Miðflokkurinn vill að Áslaug Arna breyti útlendingalögum og „hemji útgjöld“

Miðflokkurinn vill að Alþingi feli dómsmálaráðherra að breyta útlendingalögum á yfirstandandi þingvetri. Þingflokkurinn segir kostnað vegna útlendingamála hafa fylgt „lögmálum veldisvaxtar“ og að Ísland muni ekki fá neitt við ráðið nema gripið sé inn í.

Þingflokkur Miðflokksins stendur allur á bak við þingsályktunartillögu um útlendingamál, sem lögð var fram í vikunni.
Þingflokkur Miðflokksins stendur allur á bak við þingsályktunartillögu um útlendingamál, sem lögð var fram í vikunni.
Auglýsing

Þing­flokkur Mið­flokks­ins hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um að Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur verði falið að flytja frum­varp um breyt­ingu á útlend­inga­lögum „sem hafi að mark­miði að hemja útgjöld rík­is­sjóðs til mál­efna útlend­inga og auka skil­virkni í máls­með­ferð.“

Mið­flokk­ur­inn vill að ráð­herra leggi slíkt frum­varp fram eigi síðar en 1. mars, svo lög­festa megi breyt­ing­arnar fyrir þing­lok og að „áhersla verði lögð á þau mark­mið að tryggja að ákvörð­un­ar­tími um hvort umsókn hæl­is­leit­enda fái efn­is­lega með­ferð verði að hámarki 48 klukku­stundir og að nið­ur­staða efn­is­legrar máls­með­ferðar liggi fyrir innan sex mán­aða.“

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að inn­flytj­enda­mál á Íslandi ein­kenn­ist af „van­mætti stjórn­sýsl­unnar til að ráða við afgreiðslu umsókna innan við­un­andi tíma­marka,“ sem hafi leitt af sér sívax­andi útgjöld rík­is­sjóðs til mála­flokks­ins, sem fylgt hafi „lög­máli veld­is­vaxt­ar. 

Auglýsing

Segir þar einnig að hæl­is­leit­endur bíði í sumum til­vikum árum saman eftir því að fá nið­ur­stöðu. Með því sé mikið lagt á fólk sem hingað leitar og um leið ýti þetta undir „til­hæfu­lausar umsókn­ir.“

„Slíkum umsóknum er sér­stak­lega beint að ríkjum þar sem frest­un­ar­mögu­leik­arnir eru mest­ir. Úr verður skað­leg keðju­verk­un, ekki síst fyrir þá sem þurfa mest á hjálp að halda,“ segir þing­flokkur Mið­flokks­ins í grein­ar­gerð­inni.

Einnig segir þing­flokk­ur­inn í grein­ar­gerð sinni að umsóknum um alþjóð­lega vernd hafi fjölgað hratt á Íslandi á und­an­förnum árum. 

Þegar litið er upp úr þing­skjali Mið­flokks­ins og á tölur frá Útlend­inga­stofnun sést að umsóknum fjölg­aði úr 354 árið 2015 í 1.132 árið 2016, sem enn er metár hvað fjöld­ann varð­ar­.

Umsóknum fækk­aði svo í 1.096 árið 2017 og fækk­aði svo aftur árið 2018, er umsókn­irnar voru 800 tals­ins. Árið 2019 fjölg­aði þeim lít­il­lega og voru 867 en útlit er fyrir að þær verði færri í ár og raunar færri en þær hafa verið frá 2015. Alls sóttu 596 ein­stak­lingar um alþjóð­lega vernd á Íslandi á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2020. 

Mið­flokk­ur­inn segir í grein­ar­gerð sinni, eins og áður var nefnt, að kostn­aður rík­is­ins vegna mála­flokks­ins hafi fylgt „lög­máli veld­is­vaxt­ar“ á und­an­förnum árum. 

Vert er að taka fram að kostn­aður rík­­is­ins við það sem er kallað „út­­­lend­inga­­mál“ í ár er áætl­­aður um fjórir millj­­arðar króna. Það er mjög svipuð upp­­hæð og kostn­að­­ur­inn hefur verið und­an­farin ár. Gert er ráð fyrir því að kostn­að­ur­inn verði svip­aður næstu árin.

„Keðju­verk­un“ sem ríkið ráði ekki við

Þing­flokkur Mið­flokks­ins segir að íslensk stjórn­völd verði „að ná stjórn á aðgerðum lands­ins í flótta­manna- og inn­flytj­enda­mál­um“ ella haldi áfram „keðju­verkun sem 350.000 manna ríki mun ekki ráð við“ og segja lög­gjöf um mála­flokk­inn haldna alvar­legum ágöll­um.



„Hún ýtir undir þessa þró­un, tekur lítið til­lit til raun­veru­leik­ans og er ekki til þess fallin að beina aðstoð­inni að þeim sem þurfa mest á henni að halda. En það þarf líka að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda og hafa virk­að. Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin var ekki sett að ástæðu­lausu. Sam­kvæmt henni á að afgreiða hæl­is­um­sóknir í því Evr­ópu­landi sem umsækj­and­inn kemur fyrst til. Eftir að íslensk stjórn­völd fóru að víkja frá henni varð landið fyrst að áfanga­stað þeirra sem ekki eiga til­kall til alþjóð­legrar vernd­ar. Því skyldu menn fylgja regl­unum ef Ísland aug­lýsir sig sem land sem lítur fram hjá þeim?“ segir þing­flokk­ur­inn í grein­ar­gerð sinni.



Mið­flokks­fólk kallar sem áður segir eftir skil­virkri lög­gjöf þar sem „um­sóknir eru afgreiddar hratt“ og að allar „reglur sem not­aðar eru til að skapa óraun­hæfar vænt­ingar um Ísland sem áfanga­stað“ verði afnumdar.

„Aðrar Norð­ur­landa­þjóðir keppa nú hver við aðra um að draga úr vænt­ingum fólks um dval­ar­leyfi. Allar nema Ísland. Ef við skerum okkur úr á þessu sviði meðal nor­rænu land­anna verður ekki við neitt ráð­ið. Það hefur varla farið fram hjá fólki að þrátt fyrir að landið sé nán­ast lokað vegna heims­far­ald­urs­ins kemur hingað enn mik­ill fjöldi fólks sem telur Ísland væn­leg­asta kost­inn fyrir hæl­is­um­sókn,“ segir í grein­ar­gerð­inni, sem lesa má í heild sinni á vef Alþingis.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent