Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili

Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR segir að aðgerðir stjórn­valda vegna COVID-far­ald­urs­ins hafi ekki beinst að ein­stak­lingum og heim­ilum í nægi­legum mæli og segir að VR krefj­ist þess að stjórn­völd og fjár­mála­stofn­anir „hlusti og hefji raun­veru­legar aðgerðir til hjálpar svo hér verði ekki sama nið­ur­brot og eymd sem fylgdi í kjöl­far síð­asta hruns.“

Í færslu sem Ragnar birtir á vef VR í dag fer hann yfir þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa kynnt til sög­unnar til þessa, út frá þeim upp­lýs­ingum sem stjórn­vald hafa birt um nýt­ingu úrræð­anna hingað til og heild­ar­á­ætlun um útgjöld.

Hann segir stjórn­völd „stæra sig af því“ að hafa kynnt úrræði sem nemi um 340 millj­örðum króna til að tryggja við­spyrnu í kjöl­far far­ald­urs­ins og segir að beinn stuðn­ingur sem farið hafi til til ein­stak­linga og heim­ila hingað nemi um 7 millj­örðum króna, á meðan að fyr­ir­tæki hafi nýtt úrræði fyrir rúma 80 millj­arða króna, ýmist í formi beins stuðn­ings, ábyrgða eða til­færslna, miðað við þær tölur sem stjórn­völd hafi birt um nýt­ingu úrræð­anna.

Tafla: VR

„Beinn stuðn­ingur við ein­stak­linga og heim­ili er um 7 millj­arðar króna (m.v. birtar tölur um nýt­ingu úrræð­anna). Eins og það sé ekki nógu slæmt að svo litlir fjár­munir hafi skilað sér til heim­il­anna í sam­an­burði við fyr­ir­tækin þá hafa ein­stak­lingar og heim­ili gengið á eigin sparnað með því að taka út sér­eign­ar­sparnað sinn svo nemur 21 millj­arði króna,“ segir Ragnar Þór og bætir við að sér­eigna­sparn­aður sem tek­inn er út vegna COVID-far­ald­urs­ins sé stað­greiðslu­skyldur og þegar upp verði staðið muni um 7,5 millj­arðar skila sér til ríkis og sveit­ar­fé­laga í formi skatt­tekna.

Auglýsing

„Miðað við þau gögn sem liggja fyrir virð­ast stjórn­völd því hafa haft beinar tekjur upp á 600 millj­ónir króna umfram þær „björg­un­ar­að­gerð­ir” sem hafa runnið til heim­il­anna í land­inu, fram að þessu! Þau úrræði sem stjórn­völd hafa boðið heim­ilum hafa verið almenn, en ekki sér­sniðin eins og alþjóða­stofn­anir hafa mælst til að séu nýtt. Slík ráð­stöfun skatt­fjár getur vart talist ábyrg og efa­semdir eru um að þau hafi verið áhrifa­rík, í ljósi þess mikla sparn­aðar sem heim­ilin hafa mátt taka út til að bjarga sér sjálf út úr erf­iðum aðstæð­u­m,“ skrifar Ragnar Þór, sem tekur reyndar ekki með inn í mynd­ina þau auknu útgjöld sem fallið hafa á rík­is­sjóð vegna stór­auk­ins atvinnu­leysis í land­inu.

Er hrunið gleymt og graf­ið?

Ragnar Þór spyr hvort efna­hags­hrunið fyrir röskum ára­tug sé gleymt og grafið og hvort við höfum ekk­ert lært. „Ef það var eitt­hvað sem við hefðum átt að læra af því þá var það sá gíf­ur­legi mann­legi harm­leikur sem fylgdi í kjöl­far þess að allir „björg­un­ar­pakk­ar” mið­uðu við atvinnu- og fjár­mála­lífið og heim­ilin og ein­stak­ling­arnir gleymdust,“ skrifar for­maður VR.

Hann segir að það ætti að snúa þessu við, læra af reynsl­unni og setja mesta kraft­inn í að hjálpa ein­stak­ling­unum og heim­ilin­un­um. „Þau eru þjóð­in. Stjórn­völd eru til fyrir þjóð­ina en ekki öfugt,“ skrifar Ragnar Þór í sam­an­tekt sinni.

Tafla: VR

Hann segir mörg úrræði fyrir ein­stak­linga ekki komin til fram­kvæmda eða þau hugsuð til lengri tíma, til dæmis fram­leng­ing tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, ýmis námsúr­ræði og fjöl­mörg af þeim félags­legu úrræðum sem hafi verið kynnt.

„Þá hafa önnur úrræði án efa verið nýtt án þess að upp­lýs­ingar um það hafi verið birt­ar. Þetta á hins vegar einnig við um fyr­ir­tæk­in. Það verður ekki fram­hjá því litið að skatt­tekjur af úttekt sér­eign­ar­sparn­aðar ein­stak­linga vega upp á móti þeim beina stuðn­ingi sem heim­ilin hafa fengið í þessum far­aldri,“ skrifar Ragnar Þór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent