Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði

„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­víkur segir að end­ur­skoða þurfi lagaum­hverfi leigu­mark­að­ar­ins hér á landi. Miklar breyt­ingar hafi verið gerðar á lög­gjöf um skamm­tíma­leigu, s.s. Air­bnb, en tryggja þurfi öryggi leigj­enda sem leigja hús­næði til lengri tíma. Það sé m.a. hægt að gera með því að auka heim­ildir eft­ir­lits­að­ila til að skoða leigu­hús­næði með til­liti til eld­varna og ann­ars aðbún­að­ar.



Dag­ur, sem einnig er stjórn­ar­for­maður slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, segir að átak hafi verið gert í eld­varna­eft­ir­liti í atvinnu­hús­næði þar sem vitað er að fólk býr. Heim­ildir slökkvi­liðs til slíks eft­ir­lits og þving­unar­úr­ræða ef úrbætur eru ekki gerð­ar, eru skýrar í lög­um.



„En það sem maður situr svo­lítið eftir með í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg, þar sem margt svip­aði til þeirra aðstæðna sem er að finna í óleyf­is­hús­næði og búsetu í atvinnu­hús­næði, er að þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða er ábyrgðin sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum fyrst og fremst eig­and­ans,“ segir Dagur í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann um elds­voð­ann og það sem hann afhjúpaði í aðstæðum erlends verka­fólks hér á landi. „Lög­gjaf­inn nán­ast ætl­ast ekki til aðkomu eld­varna­eft­ir­lits og slökkvi­liðs þegar íbúð­ar­hús­næði er ann­ars vegar nema þegar sótt er um að gera breyt­ingar á eldra hús­næð­i.“  



Eft­ir­lits­að­ilar séu algjör­lega háðir sam­starfi við eig­endur íbúð­ar­húsa, jafn­vel þótt að þar fari fram umfangs­mikil leigu­starf­semi og að eig­and­inn búi ein­hvers staðar allt ann­ars staðar eins og raunin var á Bræðra­borg­ar­stíg 1.  

Auglýsing



 Dagur segir að í húsa­leigu­lögum sé nán­ast gert ráð fyrir því að fólk leigi frá sér eitt her­bergi í íbúð­inni sinni eða eina hæð í hús­inu sínu og að eig­and­inn búi sjálfur á staðn­um. „Það má segja að ekki sé gert ráð fyrir því að ein­hver stundi þá atvinnu­starf­semi að leigja út til mjög margra í lang­tíma­leigu eða að koma hópi fólks fyrir í íbúð­ar­hús­næði, til dæmis erlendum verka­mönn­um, án þess að eig­and­inn búi þar sjálf­ur.“ 



Á Bræðra­borg­ar­stíg 1 bjó fjöldi erlendra verka­manna sem hver leigði sitt her­bergi. Í ítar­legri úttekt Kjarn­ans á elds­voð­anum kom fram að eld­vörnum í hús­inu, sem eru á ábyrgð eig­anda, var ábóta­vant.

Leigj­endur geti kallað eftir eld­varna­skoðun



Að mati borg­ar­stjóra hljóta sömu sjón­ar­mið að mörgu leyti að eiga við um skamm­tíma- og lang­tímagist­ingu, sér­stak­lega ef um útleigu á íbúð­ar­hús­næði er að ræða þar sem eig­and­inn býr ekki sjálf­ur. „Mér finnst mjög brýnt, að þegar nið­ur­staða rann­sóknar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg liggur fyr­ir, hafi sú stofnun for­ystu í því að fara yfir þetta reglu­verk með það að meg­in­mark­miði að tryggja öryggi leigj­enda,“ segir Dag­ur. „Ég vil að þú eigir að geta treyst því þegar þú tekur her­bergi eða íbúð á lang­tíma­leigu að þar sé búið að huga að eld­vörnum og öryggi, eða þú eigir að geta með auð­veldum hætti kallað eftir eld­varn­ar­skoð­un, á kostnað leigusala, þér að kostn­að­ar­lausu.“



Þessi staða, bæði þeirra sem leigja í íbúð­ar­hús­næði og í óleyf­is­hús­næði, hefur þró­ast mjög hratt á und­an­förnum árum. „Þetta til­tekna mál, brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg, sýnir að lög­gjöfin og reglu­verkið hefur ekki náð að taka utan um þennan veru­leika. Athyglin hefur verið á atvinnu­hús­næð­inu og óleyf­is­bú­setu þar en síður á íbúð­ar­hús­næði og það er eitt af því sem þetta mál verður að vekja alla til umhugs­unar um.“

Um 70 manns voru skráðir til heimilis að Bræðraborgarstíg 1 er bruninn varð. Mynd: Lögreglan



Um sjö­tíu manns voru skráðir til heim­ilis að Bræðra­borg­ar­stíg 1 er brun­inn varð. Þessi ranga lög­heim­il­is­skrán­ing flækti m.a. við­brögð vel­ferð­ar­þjón­ust­unnar við eft­ir­lif­endur brun­ans. Ekki tókst að hafa uppi á öllum sem raun­veru­lega bjuggu í hús­inu.



Í fram­haldi af fundi sem borg­ar­stjóri boð­aði full­trúa slökkvi­liðs, bygg­inga­full­trúa, heil­brigð­is­eft­ir­lits og fleiri á í haust var ákveðið að beina erindum til eig­enda húsa í borg­inni þar sem annað hvort margir voru skráðir til heim­ilis eða borist hafa margar ábend­ingar um Í þessum erindum var óskað eftir sam­vinnu við eig­end­ur, meðal ann­ars um að fá að fara í eft­ir­lits­ferð­ir. „Við viljum láta á sam­vinnu við eig­endur reyna og auð­vitað standa vonir okkar til þess að þessir eig­endur séu búnir að átta sig á því eld­varn­ar­eft­ir­lit getur leið­beint og bent á mjög mik­il­væga hluti. En þetta er líka hluti af ákveð­inni gagna­öflun hjá okkur til að eiga í fram­hald­inu sam­tal við lög­gjafann. Ef það kemur nú í ljós í ein­hverjum til­teknum til­vikum að ekki fæst sam­vinna, sem er ekki full­reynt á þess­ari stundu, verður auð­vitað sú spurn­ing áleitn­ari hvað eigi þá til bragðs að taka.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent