næstu skref vegna bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs, að til­lögu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

„Með slíkum við­ræðum er mik­il­vægt skref stigið í þeirri veg­ferð að byggja keppn­is­að­stöðu sem stenst alþjóð­legar kröf­ur, en und­an­farin ár hefur Laug­ar­dals­völlur þurft und­an­þágur og sér­stakan við­búnað vegna keppn­i­s­leikja í alþjóð­legum mót­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Fjórir val­kostir metnir og ein­ungis nýr völlur tal­inn fýsi­legur

Við­ræð­urnar við borg­ina munu byggja á val­kosta­grein­ingu breska ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins AFL, sem varð hlut­skarp­ast í útboði sem efnt var til á evr­ópska efna­hags­svæð­inu snemma árs. Í grein­ing­unni er kostn­að­ar- og tekju­mat eft­ir­tal­inna val­kosta, auk við­skipta­á­ætl­unar og mats á efna­hags­legum þátt­um:

  1. Að núver­andi völlur verði að mestu leyti óbreytt­ur, en ráð­ist verði í lág­marks­end­ur­bætur og -lag­fær­ing­ar.
  2. Að Laug­ar­dals­völlur verði end­ur­bættur svo hann upp­fylli kröfur og staðla Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu (UEFA) og Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins (FIFA).
  3. Að byggður verði nýr 15.000 manna leik­vang­ur, með opn­an­legu þaki eða án þaks.
  4. Að byggður verði fjöl­nota­leik­vangur með 17.500 sæt­um, með opn­an­legu þaki eða án þaks.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu stjórn­valda taldi AFL að 15 þús­und manna leik­vangur án þaks væri hag­kvæm­asti kost­ur­inn, ef ein­göngu væri horft til beinna fjár­hags­legra þátta, en að hins vegar myndi slíkur leik­vangur með opn­an­legu þaki skila bestu heild­ar­nið­ur­stöð­unni með til­liti til vinnslu­virð­is, efna­hags­legra áhrifa, nýt­ingar og fleiri þátta. 

AFL tel­ur, sem áður seg­ir, að ekki sé fýsi­leg lang­tíma­lausn að fara þá leið að lappa upp á Laug­ar­dals­völl, en eldri stúka vall­ar­ins var end­ur­nýjuð og stækkuð á fyrsta ára­tug ald­ar­innar og fór sú fram­kvæmd tölu­vert umfram áætl­un, eða um meira en 600 millj­ónir króna.

Val­kosta­grein­ingin var unnin að und­ir­lagi Þjóð­ar­leik­vangs ehf., félags sem KSÍ, Reykja­vík­ur­borg og ríkið stofn­uðu til að halda utan um verk­efn­ið.

Lilja von­góð um að nýr völlur rísi á næstu 5 árum

„Laug­ar­dals­völlur var reistur af stór­hug fyrir 63 árum og hefur reynst vel – fært þjóð­inni ógleym­an­leg augna­blik og skilað íslensku knatt­spyrnu­fólki á stærstu úrslita­keppnir í heimi. Hann er hins vegar barn síns tíma og langt frá því að upp­fylla við­mið, m.a. um öryggi og aðstöðu vall­ar­gesta, aðgengi fatl­aðs fólk, aðstöðu leik­manna, dóm­ara og fjöl­miðla, hita­kerfi o.s.frv. Það er því löngu tíma­bært að ráð­ast í bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs og ég er von­góð um að hann muni rísa á næstu 5 árum,“ er haft eftir Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í til­kynn­ingu stjórn­valda. 

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ist fagna því að málið sé komið á hreyf­ing­u. 

„Nú þarf að meta hvernig haga skuli útboði á helstu verk­þátt­um, t.d. verk­efn­is­stjórn, hönnun og bygg­inga­verk­töku, en jafn­framt þurfa máls­að­ilar að semja um mik­il­væga þætti eins og eign­ar­hald, fjár­mögn­um. Ég er er fullur bjart­sýni um að lend­ing náist í því og að nýr þjóð­ar­leik­vangur rísi sem allra fyrst,“ er haft eftir Bjarna, í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent