„Hvar er frelsið?“ spyr þingmaður ráðherra

Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ætla að standa með milliliðum en ekki bændum. Landbúnaðarráðherra segir hana hafa dómadagssýn á „framtíð íslensks landbúnaðar og íslensks samfélags“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, og Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, tók­ust á um tolla­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Taldi Þor­gerður Katrín að rík­is­stjórnin væri að velja „leið hafta og leið toll­verndar í stað þess að beina beinum styrkjum til bænda, verja þá og verja neyt­endur um leið“. Krist­ján Þór mót­mælti þessum orðum og sagði að það væri „langur vegur frá“.

Til­efni fyr­ir­spurn­ar­innar er frum­varp land­bún­að­ar­ráð­herra til laga um breyt­ingu á búvöru­lögum eða úthlutun toll­kvóta en málið gekk til atvinn­u­­vega­­nefndar í byrjun des­em­ber. Til stendur að önnur umræða eigi sér stað síðar í vik­unni.

Með frum­varp­inu er eldra útboðs­fyr­ir­komu­lag toll­kvóta end­ur­vakið tíma­bundið í ljósi þeirra erf­iðu aðstæðna sem ríkja nú á mark­aði vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Í inn­gangi frum­varps­ins segir að meg­in­mark­mið þess sé að lág­marka áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á inn­lenda fram­leiðslu land­bún­að­ar­af­urða.

Auglýsing

„Með laga­breyt­ingu sem tók gildi þann 1. jan­úar 2020 var svoköll­uðu jafn­væg­is­út­boði komið á vegna úthlut­unar toll­kvóta. Fram­an­greint fyr­ir­komu­lag útboðs var lagt til með hlið­sjón af til­lögum starfs­hóps um end­ur­skoðun á reglu­verki um úthlutun toll­kvóta land­bún­að­ar­vara,“ segir í frum­varp­inu.

Meg­in­efni þeirra breyt­inga hafi verið að draga úr kostn­aði þeirra sem fengju úthlutað toll­kvóta, og stuðla þar með að auknum ábata neyt­enda, í ljósi nýrra samn­inga milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um við­skipti með land­bún­að­ar­vörur sem voru und­ir­rit­aðir 17. sept­em­ber 2015 og tóku gildi 1. maí 2018. „Með samn­ing­unum voru toll­kvótar fyrir land­bún­að­ar­vörur auknir til muna. Laga­breyt­ingin var þannig lögð fram í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu. Meðal ann­ars var horft til þess að hér á landi yrðu um tvær millj­ónir ferða­manna á ári hverju. Nú er hins vegar staðan tals­vert breytt vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar.

Áhrif­anna gætir víða en sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Ferða­mála­stofu hefur erlendum gestum til dæmis fækkað gríð­ar­lega milli ára. Í sam­an­burði við árið 2019 var fækkun erlendra gesta um 53 pró­sent í mars, um 99 pró­sent í apríl og maí, 97 pró­sent í júní, 80 pró­sent í júlí, 75 pró­sent í ágúst og 95 pró­sent í sept­em­ber. Í ljósi fram­an­greinds er ljóst að eft­ir­spurn eftir mat­vælum hefur dreg­ist tals­vert saman en inn­flutn­ingur sam­kvæmt toll­kvótum hefur á sama tíma hald­ist óbreytt­ur. Það er inn­lend mat­væla­fram­leiðsla sem tekur það högg og við því þarf að bregðast,“ segir í frum­varp­inu.

Með frum­varp­inu er því lagt til að eldra fyr­ir­komu­lag útboðs toll­kvóta verði tekið upp að nýju þar til 1. febr­úar 2022. Ef kemur til þess að toll­kvóti verði boð­inn út allt fram til 1. febr­úar 2022 verði það sam­kvæmt áður gild­andi útboðs­fyr­ir­komu­lagin þar sem til­boðs­gjafar greiða þá fjár­hæð sem til­boð þeirra hljóðar upp á en ekki lægsta sam­þykkta verð líkt og jafn­væg­is­út­boðið gerir ráð fyr­ir.

Vill að styrkirnir fari beint til bænda og að milli­liðum sé sleppt

Þor­gerður Katrín sagði á þingi í dag að eitt af því sem kreppan mikla á síð­ustu öld hefði kennt okk­ur, og þá sér­stak­lega setn­ing Smoot-Hawley lag­anna í Banda­ríkj­un­um, væri að þegar þjóðir reyndu að bregð­ast við þungum og miklum efna­hags­legum áföllum og vernda inn­lendan markað með hækkun tolla þá lengdi það krepp­una og dýpkaði hana – og alltaf á kostnað almenn­ings og ekki síst þeirra sem minna mega sín og eru með lægri tekj­ur.

Hún sagði tolla­málið bein­línis vera sett til höf­uðs neyt­endum og bænd­um. Ríkið ætti að styðja við land­búnað en það ætti ekki að vera gert í gegnum toll­múra.

„Evr­ópu­sam­bandið gerir þetta til að mynda mjög hrein­lega, fer ekki í það að byggja upp múra en fer í mjög víð­tækar aðgerðir gagn­vart bænd­um. Ég hefði viljað sjá að styrkirnir færu beint til bænda en að þessum milli­liðum væri sleppt. En rík­is­stjórnin fer einmitt í það að hækka toll­múra, auka höft­in, ekki þannig að bændur fái þetta beint til sín og til að styrkja þá eða þá að koma í veg fyrir að mat­ar­k­arfan hækki til neyt­enda, heldur miklu frekar þannig að þetta fer beint í milli­lið­ina,“ sagði hún.

Þá benti Þor­gerður Katrín á að ASÍ væri á móti frum­varp­inu, sem og Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, Neyt­enda­sam­tökin og Við­skipta­ráð. „Alltaf beina þau sjónum sínum að þessu og vara við því að fara þessa leið. Þetta er gam­al­dags leið. Þetta er vond leið fyrir heim­il­in, þetta er vond leið fyrir atvinnu­lífið sem treystir á að við losum frekar höft og höfum almenn­ar, alþjóð­legar við­skipta­reglur en svona gam­al­dags atriði.

Nú þegar 25.000 manns ganga atvinnu­lausir hér um landið munar þá um þegar mat­ar­k­arfan hækk­ar. Og það er alveg ljóst miðað við þær ábend­ingar sem við höfum fengið að hún mun hækk­a.“

Spurði hún ráð­herra enn fremur af hverju rík­is­stjórnin veldi „leið hafta og leið toll­verndar í stað þess að beina beinum styrkjum til bænda, verja þá og verja neyt­endur um leið“.

Rík­is­stjórnin ekki að velja leið hafta eða þreng­ina

Krist­ján Þór sagði að rík­is­stjórnin væri ekki að velja leið hafta eða þreng­inga eða að berj­ast gegn neyt­endum eða verslun eða bænd­um.

„Það er langur vegur frá. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem lögð er til, ásamt beinum styrkjum til bænda, sem hátt­virtur þing­maður tók meðal ann­ars þátt í að afgreiða hér í síð­ustu viku. Þetta er því sam­bland ýmissa aðgerða sem rík­is­stjórnin hefur gripið til í þágu íslensks land­bún­að­ar. Flest ríki í okkar nágrenni eru að styðja sína fram­leiðslu og við skor­umst ekk­ert undan merkjum í þeim efnum sömu­leið­is. Ég get ekki full­yrt með neinum hætti í dag hvaða áhrif þetta kann að hafa á breyt­ingar á mat­ar­verði til neyt­enda. Við sjáum það hins vegar að verð á kjöti er að lækka á heims­mark­aði, hefur lækkað um 14 pró­sent ef ég man rétt á þessu ári. Með ein­hverjum hætti hlýtur það að skila sér til neyt­enda hér á landi því að inn­kaups­verðið á kjöti hlýtur að taka mið af því verði sem fæst á heims­mark­að­i,“ sagði hann.

Þá vildi ráð­herr­ann minna Þor­gerðir Katrínu á úttekt sem stjórn­völd létu vinna á þeim breyt­ingum sem kynnu að eiga sér stað við þá breyt­ingu sem gerð var á úthlutun toll­kvót­anna og tók gildi á þessu ári.

„Við sömdum við ASÍ um að fylgj­ast með verð­þróun á mark­aði og sú skýrsla hefur verið kynnt og yfir­far­in. Sömu­leiðis vil ég minna hátt­virtan þing­mann á þá umræðu sem átti sér stað þegar við vorum að breyta aðferð við úthlutun toll­kvóta. Þá var kannski dálítið annað hljóð í strokknum hjá sumum þeirra sem eru að gagn­rýna þær aðgerðir sem við erum að grípa til núna, for­dæma­lausar eins og við tönnlumst oft á. Málið er til með­ferðar hjá nefnd­inni og ég vænti þess að við munum eiga góða og upp­byggj­andi umræðu þegar það kemur það­an,“ sagði hann.

„Vond leið og hún skekkir sam­keppn­is­stöðu“

Þor­gerður Katrín steig aftur í pontu og sagði að hún vissi ekki hvern verið væri að blekkja. „Af hverju er ekki hægt að svara þessu alveg skýrt og skil­merki­lega? Við sjáum algjör­lega og vitum af reynsl­unni að versta leiðin til að bæta hag bænda og neyt­enda er einmitt að fara þessa gömlu úreltu leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ekk­ert land í Evr­ópu fer núna nákvæm­lega þessa leið, leið sem getur hugs­an­lega dýpkað krepp­una og aukið erf­ið­leika fólks og fyr­ir­tækja í land­inu.

Rík­is­stjórnin velur þessa leið í stað­inn fyrir að gera eins og aðrar þjóðir og setja fjár­magn beint til bænda. Þessi leið, að hækka toll­múra, er vond leið. Hún skekkir sam­keppn­is­stöðu, hún bætir ekki hag bænda og hún bjagar alla hvata sem við getum sett inn í land­bún­að­inn.“

Hvatti hún rík­is­stjórn­ina til að draga þetta mál til baka. „Við­reisn er reiðu­búin til að setja aukið fjár­magn beint í styrki til bænda en ekki að fara þessa leið. Þetta er vond leið og hún skekkir sam­keppn­is­stöðu og ég skil ekki af hverju hæst­virtur ráð­herra getur ekki ein­fald­lega komið hingað upp og sagt: Já, ég ætla að gera það. Ég ætla að standa með almenn­ingi. Ég ætla að standa með neyt­endum og ég ætla að standa með bænd­um. En rík­is­stjórnin ætlar að standa með milli­lið­un­um,“ sagði hún.

Meiri „dóma­dags­sýnin"

Krist­ján Þór svar­aði í annað sinn og sagði að það væri meiri dóma­dags­sýnin sem Þor­gerður Katrín hefði á fram­tíð íslensks land­bún­aðar og íslensks sam­fé­lags.

„Við skulum hafa það í huga að þetta er nú ekki erf­ið­ara eða alvar­legra mál en það að þegar hátt­virtur þing­maður gegndi stöðu land­bún­að­ar­ráð­herra var engin atlaga gerð að því að breyta því kerfi sem við erum að setja aftur á núna. Þetta er ekki alvar­legra en það. Þessi rík­is­stjórn breytti úthlutun toll­kvóta frá því kerfi sem var við lýði þegar hátt­virtur þing­maður gegndi því starfi sem ég gegni í dag. Meiri er breyt­ingin ekki,“ sagði hann.

Þá sagð­ist hann ekki hafa heyrt allan þann tíma sem Þor­gerður Katrín gegndi því emb­ætti „nokk­urt ein­asta rama­kvein yfir því að sú aðferð við úthlutun toll­kvóta gengi af neyt­endum meira og minna hálf­dauð­um. Það fór ekki fyrir þeirri umræðu þá,“ sagði ráð­herr­ann en um leið mátti heyra Þor­gerðir Katrínu kalla úr þingsal: „Hvar er frelsið? Hvar er frelsið?“

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sló í bjöll­una og sagði: „Ætli það sé ekki rétt að þessum orða­skiptum sé lok­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent