Segir ófullnægjandi aðbúnað og aðstæður til umönnunar pólitíska ákvörðun

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að kórónuveiran sjálf sé algert skaðræði og í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægjandi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar séu pólitísk ákvörðun.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Heil­brigð­is­kerfið og starfs­menn þess hafa á und­an­förnum mán­uðum verið undir nærri ómennsku álagi. Deildum hefur verið umturn­að. Breyta þurfti bráða­deild í COVID-­göngu­deild yfir nótt. Loka þurfti fyrir heim­sóknir og taka upp fjar­lækn­ingar í rík­ara mæli. Starfs­fólk hefur þurft að skerða mjög per­sónu­frelsi sitt utan vinnu og leggja sig í beina hættu á vinnu­stað við umönnun COVID-­sýktra ein­stak­linga. Skinnið í lóf­unum tæt­ist upp undan ofnotkun hand­spritts og and­litið er þrútið vegna and­lits­gríma og bún­inga klukku­stundum saman á vinnu­tím­an­um. Þetta, ofan á ófull­nægj­andi aðbúnað sjúk­linga og heil­brigð­is­starfs­fólks á vinnu­stöð­um, er ekki nátt­úru­lög­mál.“

Þetta sagði Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Hún segir veiruna sjálfa algert skað­ræði og í eðli sínu eins og nátt­úru­ham­farir en ófull­nægj­andi aðbún­aður og aðstæður til umönn­unar séu póli­tísk ákvörð­un. „Það er þar sem ábyrgðin ligg­ur, hjá stjórn­völdum sem taka ákvörðun um van­fjár­mögnun okkar grunn­kerfis í heil­brigð­is­þjón­ust­unn­i.“

AuglýsingÞá benti Helga Vala á að COVID-­þreytan væri alltum­lykj­andi í sam­fé­lag­inu. „Veiran lifir enn ágætu lífi og nú, þegar smitum fækk­ar, höfum við samt lært af bit­urri reynslu að fagna ekki of snemma. Við höfum reynt það áður að lifa sem næst eðli­legu lífi en þurfa svo að bakka aftur í það ástand sem við erum í núna.

COVID-­þreytan birt­ist í spurn­ingum almenn­ings en einnig kjör­inna full­trúa um hvort ekki sé hægt að opna landa­mæri eða loka þeim, leyfa veirunni bara að hafa sinn gang, loka skólum eða opna þá og síð­ast en ekki síst að koma í veg fyrir smit til við­kvæmra hópa. Sorgin mætir aðstand­endum þeirra sem fallið hafa frá vegna veirunnar og þar vakna eðli­lega fjöl­margar spurn­ing­ar. Ég votta aðstand­endum inni­lega sam­úð,“ sagði þing­mað­ur­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent