Ekki talið borga sig að reyna að lappa upp á Laugardalsvöll

Breskt ráðgjafafyrirtæki mælir með því að byggður verði nýr 15 þúsund sæta knattspyrnuleikvangur, ýmist með opnanlegu þaki eða án. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýs vallar og ætlar í viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref.

Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Auglýsing

Breskt ráðgjafarfyrirtæki hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasti kosturinn varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu sé að byggja nýjan fótboltavöll með sætum fyrir 15 þúsund áhorfendur og að ekki sé fýsilegt til langs tíma að ráðast í endurbætur á Laugardalsvelli.Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum, en ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingu nýs þjóðarleikvangs, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. 

„Með slíkum viðræðum er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Fjórir valkostir metnir og einungis nýr völlur talinn fýsilegur

Viðræðurnar við borgina munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL, sem varð hlutskarpast í útboði sem efnt var til á evrópska efnahagssvæðinu snemma árs. Í greiningunni er kostnaðar- og tekjumat eftirtalinna valkosta, auk viðskiptaáætlunar og mats á efnahagslegum þáttum:

  1. Að núverandi völlur verði að mestu leyti óbreyttur, en ráðist verði í lágmarksendurbætur og -lagfæringar.
  2. Að Laugardalsvöllur verði endurbættur svo hann uppfylli kröfur og staðla Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA).
  3. Að byggður verði nýr 15.000 manna leikvangur, með opnanlegu þaki eða án þaks.
  4. Að byggður verði fjölnotaleikvangur með 17.500 sætum, með opnanlegu þaki eða án þaks.

Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu stjórnvalda taldi AFL að 15 þúsund manna leikvangur án þaks væri hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu væri horft til beinna fjárhagslegra þátta, en að hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni með tilliti til vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta. 

AFL telur, sem áður segir, að ekki sé fýsileg langtímalausn að fara þá leið að lappa upp á Laugardalsvöll, en eldri stúka vallarins var endurnýjuð og stækkuð á fyrsta áratug aldarinnar og fór sú framkvæmd töluvert umfram áætlun, eða um meira en 600 milljónir króna.

Valkostagreiningin var unnin að undirlagi Þjóðarleikvangs ehf., félags sem KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið stofnuðu til að halda utan um verkefnið.

Lilja vongóð um að nýr völlur rísi á næstu 5 árum

„Laugardalsvöllur var reistur af stórhug fyrir 63 árum og hefur reynst vel – fært þjóðinni ógleymanleg augnablik og skilað íslensku knattspyrnufólki á stærstu úrslitakeppnir í heimi. Hann er hins vegar barn síns tíma og langt frá því að uppfylla viðmið, m.a. um öryggi og aðstöðu vallargesta, aðgengi fatlaðs fólk, aðstöðu leikmanna, dómara og fjölmiðla, hitakerfi o.s.frv. Það er því löngu tímabært að ráðast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og ég er vongóð um að hann muni rísa á næstu 5 árum,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu stjórnvalda. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist fagna því að málið sé komið á hreyfingu. 

„Nú þarf að meta hvernig haga skuli útboði á helstu verkþáttum, t.d. verkefnisstjórn, hönnun og byggingaverktöku, en jafnframt þurfa málsaðilar að semja um mikilvæga þætti eins og eignarhald, fjármögnum. Ég er er fullur bjartsýni um að lending náist í því og að nýr þjóðarleikvangur rísi sem allra fyrst,“ er haft eftir Bjarna, í tilkynningu stjórnvalda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent