Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu

Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.

ruvmyndmorgun.jpg
Auglýsing

Félag frétta­manna á RÚV hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem sá nið­ur­skurður sem frétta­stofa RÚV stendur frammi fyrir er harð­lega gagn­rýnd­ur. Þar segir að á sama tíma og neyð­ar­á­stand ríki í sam­fé­lag­inu og aukin krafa sé gerð um stöðugar og traustar fréttir þá skýtur skökku við að skorið sé niður á frétta­stof­unni. „Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðu­gildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjöl­miðla til að stunda gagn­rýna blaða­mennsku er hætta á að aðgengi almenn­ings að nákvæmum og grein­ar­góðum upp­lýs­ingum skerð­ist. Þetta er sér­stak­lega hættu­legt á tímum upp­lýs­inga­óreið­u.“

Þremur frétta­mönnum á frétta­stofu RÚV var sagt upp í síð­ustu viku og í tölvu­pósti sem Rakel Þor­bergs­dóttir frétta­stjóri sendi á starfs­menn, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kom fram að stöðu­gildum yrði fækkað um níu frá næstu ára­mót­um. Það er um fimmt­ungur frétta­manna á frétta­stofu RÚV

Auglýsing
Ástæðan þessa er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum RÚV, skert fram­lag úr rík­is­sjóð og auk­inn kostn­aður vegna COVID-19 sem gerir það að verkum að það vantar um 600 millj­ónir króna í rekstur RÚV á árinu 2021 eigi hann að hald­ast óbreytt­ur. 

Rek­inn eftir rúm­lega ald­ar­fjórð­ungs starf

Í yfir­lýs­ingu Félags frétta­manna segir að RÚV sé hluti af almanna­varn­ar­kerf­inu og sé eina stofn­unin þar sem ekki sé veitt meira fé til rekst­urs­ins vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, heldur er þvert á móti skorið niður í fram­lögum til stofn­un­ar­inn­ar. Þá telji félagið það sæta furðu að yfir­stjórn RÚV láti þann nið­ur­skurð bitna á frétta­stof­unni, á sama tíma og störf hennar hafi sjaldan verið jafn mik­il­væg í sam­fé­lag­in­u. 

Félag frétta­manna seg­ist harma upp­sagnir vand­aðra frétta­manna, þar á meðal starfs­manns með rúm­lega ald­ar­fjórð­ungs starfs­aldur hjá stofn­un­inni. „Sá hefur átt í við­ræðum við yfir­stjórn RÚV vegna van­gold­inna yfir­vinnu­greiðslna, sem hann sann­ar­lega hefur átt rétt á. Félagið setur spurn­inga­merki við að starfs­maður sem barist hefur fyrir rétt­mætum kjörum sínum fái upp­sagn­ar­bréf áður en það mál er til lykta leitt.“

Félagið skorar á yfir­stjórn RÚV að end­ur­skoða boð­aðan nið­ur­skurð á frétta­stof­unni og á stjórn­völd að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almanna­varna­hlut­verki sínu verði ekki skert.

Vantar allt að 600 millj­ónir

Í umsögn sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi inn til fjár­laga­nefndar um frum­varpið sagði að aug­lýs­inga­tekjur RÚV verð­i um 300 millj­­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum er hátt í 80 millj­­ónir króna og geng­is­­lækkun og aðrir liðir hafa hækkað fjár­­­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­­ónir króna. 

Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða RÚV verður því 470 millj­­ónum krónum verri í ár en stefnt var að.

Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­­legri sögn Stef­áns. ­Gert ráð fyrir því í fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varp­i að fram­lög til RÚV úr rík­­is­­sjóði verði lækkuð um 310 millj­­ónir króna milli ára og verði rúm­­lega 4,5 millj­­arðar króna. Þau voru rúm­­lega 4,8 millj­­arðar króna á yfir­­stand­andi ári. 

Heild­­­ar­fjár­­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­­­mögnuð er með að mestu með inn­­heimtu útvarps­­gjalds, er áætluð fimm millj­­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­­nefndar en það sem út af stend­­­ur, 392 millj­­­ónir króna, er ætl­­­aður stuðn­­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Stefán sagði að nettó áhrif af fram­an­­greindri lækkun útvarps­­gjalds­ins yrðu mun meiri en 310 millj­­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­­samn­inga. Hann taldi að það ætti að meta áhrifin á um 400 millj­­ónir króna vegna þessa. Stefán sagði auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­­­mögnun RÚV,“ skrif­aði Stefán í umsögn sína.

 Fyr­ir­­sjá­an­­legt væri að mæta þyrfti þess­ari stöðu með breyt­ingum og sam­drætti í dag­­skrár­­gerð og frétta­­þjón­­ustu RÚV

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent