Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta

Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Ekki er enn búið að und­ir­rita samn­ing við Alþjóða­mat­væla­stofn­un­ina (FAO) um þá úttekt á við­skipta­háttum útgerða sem íslensk stjórn­völd boð­uðu að þau myndu hafa frum­kvæði að í nóv­em­ber í fyrra, en vonir standa til að samn­ingur verði und­ir­rit­aður um miðjan nóv­em­ber. 



Nú er eitt ár liðið frá því að málið sem varð til þess að rík­is­stjórnin ákváð að kosta þessa úttekt kom upp á yfir­borð­ið, með umfjöll­unum Kveiks og Stund­ar­innar um starf­semi Sam­herja í Namib­íu.



Skömmu eftir að málið setti íslenskt sam­fé­lag hálf­part­inn á hlið­ina sett­ist rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir niður og kom sér saman um aðgerða­lista til þess að auka traust á íslensku atvinn­u­líf­i.  Ein af þessum sjö aðgerðum var umrædd úttekt FAO. Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra átti að hafa frum­kvæði að því að alþjóða­stofn­unin myndi vinna úttekt á við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ild­ir, þar á meðal í þró­un­ar­lönd­um. 

Auglýsing


Á grund­velli úttekt­­ar­innar átti FAO svo að vinna „til­lögur til úrbóta í sam­vinnu við aðrar alþjóð­­legar stofn­­anir sem vinna að heil­brigðum við­­skipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mútum og pen­inga­þvætt­i,“ sam­­kvæmt því sem sagði í aðgerða­lista rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar.



Kjarn­inn spurði atvinnu­vega­ráðu­neytið út í stöðu máls­ins fyrir rúmum mán­uði síðan og fékk þá þau svör að búið væri að móta verk­efnið og ná sam­komu­lagi við FAO um grund­vall­ar­at­riði úttekt­ar­innar og kostun Íslands á henni. Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar hefur einnig spurst fyrir um málið og í svari sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn henn­ar, sem birt hefur verið á vef Alþing­is, er farið yfir stöðu máls­ins í meiri smá­at­rið­um.



Fjög­urra áfanga verk­efni og Ísland mun a.m.k. kosta þann fyrsta



Sam­kvæmt svari ráð­herra mun verk­efnið skipt­ast í fjóra áfanga. Ísland hefur ákveðið að fjár­magna fram­kvæmd að minnsta kosti fyrsta áfang­ans, en annar áfangi úttekt­ar­innar verður útfærður nánar þegar þeim fyrsta er lokið og svo koll af kolli.



Fyrsti áfang­inn af þessum fjórum felst í kort­lagn­ingu á þeim fisk­veiði­samn­ingum sem um er að ræða. Ráð­herra tekur sér­stak­lega fram í svari sínu að þetta verði ekki „upp­taln­ing á slíkum samn­ingum heldur grein­ing á því hvernig slíkir samn­ingar eru,“ og á það við að farið verði yfir  „hvað þeir eigi sam­eig­in­legt og hvað sé ólíkt meðal þeirra, með svæð­is­bund­inni áherslu sem taki til­lit til mis­mun­andi aðstæðna og skoði hver séu helstu efn­is­at­riði slíkra samn­inga.“



Frá mótmælum á Austurvelli í nóvember 2019. Mynd: Bára Huld Beck



„FAO telur að ekki sé til úttekt á þessu og því sé það mik­il­væg for­senda fyrir frekara starfi í þessu sam­bandi að skýra við­fangs­efnið frekar með því að skoða mis­mun­andi gerðir og eðli samn­inga og mis­mun­andi stöðu milli hinna ýmsu svæða heims­ins hvað það varð­ar. Úttekt sam­kvæmt fyrsta áfanga ætti því að vera til mik­illa bóta, ekki bara vegna næstu áfanga í þessu sam­starfs­verk­efni Íslands og FAO heldur ætti það að nýt­ast öðrum sem vinna að málum tengdum sam­skiptum þró­un­ar­ríkja við erlendar útgerð­ir,“ ­segir í svari ráð­herra.



Þar kemur einnig fram að vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hafi vinna við frá­gang forms­at­riða um úttekt­ina taf­ist og að ráðu­neytið hafi reynt að sýna því skiln­ing, en jafn­framt eftir fremsta megni reynt að þrýsta á hraða afgreiðslu máls­ins.



Talið að FAO hefði bestu sér­fræði­þekk­ing­una



Hanna Katrín spurði ráð­herra af hverju ákvörðun hefði verið tekin um að leita til FAO um gerð úttekt­ar­innar frekar en UNODC, fíkni­efna- og glæpa­skrif­stofu Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem hefur á und­an­förnum árum barist gegn spill­ingu innan fisk­veiði­geirans á heims­vísu.



Í svari ráð­herra segir að FAO sé „vissu­lega ekki eina alþjóða­stofn­unin sem sinnir starfi tengdu þessum mál­efn­um,“ en að varð­andi þetta verk­efni hefði nið­ur­staðan orðið sú að FAO væri sú stofnun sem hefði bestu sér­fræði­þekk­ingun og jafn­framt væri stefnt að því að nýta nið­ur­stöður FAO í vinnu á vett­vangi ann­arra alþjóða­stofn­ana. 



Ráð­herra vísar til yfir­lýs­inga rík­is­stjórn­ar­innar frá 19. nóv­em­ber í fyrra þar sem segir að FAO sé stærsta alþjóð­lega stofn­unin sem sinni reglu­bundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fisk­veiða og þróun sjáv­ar­út­vegs á heims­vísu. Á vett­vangi stofn­un­ar­innar hafi verið gerðir alþjóða­samn­ingar m.a. til að takast á við ólög­legar veiðar og bæta stjórn og upp­lýs­inga­gjöf með fisk­veið­um. Verk­efnið falli því vel að hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar.



Ísland gerð­ist aðili að yfir­lýs­ingu um skipu­lagða glæp­a­starf­semi í fisk­iðn­aði í nóv­em­ber í fyrra



Hanna Katrín spurði ráð­herra einnig út í svo­kall­aða „Kaup­manna­hafn­ar­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2018 um skipu­lagða alþjóð­lega glæp­a­starf­semi í fisk­iðn­að­i“. Þing­mað­ur­inn spurði hvort Ísland hefði verið aðili að henni frá upp­hafi og ef ekki, þá hvers vegna. Einnig spurði Hanna Katrín hvort Ísland hefði síðar gerst aðili að yfir­lýs­ing­unni og þá hvenær og hvers vegna.



Í svari ráð­herra er tekið fram að hvorki alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna né und­ir­stofn­anir þess hafi gefið út sér­staka yfir­lýs­ingu um hvernig verj­ast skuli alþjóð­legri glæp­a­starf­semi í fisk­iðn­aði. Kaup­manna­hafn­ar­yf­ir­lýs­ingin svo­kall­aða sé óbind­andi yfir­lýs­ing ráð­herra. En þar segir einnig að Ísland hafi ekki verið aðili að henni frá upp­hafi, heldur gerst aðili 27. nóv­em­ber 2019.



„Þar sem ráð­herra var ekki á ráð­stefn­unni í Kaup­manna­höfn und­ir­rit­aði hann ekki yfir­lýs­ing­una,“ segir í svari ráð­herra. Níu ráð­herrar tóku þátt í und­ir­ritun þess­arar yfir­lýs­ingar í upp­hafi og er tekið fram í svar­inu að ráð­herrar frá Kyrra­hafs­eyjum hafi komið til Íslands í fram­hald­inu af fund­inum í Kaup­manna­höfn, tekið þátt í ráð­stefn­unni Arctic Circle og snætt kvöld­verð með ráð­herra.



„Yf­ir­lýs­ingin er mjög áþekk sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu nor­rænu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­anna frá 2017. Hún bygg­ist, m.a. hvað fisk­veiðar snert­ir, á sömu hugsun og finna má í samn­ingi FAO um hafn­rík­is­að­gerð­ir, sem Ísland hefur með ýmsum hætti stutt, þar sem horft er til þess að við fisk­veiði­stjórnun verði upp­rættur efna­hags­legur ábati af ólög­mætum fisk­veið­um. Í fram­haldi af ráð­stefn­unni hafa nokkur ríki lýst yfir stuðn­ingi við yfir­lýs­ing­una. Meðal þeirra er Ísland sem lýsti form­lega yfir stuðn­ingi við hana og gerð­ist því aðili að henni með ráð­herra­bréfi til vörslu­að­ila, dags. 27. nóv­em­ber 2019,“ segir í svari ráð­herra.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent