Vikuritið Vísbending hefur gefið út sérstaka jólaútgáfu blaðsins sem verður aðgengilegt öllum í gegnum heimasíðu Kjarnans í næstu viku. Í útgáfunni má finna ítarlegt viðtal við Má Guðmundsson fyrrverandi Seðlabankastjóra, auk uppgjörsgreina frá bankastjórum þriggja stærstu bankanna og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.
Einnig skrifar Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq á Íslandi um þróunina í Kauphöllinni og Þórunn Helgadóttir hagfræðingur skrifar um efnahagsástandið á Spáni. Þar að auki skrifar Gréta María Grétarsdóttir, verkfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, um breytta stjórnun fyrirtækja á krísutímum og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur fjallar um áhrif Spænsku veikinnar árin 1918 og 1919.
Í blaðinu má líka finna hagfræðilega greiningu á áhrif farsótta eftir Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við HÍ og föstum penna hjá Vísbendingu til margra ára, auk þess sem farið verður yfir ýmis hættumerki í hagkerfinu fyrir næsta ár.
Jólablaðið er 48. tölublað Vísbendingar á árinu, en blaðið hefur verið gefið út nær óslitið síðan árið 1983. Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella hér.