Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili

Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR segir að aðgerðir stjórn­valda vegna COVID-far­ald­urs­ins hafi ekki beinst að ein­stak­lingum og heim­ilum í nægi­legum mæli og segir að VR krefj­ist þess að stjórn­völd og fjár­mála­stofn­anir „hlusti og hefji raun­veru­legar aðgerðir til hjálpar svo hér verði ekki sama nið­ur­brot og eymd sem fylgdi í kjöl­far síð­asta hruns.“

Í færslu sem Ragnar birtir á vef VR í dag fer hann yfir þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa kynnt til sög­unnar til þessa, út frá þeim upp­lýs­ingum sem stjórn­vald hafa birt um nýt­ingu úrræð­anna hingað til og heild­ar­á­ætlun um útgjöld.

Hann segir stjórn­völd „stæra sig af því“ að hafa kynnt úrræði sem nemi um 340 millj­örðum króna til að tryggja við­spyrnu í kjöl­far far­ald­urs­ins og segir að beinn stuðn­ingur sem farið hafi til til ein­stak­linga og heim­ila hingað nemi um 7 millj­örðum króna, á meðan að fyr­ir­tæki hafi nýtt úrræði fyrir rúma 80 millj­arða króna, ýmist í formi beins stuðn­ings, ábyrgða eða til­færslna, miðað við þær tölur sem stjórn­völd hafi birt um nýt­ingu úrræð­anna.

Tafla: VR

„Beinn stuðn­ingur við ein­stak­linga og heim­ili er um 7 millj­arðar króna (m.v. birtar tölur um nýt­ingu úrræð­anna). Eins og það sé ekki nógu slæmt að svo litlir fjár­munir hafi skilað sér til heim­il­anna í sam­an­burði við fyr­ir­tækin þá hafa ein­stak­lingar og heim­ili gengið á eigin sparnað með því að taka út sér­eign­ar­sparnað sinn svo nemur 21 millj­arði króna,“ segir Ragnar Þór og bætir við að sér­eigna­sparn­aður sem tek­inn er út vegna COVID-far­ald­urs­ins sé stað­greiðslu­skyldur og þegar upp verði staðið muni um 7,5 millj­arðar skila sér til ríkis og sveit­ar­fé­laga í formi skatt­tekna.

Auglýsing

„Miðað við þau gögn sem liggja fyrir virð­ast stjórn­völd því hafa haft beinar tekjur upp á 600 millj­ónir króna umfram þær „björg­un­ar­að­gerð­ir” sem hafa runnið til heim­il­anna í land­inu, fram að þessu! Þau úrræði sem stjórn­völd hafa boðið heim­ilum hafa verið almenn, en ekki sér­sniðin eins og alþjóða­stofn­anir hafa mælst til að séu nýtt. Slík ráð­stöfun skatt­fjár getur vart talist ábyrg og efa­semdir eru um að þau hafi verið áhrifa­rík, í ljósi þess mikla sparn­aðar sem heim­ilin hafa mátt taka út til að bjarga sér sjálf út úr erf­iðum aðstæð­u­m,“ skrifar Ragnar Þór, sem tekur reyndar ekki með inn í mynd­ina þau auknu útgjöld sem fallið hafa á rík­is­sjóð vegna stór­auk­ins atvinnu­leysis í land­inu.

Er hrunið gleymt og graf­ið?

Ragnar Þór spyr hvort efna­hags­hrunið fyrir röskum ára­tug sé gleymt og grafið og hvort við höfum ekk­ert lært. „Ef það var eitt­hvað sem við hefðum átt að læra af því þá var það sá gíf­ur­legi mann­legi harm­leikur sem fylgdi í kjöl­far þess að allir „björg­un­ar­pakk­ar” mið­uðu við atvinnu- og fjár­mála­lífið og heim­ilin og ein­stak­ling­arnir gleymdust,“ skrifar for­maður VR.

Hann segir að það ætti að snúa þessu við, læra af reynsl­unni og setja mesta kraft­inn í að hjálpa ein­stak­ling­unum og heim­ilin­un­um. „Þau eru þjóð­in. Stjórn­völd eru til fyrir þjóð­ina en ekki öfugt,“ skrifar Ragnar Þór í sam­an­tekt sinni.

Tafla: VR

Hann segir mörg úrræði fyrir ein­stak­linga ekki komin til fram­kvæmda eða þau hugsuð til lengri tíma, til dæmis fram­leng­ing tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, ýmis námsúr­ræði og fjöl­mörg af þeim félags­legu úrræðum sem hafi verið kynnt.

„Þá hafa önnur úrræði án efa verið nýtt án þess að upp­lýs­ingar um það hafi verið birt­ar. Þetta á hins vegar einnig við um fyr­ir­tæk­in. Það verður ekki fram­hjá því litið að skatt­tekjur af úttekt sér­eign­ar­sparn­aðar ein­stak­linga vega upp á móti þeim beina stuðn­ingi sem heim­ilin hafa fengið í þessum far­aldri,“ skrifar Ragnar Þór.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent