Bjarni vill verða forsætisráðherra á ný

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur metnað til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í september á næsta ári og leiða hana. Hann segir núverandi stjórn hafa fundið leiðir til að útkljá mál og hefði þess vegna verið nokkuð farsæl.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann hafi metnað til að mynda rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar og leiða hana. Besta trygg­ingin til þess sé að skila góðum árangri í lok kjör­tíma­bils­ins og upp­skera svo hjá kjós­endum í kjöl­far­ið.

Þetta sagði Bjarni þar sem hann svar­aði spurn­ingum í beinu vef­streymi á Face­book-­síðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í hádeg­inu í dag. Bjarni var spurður hvort hann vildi verða for­sæt­is­ráð­herra aft­ur, en hann sat sem slíkur um nokk­urra mán­aða skeið árið 2017 þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði rík­is­stjórn með Bjartri fram­tíð og Við­reisn. 

Bjarni sagði að það sem væri nýtt í stjórn­málaum­hverf­inu í dag væri að það væri erfitt að mynda tveggja flokka stjórn. Nú væru til að mynda átta flokkar á þingi og það geri stjórn­ar­myndun flókn­ari en lengi var. 

Hann sagði að núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn situr í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokkn­um, gangi ágæt­lega. Það væri tek­ist á um stór mál sem flokk­arnir legðu hver um sig áherslu á en að það væri hluti af því að vera í sam­starfi. Bjarni sagði að hann hefði síð­ast í gær átt óform­legt sam­tal við Katrínu, for­mann Vinstri grænna, og Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, um hvað væri hægt að gera til að halda jafn­vægi í stjórn­ar­sam­starf­inu. Slík sam­töl hefðu reynst vel. „Við erum ekki alltaf sam­mála en við höfum fundið leiðir til að útkljá mál og höfum verið nokkuð far­sæl sem rík­is­stjórn vegna þess.“

Auglýsing
Síðasta rík­is­stjórn sem Bjarni leiddi, og kennd var við hann, sat í 247 daga. Hún­ var skamm­lífasta meiri­hluta­­stjórn sem ríkt hefur á Íslandi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944. Aðeins þrjár aðrar rík­­is­­stjórnir hafa setið skem­­ur, en allar hafa verið minn­i­hluta­­stjórn­­­ir.

Hún var mynduð við erf­iðar póli­tískar aðstæður þar sem stjórn­ar­kreppa hafði ríkt mán­uðum saman og búið var að reyna að ýmis­konar sam­setn­ingu á rík­is­stjórn áður en það náð­ist saman milli Sjálf­stæð­is­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn snemma árs 2017. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar var svo kynnt til leiks 10. jan­úar 2017. 

Rík­is­stjórnin varð fljótt óvin­sæl og í maí 2017 studdu ein­ungis 31,4 pró­sent lands­manna hana. Hún sprakk svo 15. sept­em­ber það ár í kjöl­far upp­reist-æru máls­ins svo­kall­aða og boðað var til nýrra kosn­inga, ári eftir að kosið hafði verið síð­ast. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór best stjórn­ar­flokk­anna þriggja úr þeim, þótt fylgið hefði dalað og þing­mönnum hans fækkað úr 21 í 16. Björt fram­tíð hvarf af þingi og Við­reisn tap­aði þremur þing­mönnum af sjö. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­aði svo rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sú rík­is­stjórn stefnir í að verða önnur rík­is­stjórnin af síð­ustu fimm sem mynd­aðar hafa verið til að sitja út heilt kjör­tíma­bil. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent