Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu

Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.

ruvmyndmorgun.jpg
Auglýsing

Félag frétta­manna á RÚV hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem sá nið­ur­skurður sem frétta­stofa RÚV stendur frammi fyrir er harð­lega gagn­rýnd­ur. Þar segir að á sama tíma og neyð­ar­á­stand ríki í sam­fé­lag­inu og aukin krafa sé gerð um stöðugar og traustar fréttir þá skýtur skökku við að skorið sé niður á frétta­stof­unni. „Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðu­gildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjöl­miðla til að stunda gagn­rýna blaða­mennsku er hætta á að aðgengi almenn­ings að nákvæmum og grein­ar­góðum upp­lýs­ingum skerð­ist. Þetta er sér­stak­lega hættu­legt á tímum upp­lýs­inga­óreið­u.“

Þremur frétta­mönnum á frétta­stofu RÚV var sagt upp í síð­ustu viku og í tölvu­pósti sem Rakel Þor­bergs­dóttir frétta­stjóri sendi á starfs­menn, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kom fram að stöðu­gildum yrði fækkað um níu frá næstu ára­mót­um. Það er um fimmt­ungur frétta­manna á frétta­stofu RÚV

Auglýsing
Ástæðan þessa er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum RÚV, skert fram­lag úr rík­is­sjóð og auk­inn kostn­aður vegna COVID-19 sem gerir það að verkum að það vantar um 600 millj­ónir króna í rekstur RÚV á árinu 2021 eigi hann að hald­ast óbreytt­ur. 

Rek­inn eftir rúm­lega ald­ar­fjórð­ungs starf

Í yfir­lýs­ingu Félags frétta­manna segir að RÚV sé hluti af almanna­varn­ar­kerf­inu og sé eina stofn­unin þar sem ekki sé veitt meira fé til rekst­urs­ins vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, heldur er þvert á móti skorið niður í fram­lögum til stofn­un­ar­inn­ar. Þá telji félagið það sæta furðu að yfir­stjórn RÚV láti þann nið­ur­skurð bitna á frétta­stof­unni, á sama tíma og störf hennar hafi sjaldan verið jafn mik­il­væg í sam­fé­lag­in­u. 

Félag frétta­manna seg­ist harma upp­sagnir vand­aðra frétta­manna, þar á meðal starfs­manns með rúm­lega ald­ar­fjórð­ungs starfs­aldur hjá stofn­un­inni. „Sá hefur átt í við­ræðum við yfir­stjórn RÚV vegna van­gold­inna yfir­vinnu­greiðslna, sem hann sann­ar­lega hefur átt rétt á. Félagið setur spurn­inga­merki við að starfs­maður sem barist hefur fyrir rétt­mætum kjörum sínum fái upp­sagn­ar­bréf áður en það mál er til lykta leitt.“

Félagið skorar á yfir­stjórn RÚV að end­ur­skoða boð­aðan nið­ur­skurð á frétta­stof­unni og á stjórn­völd að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almanna­varna­hlut­verki sínu verði ekki skert.

Vantar allt að 600 millj­ónir

Í umsögn sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi inn til fjár­laga­nefndar um frum­varpið sagði að aug­lýs­inga­tekjur RÚV verð­i um 300 millj­­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum er hátt í 80 millj­­ónir króna og geng­is­­lækkun og aðrir liðir hafa hækkað fjár­­­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­­ónir króna. 

Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða RÚV verður því 470 millj­­ónum krónum verri í ár en stefnt var að.

Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­­legri sögn Stef­áns. ­Gert ráð fyrir því í fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varp­i að fram­lög til RÚV úr rík­­is­­sjóði verði lækkuð um 310 millj­­ónir króna milli ára og verði rúm­­lega 4,5 millj­­arðar króna. Þau voru rúm­­lega 4,8 millj­­arðar króna á yfir­­stand­andi ári. 

Heild­­­ar­fjár­­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­­­mögnuð er með að mestu með inn­­heimtu útvarps­­gjalds, er áætluð fimm millj­­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­­nefndar en það sem út af stend­­­ur, 392 millj­­­ónir króna, er ætl­­­aður stuðn­­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Stefán sagði að nettó áhrif af fram­an­­greindri lækkun útvarps­­gjalds­ins yrðu mun meiri en 310 millj­­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­­samn­inga. Hann taldi að það ætti að meta áhrifin á um 400 millj­­ónir króna vegna þessa. Stefán sagði auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­­­mögnun RÚV,“ skrif­aði Stefán í umsögn sína.

 Fyr­ir­­sjá­an­­legt væri að mæta þyrfti þess­ari stöðu með breyt­ingum og sam­drætti í dag­­skrár­­gerð og frétta­­þjón­­ustu RÚV

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent