„Umgangist einungis þá sem þið búið með“

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Auglýsing

Stefan Löf­ven for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar var ómyrkur í máli er hann ávarp­aði þjóð sína í sjón­varpi í gær­kvöldi um stöðu kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í land­inu. „Um­gang­ist ein­ungis þá sem þið búið með. Ef þið búið ein, veljið einn eða að hámarki tvo vini til þess að hitta. En haldið áfram að virða fjar­lægð­ar­mörk,“ sagði Löf­ven meðal ann­ars í ávarpi sínu.

Hann hvatti lands­menn til að sýna ábyrgð í verki og slá öllu á frest sem ekki sem ekki þyrfti nauð­syn­lega að gera. Það hvernig lands­menn myndu bregð­ast við til­mælum nú myndi hafa afleið­ingar síð­ar, meðal ann­ars á hvernig jóla­haldið yrði. Og á það hverjir yrðu ennþá lif­andi um jól­in.

„Þetta hljómar kannski harka­lega. Ef til vill hrotta­lega. En raun­veru­leik­inn er einmitt svona harka­legur og hrotta­leg­ur,“ sagði Löf­ven í ávarpi sínu, sem var hans annað sjón­varps­ávarp um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn á árinu. Slík ávörp for­sæt­is­ráð­herra eru afar fátíð, en fyrir veiru­far­ald­ur­inn höfðu sænskir for­sæt­is­ráð­herrar ein­ungis tví­vegis ávarpað þjóð­ina utan hefð­bund­inna ávarpa á hátíð­is­dög­um.

Auglýsing

Far­ald­ur­inn hefur verið í örum vexti í Sví­þjóð und­an­farnar vikur og í síð­ustu viku brugð­ust yfir­völd við með því að lækka fjölda þeirra sem mættu koma saman á opin­berum fjölda­sam­komum niður í átta manns. Þessar reglur taka form­lega gildi á morg­un, 24. nóv­em­ber.  

Sænsku sýsl­urn­ar, sem hafa mikið um það að segja hvernig tak­mörk­unum er fram­fylgt innan þeirra sýslu­marka, hafa allar í sam­ein­ingu ákveðið að taka upp átta manna sam­komu­tak­mark­anir á við­burðum þar sem gestir eru sitj­andi, eins og til dæmis á íþrótta­við­burð­um. Eina und­an­tekn­ingin eru jarð­ar­far­ir, en í þær mega 20 manns mæta að hámarki.

Stjórn­ar­skráin skóp „­sænsku leið­ina“

Þessar reglur gilda þó ekki um starf­semi fyr­ir­tækja né einka­við­burði nema þeir séu leyf­is­skyldir hjá opin­berum aðil­um. Versl­an­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og veit­inga­staðir þurfa þannig ekki að fara eftir þessum stífu fjölda­tak­mörk­un­um, þrátt fyrir að mælst sé til þess að allir sýni ábyrgð og fari ekki á slíka staði.

Það er sænska leið­in, að segja fólki til í stað þess að beita vald­boði sem við liggja refs­ingar eins og flestar aðrar þjóðir Evr­ópu. Ástæðan er sænska stjórn­ar­skrá­in. Hún er í reynd lyk­ill­inn að sænsku leið­inni og hefur verið það allt frá því að veiran fór að láta á sér kræla. Hún bindur hendur sænskra yfir­valda í raun að nokkru leyti í glímunni við veiruna.

Þetta hefur ekki verið fyr­ir­ferða­mikið í frétta­flutn­ingi af við­brögðum Svía, hvorki í alþjóða­press­unni, sem hefur ýmist lof­samað eða lastað sænsku leið­ina, né heldur inn­an­lands í Sví­þjóð, þrátt fyrir að hlut­verk stjórn­ar­skrár­innar hafi reyndar verið útskýrt í innslagi sænska sjón­varps­ins SVT fyrir skemmstu.

Í stuttu máli sagt þá er eng­inn grund­völlur í stjórn­ar­skrá lands­ins fyrir nokkru sem kall­ast gæti „lock­down“ nema Sví­þjóð sé í stríði. Sænska stjórn­ar­skráin tryggir nefni­lega öllum sænskum rík­is­borg­urum frjálsa för innan landamæra kon­ungs­rík­is­ins og kemur sömu­leiðis í veg fyrir að stjórn­völd lýsi yfir neyð­ar­stigi inn­an­lands nema stríðs­á­stand rík­i. 

Nánar má fræð­ast um þetta í grein sem Lars Jon­ung, pró­fessor í hag­fræði við Háskól­ann í Lundi, skrif­aði um hlut­verk stjórn­ar­skrár­innar í við­brögðum Svía við veirunni í vefritið VoxEU fyrr á árinu.

Smit eða grunur um smit á elli- eða hjúkr­un­ar­heim­ilum í 93 af 290 sveit­ar­fé­lögum

Fjöldi smita hefur sem áður segir auk­ist hratt í Sví­þjóð und­an­farnar vikur og dauðs­föllum hefur einnig fjölg­að, þrátt fyrir að staðan sé ekki orðin neitt í lík­ingu við það þegar fyrsta bylgjan reið yfir með til­liti til sjúkra­húsinn­lagna og dauðs­falla. Þá var staðan víða þung á hjúkr­un­ar­heim­ilum og illa gekk að koma í veg fyrir að smit bær­ust til við­kvæmra hópa sem þar voru.

Sænska útvarpið SR segir frá því í dag að víða í Sví­þjóð, eða í alls 93 af 290 sveit­ar­fé­lögum lands­ins, séu nú ýmist stað­fest COVID-19 smit eða grunur um smit inni á elli- eða hjúkr­un­ar­heim­ilum sem eru rekin af hinu opin­bera. Átta sveit­ar­fé­lög segja stöð­una alvar­lega og ekki undir stjórn, en 46 sveit­ar­fé­lög segja stöð­una alvar­lega þrátt fyrir að þau hafi stjórn á útbreiðslu smit­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent