Segir ófullnægjandi aðbúnað og aðstæður til umönnunar pólitíska ákvörðun

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að kórónuveiran sjálf sé algert skaðræði og í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægjandi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar séu pólitísk ákvörðun.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Heil­brigð­is­kerfið og starfs­menn þess hafa á und­an­förnum mán­uðum verið undir nærri ómennsku álagi. Deildum hefur verið umturn­að. Breyta þurfti bráða­deild í COVID-­göngu­deild yfir nótt. Loka þurfti fyrir heim­sóknir og taka upp fjar­lækn­ingar í rík­ara mæli. Starfs­fólk hefur þurft að skerða mjög per­sónu­frelsi sitt utan vinnu og leggja sig í beina hættu á vinnu­stað við umönnun COVID-­sýktra ein­stak­linga. Skinnið í lóf­unum tæt­ist upp undan ofnotkun hand­spritts og and­litið er þrútið vegna and­lits­gríma og bún­inga klukku­stundum saman á vinnu­tím­an­um. Þetta, ofan á ófull­nægj­andi aðbúnað sjúk­linga og heil­brigð­is­starfs­fólks á vinnu­stöð­um, er ekki nátt­úru­lög­mál.“

Þetta sagði Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Hún segir veiruna sjálfa algert skað­ræði og í eðli sínu eins og nátt­úru­ham­farir en ófull­nægj­andi aðbún­aður og aðstæður til umönn­unar séu póli­tísk ákvörð­un. „Það er þar sem ábyrgðin ligg­ur, hjá stjórn­völdum sem taka ákvörðun um van­fjár­mögnun okkar grunn­kerfis í heil­brigð­is­þjón­ust­unn­i.“

AuglýsingÞá benti Helga Vala á að COVID-­þreytan væri alltum­lykj­andi í sam­fé­lag­inu. „Veiran lifir enn ágætu lífi og nú, þegar smitum fækk­ar, höfum við samt lært af bit­urri reynslu að fagna ekki of snemma. Við höfum reynt það áður að lifa sem næst eðli­legu lífi en þurfa svo að bakka aftur í það ástand sem við erum í núna.

COVID-­þreytan birt­ist í spurn­ingum almenn­ings en einnig kjör­inna full­trúa um hvort ekki sé hægt að opna landa­mæri eða loka þeim, leyfa veirunni bara að hafa sinn gang, loka skólum eða opna þá og síð­ast en ekki síst að koma í veg fyrir smit til við­kvæmra hópa. Sorgin mætir aðstand­endum þeirra sem fallið hafa frá vegna veirunnar og þar vakna eðli­lega fjöl­margar spurn­ing­ar. Ég votta aðstand­endum inni­lega sam­úð,“ sagði þing­mað­ur­inn. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent