Ekki talið borga sig að reyna að lappa upp á Laugardalsvöll

Breskt ráðgjafafyrirtæki mælir með því að byggður verði nýr 15 þúsund sæta knattspyrnuleikvangur, ýmist með opnanlegu þaki eða án. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýs vallar og ætlar í viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref.

Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Auglýsing

Breskt ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hag­kvæm­asti kost­ur­inn varð­andi bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu sé að byggja nýjan fót­bolta­völl með sætum fyrir 15 þús­und áhorf­endur og að ekki sé fýsi­legt til langs tíma að ráð­ast í end­ur­bætur á Laug­ar­dals­velli.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, en rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í dag að hefja við­ræður við Reykja­vík­ur­borg um næstu skref vegna bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs, að til­lögu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

„Með slíkum við­ræðum er mik­il­vægt skref stigið í þeirri veg­ferð að byggja keppn­is­að­stöðu sem stenst alþjóð­legar kröf­ur, en und­an­farin ár hefur Laug­ar­dals­völlur þurft und­an­þágur og sér­stakan við­búnað vegna keppn­i­s­leikja í alþjóð­legum mót­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Fjórir val­kostir metnir og ein­ungis nýr völlur tal­inn fýsi­legur

Við­ræð­urnar við borg­ina munu byggja á val­kosta­grein­ingu breska ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins AFL, sem varð hlut­skarp­ast í útboði sem efnt var til á evr­ópska efna­hags­svæð­inu snemma árs. Í grein­ing­unni er kostn­að­ar- og tekju­mat eft­ir­tal­inna val­kosta, auk við­skipta­á­ætl­unar og mats á efna­hags­legum þátt­um:

  1. Að núver­andi völlur verði að mestu leyti óbreytt­ur, en ráð­ist verði í lág­marks­end­ur­bætur og -lag­fær­ing­ar.
  2. Að Laug­ar­dals­völlur verði end­ur­bættur svo hann upp­fylli kröfur og staðla Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu (UEFA) og Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins (FIFA).
  3. Að byggður verði nýr 15.000 manna leik­vang­ur, með opn­an­legu þaki eða án þaks.
  4. Að byggður verði fjöl­nota­leik­vangur með 17.500 sæt­um, með opn­an­legu þaki eða án þaks.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu stjórn­valda taldi AFL að 15 þús­und manna leik­vangur án þaks væri hag­kvæm­asti kost­ur­inn, ef ein­göngu væri horft til beinna fjár­hags­legra þátta, en að hins vegar myndi slíkur leik­vangur með opn­an­legu þaki skila bestu heild­ar­nið­ur­stöð­unni með til­liti til vinnslu­virð­is, efna­hags­legra áhrifa, nýt­ingar og fleiri þátta. 

AFL tel­ur, sem áður seg­ir, að ekki sé fýsi­leg lang­tíma­lausn að fara þá leið að lappa upp á Laug­ar­dals­völl, en eldri stúka vall­ar­ins var end­ur­nýjuð og stækkuð á fyrsta ára­tug ald­ar­innar og fór sú fram­kvæmd tölu­vert umfram áætl­un, eða um meira en 600 millj­ónir króna.

Val­kosta­grein­ingin var unnin að und­ir­lagi Þjóð­ar­leik­vangs ehf., félags sem KSÍ, Reykja­vík­ur­borg og ríkið stofn­uðu til að halda utan um verk­efn­ið.

Lilja von­góð um að nýr völlur rísi á næstu 5 árum

„Laug­ar­dals­völlur var reistur af stór­hug fyrir 63 árum og hefur reynst vel – fært þjóð­inni ógleym­an­leg augna­blik og skilað íslensku knatt­spyrnu­fólki á stærstu úrslita­keppnir í heimi. Hann er hins vegar barn síns tíma og langt frá því að upp­fylla við­mið, m.a. um öryggi og aðstöðu vall­ar­gesta, aðgengi fatl­aðs fólk, aðstöðu leik­manna, dóm­ara og fjöl­miðla, hita­kerfi o.s.frv. Það er því löngu tíma­bært að ráð­ast í bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs og ég er von­góð um að hann muni rísa á næstu 5 árum,“ er haft eftir Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í til­kynn­ingu stjórn­valda. 

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ist fagna því að málið sé komið á hreyf­ing­u. 

„Nú þarf að meta hvernig haga skuli útboði á helstu verk­þátt­um, t.d. verk­efn­is­stjórn, hönnun og bygg­inga­verk­töku, en jafn­framt þurfa máls­að­ilar að semja um mik­il­væga þætti eins og eign­ar­hald, fjár­mögn­um. Ég er er fullur bjart­sýni um að lend­ing náist í því og að nýr þjóð­ar­leik­vangur rísi sem allra fyrst,“ er haft eftir Bjarna, í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent