Bjarni vill verða forsætisráðherra á ný

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur metnað til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í september á næsta ári og leiða hana. Hann segir núverandi stjórn hafa fundið leiðir til að útkljá mál og hefði þess vegna verið nokkuð farsæl.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og fjármála- og efnahagsráðherra, segir að hann hafi metnað til að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar og leiða hana. Besta tryggingin til þess sé að skila góðum árangri í lok kjörtímabilsins og uppskera svo hjá kjósendum í kjölfarið.

Þetta sagði Bjarni þar sem hann svaraði spurningum í beinu vefstreymi á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í hádeginu í dag. Bjarni var spurður hvort hann vildi verða forsætisráðherra aftur, en hann sat sem slíkur um nokkurra mánaða skeið árið 2017 þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 

Bjarni sagði að það sem væri nýtt í stjórnmálaumhverfinu í dag væri að það væri erfitt að mynda tveggja flokka stjórn. Nú væru til að mynda átta flokkar á þingi og það geri stjórnarmyndun flóknari en lengi var. 

Hann sagði að núverandi ríkisstjórnarsamstarf, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, gangi ágætlega. Það væri tekist á um stór mál sem flokkarnir legðu hver um sig áherslu á en að það væri hluti af því að vera í samstarfi. Bjarni sagði að hann hefði síðast í gær átt óformlegt samtal við Katrínu, formann Vinstri grænna, og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, um hvað væri hægt að gera til að halda jafnvægi í stjórnarsamstarfinu. Slík samtöl hefðu reynst vel. „Við erum ekki alltaf sammála en við höfum fundið leiðir til að útkljá mál og höfum verið nokkuð farsæl sem ríkisstjórn vegna þess.“

Auglýsing
Síðasta ríkisstjórn sem Bjarni leiddi, og kennd var við hann, sat í 247 daga. Hún var skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn sem ríkt hefur á Íslandi síðan Lýð­veldið Ísland var stofnað árið 1944. Aðeins þrjár aðrar rík­is­stjórnir hafa setið skem­ur, en allar hafa verið minni­hluta­stjórn­ir.

Hún var mynduð við erfiðar pólitískar aðstæður þar sem stjórnarkreppa hafði ríkt mánuðum saman og búið var að reyna að ýmiskonar samsetningu á ríkisstjórn áður en það náðist saman milli Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisn snemma árs 2017. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var svo kynnt til leiks 10. janúar 2017. 

Ríkisstjórnin varð fljótt óvinsæl og í maí 2017 studdu einungis 31,4 prósent landsmanna hana. Hún sprakk svo 15. september það ár í kjölfar uppreist-æru málsins svokallaða og boðað var til nýrra kosninga, ári eftir að kosið hafði verið síðast. 

Sjálfstæðisflokkurinn fór best stjórnarflokkanna þriggja úr þeim, þótt fylgið hefði dalað og þingmönnum hans fækkað úr 21 í 16. Björt framtíð hvarf af þingi og Viðreisn tapaði þremur þingmönnum af sjö. 

Sjálfstæðisflokkurinn myndaði svo ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Sú ríkisstjórn stefnir í að verða önnur ríkisstjórnin af síðustu fimm sem myndaðar hafa verið til að sitja út heilt kjörtímabil. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent