Segir ófullnægjandi aðbúnað og aðstæður til umönnunar pólitíska ákvörðun

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að kórónuveiran sjálf sé algert skaðræði og í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægjandi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar séu pólitísk ákvörðun.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess hafa á undanförnum mánuðum verið undir nærri ómennsku álagi. Deildum hefur verið umturnað. Breyta þurfti bráðadeild í COVID-göngudeild yfir nótt. Loka þurfti fyrir heimsóknir og taka upp fjarlækningar í ríkara mæli. Starfsfólk hefur þurft að skerða mjög persónufrelsi sitt utan vinnu og leggja sig í beina hættu á vinnustað við umönnun COVID-sýktra einstaklinga. Skinnið í lófunum tætist upp undan ofnotkun handspritts og andlitið er þrútið vegna andlitsgríma og búninga klukkustundum saman á vinnutímanum. Þetta, ofan á ófullnægjandi aðbúnað sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks á vinnustöðum, er ekki náttúrulögmál.“

Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í vikunni.

Hún segir veiruna sjálfa algert skaðræði og í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægjandi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar séu pólitísk ákvörðun. „Það er þar sem ábyrgðin liggur, hjá stjórnvöldum sem taka ákvörðun um vanfjármögnun okkar grunnkerfis í heilbrigðisþjónustunni.“

Auglýsing


Þá benti Helga Vala á að COVID-þreytan væri alltumlykjandi í samfélaginu. „Veiran lifir enn ágætu lífi og nú, þegar smitum fækkar, höfum við samt lært af biturri reynslu að fagna ekki of snemma. Við höfum reynt það áður að lifa sem næst eðlilegu lífi en þurfa svo að bakka aftur í það ástand sem við erum í núna.

COVID-þreytan birtist í spurningum almennings en einnig kjörinna fulltrúa um hvort ekki sé hægt að opna landamæri eða loka þeim, leyfa veirunni bara að hafa sinn gang, loka skólum eða opna þá og síðast en ekki síst að koma í veg fyrir smit til viðkvæmra hópa. Sorgin mætir aðstandendum þeirra sem fallið hafa frá vegna veirunnar og þar vakna eðlilega fjölmargar spurningar. Ég votta aðstandendum innilega samúð,“ sagði þingmaðurinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent