Eldri femínistar vilja búa á Bræðraborgarstíg 1

Femínistar sextíu ára og eldri gætu eftir um þrjú ár fyllt „nornahús“ sem áhugi er á að reisa á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Hornhúsið, sem í áratugi var samkomustaður í hverfinu, brann í miklum eldsvoða í sumar.

Garðurinn bakvið Bræðraborgarstíg 1 og 3 er risa stór.
Garðurinn bakvið Bræðraborgarstíg 1 og 3 er risa stór.
Auglýsing

„Hug­myndin er að búa þarna til sam­fé­lag í sátt og sam­lyndi borg­ar­yf­ir­völd, Minja­stofnun og ekki síst við nærum­hverf­ið,“ segir Run­ólfur Ágústs­son, verk­efna­stjóri Þorps­ins vist­fé­lags sem hefur fengið sam­þykkt kauptil­boð í bruna­rúst­irnar á Bræðra­borg­ar­stíg 1 sem og hús númer 3 við göt­una sem var í eigu sömu aðila, félags­ins HD verks ehf. Bruna­rúst­irnar hafa nú staðið í að verða hálft ár með til­heyr­andi slysa­hættu og óþef. Ef allt gengur að óskum gæti nið­ur­rif þeirra haf­ist í byrjun næsta árs og skipu­lags­vinna og fram­kvæmdir í kjöl­far­ið.Kaup Þorps­ins vist­fé­lags eru þannig til komin að hópur kvenna sem kallar sig Femínistar 60+ kom að máli við for­svars­menn þess og spurði hvort að þau gætu unnið í sam­ein­ingu að upp­bygg­ingu íbúða­kjarna í takti við hug­mynda­fræði sem kall­ast Baba Yaka. Hug­mynda­fræðin er unn­runnin í París en hefur síð­ustu ár rutt sér til rúms víð­ar. Hún gengur út á að skapa val­kost við önnur búsetu­form sem eldra fólki býðst í dag, í þessu til­viki fyrir konur á besta aldri sem vilja búa í sínum íbúðum en í húsi með ýmsum sam­eig­in­legum rýmum og öðrum konum sem eru svipað þenkj­andi, líkt og Unnur Ágústs­dóttir úr Femínistum 60+, sagði í við­tali við Síð­deg­is­út­varpið í vik­unni.Frétta­skýr­ingar Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg

AuglýsingHúsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1 var byggt árið 1906 og var fyrstu árin fjöl­skyldu­hús með bak­aríi og verslun á jarð­hæð­un­um. En síð­ustu ár hefur það verið í eigu félaga sem leigðu her­bergi þess út, aðal­lega til erlends verka­fólks. Við­haldi húss­ins var ábóta­vant og höfðu nágrannar marg­sinnis kvartað vegna þess til borg­ar­yf­ir­valda. Þrír fór­ust í elds­voð­anum sem varð 25. júní, allt ungt fólk frá Pól­landi. Þá slös­uð­ust tveir alvar­lega. Annar brann mjög illa og hinn hlaut áverka við það að stökkva út um glugga á ris­hæð­inni til að forð­ast eld­inn.­Bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­víkur sendi eig­and­anum HD verki ehf. bréf í lok októ­ber þar sem honum var gert að sækja um nið­ur­rif og fjar­lægja það sem eftir stæði af hús­inu innan þrjá­tíu daga. Í athuga­semd eig­and­ans kom fram að hann vildi ekki að húsið yrði rifið strax. Það væri sönn­un­ar­gagn í vátrygg­ing­ar­máli sem gæti dreg­ist í marga mán­uði, jafn­vel ár. Ef yfir­völd myndu engu að síður láta rífa það yrði farið í mál og þau krafin bóta.En mögu­lega er nú fundin lausn í nið­ur­rifs­mál­inu – þó að enn eigi eftir að hnýta marga lausa enda. Lausn sem nágrann­ar, borg­ar­yf­ir­völd og Minja­stofnun hafa tekið vel í, að sögn Run­ólfs.Kaup­verð hús­anna tveggja fæst ekki upp gef­ið. Nú standa yfir við­ræður við banka­stofn­anir um yfir­töku á áhvílandi lán­um. Að auki þarf að ná sam­komu­lagi við vátrygg­ing­ar­fé­lagið VÍS sem HD verk tryggði hjá en bygg­ing­areit­ur­inn er keyptur með kröfu á trygg­inga­fé­lag­ið. „Fjár­mögnun verk­efn­is­ins stendur yfir og gengur vel,“ segir Run­ólf­ur. „Við erum svona hálfn­aðir með hana.“Þorpið vist­fé­lag mun stofna sér­stakt dótt­ur­fé­lag utan um eign­irnar á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3 líkt og gert var í öðru verk­efni félags­ins, hag­kvæmu íbúða­hverfi í Gufu­nesi. Run­ólfur segir að fram­kvæmdin muni lík­lega kosta um einn millj­arð króna og að til verks­ins þurfi um 25 pró­sent eigið fé.

Brunarústir Bræðraborgarstígs 1 og Bræðraborgarstígur 3 ofar í götunni. Mynd: GolliDeilur HD verks og VÍS hafa m.a. staðið um það hvort að allt húsið á horni Bræðra­borg­ar­stígs 1 og Vest­ur­götu eyði­lagð­ist í elds­voð­an­um. Trygg­inga­fé­lagið mat við­bygg­ing­una á Vest­ur­götu að mestu heila eftir brun­ann.Run­ólfur segir að horn­húsið verði allt rifið gangi hug­mynd Þorps­ins vist­fé­lags eft­ir. Þá yrði Bræðra­borg­ar­stígur 3, þar sem gisti­heim­ili og útleiga á her­bergjum til langs tíma hefur verið stunduð síð­ustu ár, hækkað um eina hæð og end­ur­gert með báru­járns­klæðn­ingu og alda­móta­glugg­um. Bæði húsin voru byggð á fyrstu árum síð­ustu aldar en var mikið breytt í áranna rás. „Við erum að hanna þessar lóðir sem eina heild í kringum þennan mjög svo stóra og frá­bæra bak­garð,“ segir Run­ólf­ur. Nýtt horn­hús mun svo rísa þar sem bruna­rúst­irnar standa nú. „Þar þurfum við að vanda okkur sér­stak­lega gagn­vart götu­mynd­inni á Vest­ur­götu sem er mjög við­kvæm.“ Þorpið vist­fé­lag hefur til 7. jan­úar til að efna kauptil­boð­ið. „Það þarf auð­vitað að ganga frá þessum praktísku atrið­um; trygg­inga­mál­inu, yfir­töku á lánum og greiðslu, en um leið og þau eru í höfn og við höfum tekið form­lega við eign­inni, verður það for­gangs­at­riði að byrja að taka til.“

Bræðraborgarstígur 1 um árið 1920. Mynd: Jafet HjartarsonRun­ólfur segir að við­brögðin við verk­efn­inu hafi verið gríð­ar­lega góð. „Við erum óvenju­legt fyr­ir­tæki á þessum mark­aði. Það sem við gerum er að leggja áherslu á sam­fé­lags­lega þætti í upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næð­is. Við viljum búa til sam­fé­lag. Mark­miðið er að reisa þennan bygg­ing­ar­reit aftur til fyrri vegs og virð­ing­ar. Að gera eitt­hvað gott á þessum stað eftir þær hörm­ungar sem þarna urð­u.“Horn­húsið var á sínum tíma mik­il­vægur sam­komu­staður í hverf­inu. Í bak­arí Sveins Hjart­ar­sonar lögðu Vest­ur­bæ­ingar leið sína í ára­tugi og sömu­leiðis í nýlendu­vöru­verslun Hjartar bróður hans sem var í pakk­húsi á milli hús­anna númer 1 og 3.Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um sögu húss­ins kom m.a. fram að Sveinn og eig­in­kona hans Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir tóku að sér börn tveggja systra Stein­unnar eftir að þær lét­ust í spænsku veik­inni árið 1918. Eitt þess­ara fóst­ur­barna var Guð­mundur Ágústs­son sem tók við rekstri bak­arís­ins eftir and­lát Sveins. Stein­unn er sögð hafa kennt honum mann­gang­inn og hann varð síðar snjall skák­mað­ur.

Teknir í bak­aríið á Bræðra­borg­ar­stígnumSkemmti­leg saga er til af Guð­mundi og þekktu orða­til­tæki í íslensku: Að taka ein­hvern í bak­arí­ið. „Guð­mundur hafði það til siðs að koma á ung­linga­æf­ingar hjá Tafl­fé­lagi Reykja­víkur sem voru haldnar á laug­ar­dögum og að þeim loknum bauð hann venju­lega þeim efni­leg­ustu til sín um kvöldið til að tefla,“ skrifar Bene­dikt Jón­as­son, í athuga­semd á Vís­inda­vefn­um. „Ef menn fóru illa út úr viður­eignum við hann þá voru þeir teknir í bak­arí­ið.“Maður og barn úti í garði um árið 1959 og í baksýn er nýlenduvöruverslun Hjartar Hjartarsonar. Mynd: Kristinn Guðmundsson (1920-2007) © Ljósmyndasafn ReykjavíkurAf bak­arí­inu gæti nú tekið við hús í anda Baba Yaka. Unnur sagði svo frá því óvenju­lega nafni í Síð­deg­is­út­varp­inu í vik­unni: „Baba Yaka er upp­haf­lega sló­vensk norn sem býr út í skógi í húsi sem stendur á kjúklinga­löpp­um.“Þannig hús verður þó vissu­lega ekki byggt á Bræðra­borg­ar­stígn­um. Það verður mun veg­legra. En það mætti vel kalla það norna­hús.„En hug­mynda­fræðin er sú að skapa val­kost við önnur búsetu­form sem eldra fólki bjóð­ast í dag, sagði Unn­ur. „Þarna geti þeir eða þær í þessu til­viki, fólk sem er á svip­aðri línu, tekið sig saman og búið sjálf­stætt og jafn­framt stutt hver aðra.“

Að sögn Unnar má segja að um „komm­ún­u-hugs­un“ sé að ræða að ákveðnu leyti. Gert sé ráð fyrir litlum íbúðum með sjálf­stæðri búsetu en góðri sam­eign, t.d. stórum garði, leik­fimi­sal og stóru eld­húsi. Hægt verði að hafa ein­hverjar upp­á­komur í sam­eig­in­legum rýmum og svo er einnig stefnt á að opna á Bræðra­borg­ar­stígnum bæði kaffi­hús og hand­verks­búð.Hið nýja hús á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu mun ekki rísa alveg á næst­unni. Fyrst þarf að rífa bruna­rúst­irn­ar, þá þarf málið að fara í gegnum hefð­bundið skipu­lags­ferli sem tekur sinn tíma. Að því loknu geta fram­kvæmdir fyrst haf­ist. Ef allt gengur að óskum gætu fyrstu kon­urnar flutt inn eftir um þrjú ár, að sögn Unn­ar.Run­ólfur von­ast til þess að verk­efnið muni gefa af sér út í hverfið og að húsið á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu verði á ný sú félags­mið­stöð hverf­is­ins sem það var.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent