„Sannleikurinn truflar ekki Miðflokkinn“

Þingmaður VG segir að þingmenn Miðflokksins færi eigin fordóma í búning umhyggju fyrir börnum. „En fordómar eru fordómar sama hvaða hulu maður reynir að sveipa yfir þá.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Auglýsing

„Sann­leik­ur­inn truflar ekki Mið­flokk­inn, frekar en fyrri dag­inn, enda eru þing­menn hans bara að færa eigin for­dóma í bún­ing umhyggju fyrir börn­um. En for­dómar eru for­dómar sama hvaða hulu maður reynir að sveipa yfir þá.“

Þetta skrifar þing­maður Vinstri grænna, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, á Face­book í dag.

Til­efnið er frum­varp sem tekur á ódæmi­gerðum kynein­kennum en þing­menn greiða atkvæði um málið á Alþingi seinna í dag. Umræðu lauk í hádeg­inu.

Auglýsing

Barnið ráði sjálft yfir eigin lík­ama

Kol­beinn segir að með nýjum lögum sé börnum sem fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenni tryggður réttur til lík­am­legrar frið­helgi í tengslum við kynein­kenni sín og að þau eigi rétt á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.

„Hvað þýðir það? Jú, að barnið sjálft ráði yfir eigin lík­ama og hvort á honum verði gerðar breyt­ingar til að færa hann í átt að því sem við teljum dæmi­gert. Gríð­ar­lega stórt mann­rétt­inda­skref.

Auð­vitað ætti maður bara að fagna og gleðj­ast yfir fram­för­un­um. Og kannski er það að veita Mið­flokknum of mikla athygli að virða rang­færslur þeirra í mál­inu við­lits. En ég get bara ekki á mér set­ið, því ég hef undir umræðum þeirra skamm­ast mín fyrir þá stað­reynd að þessi forn­ald­ar­við­horf finn­ist á Alþingi Íslend­inga. Sem betur fer bara bundin við einn flokk­inn, en sam­t,“ skrifar hann.

Mikið megi þeir skamm­ast sín

Þá telur Kol­beinn að þessi við­horf Mið­flokks­manna séu forn­ald­ar­við­horf sem þeir setji í bún­ing umhyggju þar sem þeir full­yrði að nauð­syn­legar lækn­is­að­gerðir verði ekki heim­il­ar.

„Kippa sér ekk­ert upp við að í frum­varp­inu er sér­stak­lega kveðið á um að heim­ilt sé að fram­kvæma aðgerðir sem hafa var­an­legar breyt­ingar í för með sér „ef heilsu­fars­legar ástæður krefjast, að und­an­gengnu ítar­legu mati á nauð­syn breyt­ing­anna og afleið­ingum þeirra til skemmri og lengri tíma,“ eins og segir í frum­varp­inu. Kippa sér heldur ekki upp það að Lækna­fé­lag­ið, Land­lækn­ir, barna­skurð­læknateymi Land­spít­al­ans og fleiri læknar styðji frum­varp­ið.“ skrifar hann.

Lýkur hann færsl­unni á því að segja að mikið megi þing­menn Mið­flokks­ins skamm­ast sín „fyrir að sparka úr sinni for­rétt­inda­stöðu í jafn við­kvæman hóp og frum­varpið fjallar um“.

Telur að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn sé oft og tíðum far­sa­­kennd­ur

Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hefur sagt að þetta sé versta mál þess­­arar rík­­is­­stjórn­­­ar.

„Dæmi­­gert merki­miða­­stjórn­­­mál sem er ein­­göngu rætt út frá heiti og yfir­­lýstum mark­miðum en ekki inn­i­haldi og afleið­ing­­um. Þess vegna höfum við heyrt hér hástemmd öfug­­mæli um mann­rétt­indi og annað sem er í raun þver­sagnir þegar þetta mál er skoð­að. Þetta snýst ekki um að vernda inter­­sex fólk og þetta snýst ekki um trans fólk. Þetta snýst um að svipta börnin sjálf­­sögðum og lífs­bæt­andi lækn­ingum sem fram­­kvæmdar hafa verið með góðum árangri, jafn­­vel ára­tugum sam­an,“ sagði hann í umræðum á Alþingi fyrr í vik­unni.

Þá telur hann að rök­­stuðn­­ing­­ur­inn sé oft og tíðum far­sa­­kennd­ur og að jafn­vel sé vísað í alþjóða­sátt­­mála gegn pynt­ingum til að rétt­læta það að börn fái ekki heil­brigð­is­­þjón­­ustu.

„Það er með þessu verði að gefa til kynna að mörg hund­ruð for­eldrar og læknar hafa á und­an­­förnum árum og ára­tugum brotið rétt á börnum sínum með því að veita þeim aðgerðir eða aðrar lækn­ingar sem hafa veru­­lega bætt lífs­­gæði þeirra fyrir lífs­­tíð. Og það er ótrú­­legt að svona forn­eskju­­legt og öfga­­fullt mál skuli keyrt hér í gegn á alþingi árið 2020,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent