Bjarni vill verða forsætisráðherra á ný

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur metnað til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í september á næsta ári og leiða hana. Hann segir núverandi stjórn hafa fundið leiðir til að útkljá mál og hefði þess vegna verið nokkuð farsæl.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann hafi metnað til að mynda rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar og leiða hana. Besta trygg­ingin til þess sé að skila góðum árangri í lok kjör­tíma­bils­ins og upp­skera svo hjá kjós­endum í kjöl­far­ið.

Þetta sagði Bjarni þar sem hann svar­aði spurn­ingum í beinu vef­streymi á Face­book-­síðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í hádeg­inu í dag. Bjarni var spurður hvort hann vildi verða for­sæt­is­ráð­herra aft­ur, en hann sat sem slíkur um nokk­urra mán­aða skeið árið 2017 þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði rík­is­stjórn með Bjartri fram­tíð og Við­reisn. 

Bjarni sagði að það sem væri nýtt í stjórn­málaum­hverf­inu í dag væri að það væri erfitt að mynda tveggja flokka stjórn. Nú væru til að mynda átta flokkar á þingi og það geri stjórn­ar­myndun flókn­ari en lengi var. 

Hann sagði að núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn situr í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokkn­um, gangi ágæt­lega. Það væri tek­ist á um stór mál sem flokk­arnir legðu hver um sig áherslu á en að það væri hluti af því að vera í sam­starfi. Bjarni sagði að hann hefði síð­ast í gær átt óform­legt sam­tal við Katrínu, for­mann Vinstri grænna, og Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, um hvað væri hægt að gera til að halda jafn­vægi í stjórn­ar­sam­starf­inu. Slík sam­töl hefðu reynst vel. „Við erum ekki alltaf sam­mála en við höfum fundið leiðir til að útkljá mál og höfum verið nokkuð far­sæl sem rík­is­stjórn vegna þess.“

Auglýsing
Síðasta rík­is­stjórn sem Bjarni leiddi, og kennd var við hann, sat í 247 daga. Hún­ var skamm­lífasta meiri­hluta­­stjórn sem ríkt hefur á Íslandi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944. Aðeins þrjár aðrar rík­­is­­stjórnir hafa setið skem­­ur, en allar hafa verið minn­i­hluta­­stjórn­­­ir.

Hún var mynduð við erf­iðar póli­tískar aðstæður þar sem stjórn­ar­kreppa hafði ríkt mán­uðum saman og búið var að reyna að ýmis­konar sam­setn­ingu á rík­is­stjórn áður en það náð­ist saman milli Sjálf­stæð­is­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn snemma árs 2017. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar var svo kynnt til leiks 10. jan­úar 2017. 

Rík­is­stjórnin varð fljótt óvin­sæl og í maí 2017 studdu ein­ungis 31,4 pró­sent lands­manna hana. Hún sprakk svo 15. sept­em­ber það ár í kjöl­far upp­reist-æru máls­ins svo­kall­aða og boðað var til nýrra kosn­inga, ári eftir að kosið hafði verið síð­ast. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór best stjórn­ar­flokk­anna þriggja úr þeim, þótt fylgið hefði dalað og þing­mönnum hans fækkað úr 21 í 16. Björt fram­tíð hvarf af þingi og Við­reisn tap­aði þremur þing­mönnum af sjö. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði svo rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sú rík­is­stjórn stefnir í að verða önnur rík­is­stjórnin af síð­ustu fimm sem mynd­aðar hafa verið til að sitja út heilt kjör­tíma­bil. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent