Pfizer sækir um leyfi fyrir dreifingu bóluefnis á næstu dögum

Bóluefni Pfizer og BioNTech er sagt hafa 95 prósent virkni og engar alvarlegar aukaverkanir, samkvæmt nýjum niðurstöðum. Pfizer ætlar að sækja um leyfi til dreifingar í Bandaríkjunum á næstu dögum.

Pfizer
Auglýsing

Lyfja­fram­leið­and­inn Pfizer hefur gefið út frek­ari nið­ur­stöður úr til­raunum sínum á COVID-19 bólu­efn­inu sem þróað var í sam­starfi við þýska fyr­ir­tækið BioNTech og mun sækja um leyfi til þess að hefja dreif­ingu á því á allra næstu dög­um. 

Bólu­efnið er nú sagt hafa 95 pró­sent virkni og engar alvar­legar auka­verk­an­ir, en 2 pró­sent þátt­tak­enda kvört­uðu undan smá­vægi­legum haus­verk og 3,7 pró­sent þeirra sögð­ust hafa fundið fyrir þreytu eftir að hafa fengið skammt­inn. Alls tóku nærri 44 þús­und manns þátt í til­raun Pfizer og BioNTech.

Helm­ingur þeirra fékk lyf­leysu og hinn helm­ing­ur­inn bólu­efn­ið, sem gefið er í tveimur skömmtum með þriggja vikna milli­bili. Alls hafa 170 manns í hóp­unum tveimur smit­ast af COVID-19 og þar af voru 162 í lyf­leysu­hópn­um. Tíu veikt­ust alvar­lega og þar af var ein­ungis einn ein­stak­lingur sem fékk bólu­efn­ið. Virkni bólu­efn­is­ins er að sögn Pfizer og BioNTech jöfn á milli ald­urs­hópa, kynja og kyn­þátta.

Auglýsing

Pfizer ætlar sér nú að sækja um neyð­ar­leyfi til Mat­væla- og lyfja­eft­ir­lits­stofn­unar Banda­ríkj­anna (FDA) til þess að fá að hefja dreif­ingu á bólu­efn­inu þar sem fyrst. Alls segj­ast Pfizer og BioNTech get dreift 50 milljón skömmtum af efn­inu fyrir árs­lok, sem dugir fyrir 25 millj­ónir manna. 

Sam­kvæmt frétt New York Times myndi helm­ing­ur­inn af þeim skömmtum fara til Banda­ríkj­anna. Á næsta ári segj­ast fyr­ir­tækin hins vegar geta fram­leitt og dreift 1,3 millj­örðum skammta.

Evr­ópu­sam­bandið und­ir­rit­aði í síð­ustu viku samn­ing við Pfizer um kaup á 200 milljón skömmtum af bólu­efn­inu, með mögu­leika á kaupum á 100 milljón skömmtum til við­bót­ar. Íslandi er tryggður sami aðgangur að bólu­efnum sem Evr­­ópu­­sam­­bandið semur um og aðild­­ar­­ríkjum sam­­bands­ins.

Sama aðferðin hjá Pfizer og Moderna

Þetta eru enn ein góðu tíð­indin af þróun bólu­efna sem hafa borist að und­an­förnu, en á mánu­dag var sagt frá því að bólu­efni frá Moderna hefði fengið svip­aðar nið­ur­stöður og Pfizer og BioNTech í til­raunum sínum hingað til, eða yfir 90 pró­sent virkni.

Þeirri rann­sókn er þó ekki alveg lok­ið, enn er beðið eftir að fleiri þátt­tak­endur hjá Moderna smit­ist af COVID-19 til þess að vissan um virkni bólu­efn­is­ins auk­ist. P­fizer og BioNTech hafa hins vegar skilað meiri gögnum og segj­ast til­búin til þess að sækja um dreif­ing­ar­leyfi og eru því að fikra sig feti framar í þessu mikla kapp­hlaupi.

Bæði fyr­ir­tækin nýta sömu aðferð við gerð bólu­efn­is­ins, eða gena­upp­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadd­­prótein sem er að finna á yfir­­­borði kór­ón­u­veirunn­­ar, SAR­S-CoV-2. Þegar bólu­efn­inu er sprautað í ein­stak­l­inga byrja frumur lík­­am­ans að fram­­leiða sín eigin gadd­­prótein og þjálfa sig í að takast á við veiruna.

Ónæm­is­­kerfið lítur á gadd­­próteinin sem fram­andi fyr­ir­­bæri og tekur til varna með því að fram­­leiða mótefni og T-frum­­ur, sem gera kór­ón­u­veirunni erf­ið­­ara um vik við að valda bólu­­settum skaða. 

Að tvö fyr­ir­tæki sem eru að beita þess­­ari sömu aðferð, sem hefur aldrei áður verið beitt við þróun bólu­efna fyrir mann­eskj­­ur, nái bæði afbragðs­­góðum árangri í umfangs­­miklum til­­raunum á sam­an­­burð­­ar­hóp­um, er talið afar jákvætt.

Augun bein­ast að dreif­ing­unni

Varð­andi bólu­efni Pfizer og BioNTech munu nú augu margra bein­ast að því hvernig dreif­ingin mun ganga, en bólu­efnið þarf að geyma við alveg gríð­ar­legan kulda, eða allt að -80°C, sem gæti hamlað dreif­ing­unni eitt­hvað.

Bólu­efni Moderna hins vegar má geyma við lægra hita­stig, eða í allt að mánuð við 2-4 gráð­ur, sem er um það bil sama hita­stig og í ísskápnum hjá okkur flest­um.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent