„Sannleikurinn truflar ekki Miðflokkinn“

Þingmaður VG segir að þingmenn Miðflokksins færi eigin fordóma í búning umhyggju fyrir börnum. „En fordómar eru fordómar sama hvaða hulu maður reynir að sveipa yfir þá.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Auglýsing

„Sann­leik­ur­inn truflar ekki Mið­flokk­inn, frekar en fyrri dag­inn, enda eru þing­menn hans bara að færa eigin for­dóma í bún­ing umhyggju fyrir börn­um. En for­dómar eru for­dómar sama hvaða hulu maður reynir að sveipa yfir þá.“

Þetta skrifar þing­maður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, á Face­book í dag.

Til­efnið er frum­varp sem tekur á ódæmi­gerðum kynein­kennum en þing­menn greiða atkvæði um málið á Alþingi seinna í dag. Umræðu lauk í hádeg­inu.

Auglýsing

Barnið ráði sjálft yfir eigin lík­ama

Kol­beinn segir að með nýjum lögum sé börnum sem fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenni tryggður réttur til lík­am­legrar frið­helgi í tengslum við kynein­kenni sín og að þau eigi rétt á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.

„Hvað þýðir það? Jú, að barnið sjálft ráði yfir eigin lík­ama og hvort á honum verði gerðar breyt­ingar til að færa hann í átt að því sem við teljum dæmi­gert. Gríð­ar­lega stórt mann­rétt­inda­skref.

Auð­vitað ætti maður bara að fagna og gleðj­ast yfir fram­för­un­um. Og kannski er það að veita Mið­flokknum of mikla athygli að virða rang­færslur þeirra í mál­inu við­lits. En ég get bara ekki á mér set­ið, því ég hef undir umræðum þeirra skamm­ast mín fyrir þá stað­reynd að þessi forn­ald­ar­við­horf finn­ist á Alþingi Íslend­inga. Sem betur fer bara bundin við einn flokk­inn, en sam­t,“ skrifar hann.

Mikið megi þeir skamm­ast sín

Þá telur Kol­beinn að þessi við­horf Mið­flokks­manna séu forn­ald­ar­við­horf sem þeir setji í bún­ing umhyggju þar sem þeir full­yrði að nauð­syn­legar lækn­is­að­gerðir verði ekki heim­il­ar.

„Kippa sér ekk­ert upp við að í frum­varp­inu er sér­stak­lega kveðið á um að heim­ilt sé að fram­kvæma aðgerðir sem hafa var­an­legar breyt­ingar í för með sér „ef heilsu­fars­legar ástæður krefjast, að und­an­gengnu ítar­legu mati á nauð­syn breyt­ing­anna og afleið­ingum þeirra til skemmri og lengri tíma,“ eins og segir í frum­varp­inu. Kippa sér heldur ekki upp það að Lækna­fé­lag­ið, Land­lækn­ir, barna­skurð­læknateymi Land­spít­al­ans og fleiri læknar styðji frum­varp­ið.“ skrifar hann.

Lýkur hann færsl­unni á því að segja að mikið megi þing­menn Mið­flokks­ins skamm­ast sín „fyrir að sparka úr sinni for­rétt­inda­stöðu í jafn við­kvæman hóp og frum­varpið fjallar um“.

Telur að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn sé oft og tíðum far­sa­­kennd­ur

Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hefur sagt að þetta sé versta mál þess­­arar rík­­is­­stjórn­­­ar.

„Dæmi­­gert merki­miða­­stjórn­­­mál sem er ein­­göngu rætt út frá heiti og yfir­­lýstum mark­miðum en ekki inn­i­haldi og afleið­ing­­um. Þess vegna höfum við heyrt hér hástemmd öfug­­mæli um mann­rétt­indi og annað sem er í raun þver­sagnir þegar þetta mál er skoð­að. Þetta snýst ekki um að vernda inter­­sex fólk og þetta snýst ekki um trans fólk. Þetta snýst um að svipta börnin sjálf­­sögðum og lífs­bæt­andi lækn­ingum sem fram­­kvæmdar hafa verið með góðum árangri, jafn­­vel ára­tugum sam­an,“ sagði hann í umræðum á Alþingi fyrr í vik­unni.

Þá telur hann að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn sé oft og tíðum far­sa­­kennd­ur og að jafn­vel sé vísað í alþjóða­sátt­­mála gegn pynt­ingum til að rétt­læta það að börn fái ekki heil­brigð­is­­þjón­­ustu.

„Það er með þessu verði að gefa til kynna að mörg hund­ruð for­eldrar og læknar hafa á und­an­­förnum árum og ára­tugum brotið rétt á börnum sínum með því að veita þeim aðgerðir eða aðrar lækn­ingar sem hafa veru­­lega bætt lífs­­gæði þeirra fyrir lífs­­tíð. Og það er ótrú­­legt að svona forn­eskju­­legt og öfga­­fullt mál skuli keyrt hér í gegn á alþingi árið 2020,“ sagði hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent