Stjórnvöld segja rétta tímann til að selja Íslandsbanka vera núna

Með sölu á Íslandsbanka verður höggið af kórónuveirunni mildað umtalsvert og auðveldara verður að fjármagna áframhaldandi aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki, að sögn fjármálaráðherra, sem hefur samþykkt tillögu um sölu á hlut í Íslandsbanka.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur fall­ist á til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins um sölu á eign­ar­hlutum í Íslands­banka og mun nú útbúa grein­ar­gerð sem lögð verður fyrir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd þings­ins. Auk þess mun Bjarni óska eftir umsögn um málið frá Seðla­banka Íslands eins og lög mæla fyrir um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Íslands­banki er í dag alfarið í eigu íslenska rík­is­ins, en stefnt er að því að selja hlut­ina í almennu útboði og skrá öll hluta­bréf í bank­anum í kjöl­farið á verð­bréfa­mark­að.

Þar segir að helstu mark­miðin með sölu rík­is­ins á hlutum þess í bank­anum séu eft­ir­far­andi:

  • að minnka áhættu rík­is­ins af svo stórum eign­ar­hlut í fjár­mála­kerf­inu;
  • að efla virka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði;
  • að hámarka end­ur­heimtur rík­is­sjóðs af eign­ar­hald­inu og sölu á hlut­um;
  • að stuðla að fjöl­breyttu, heil­brigðu og dreifðu eign­ar­haldi til lengri tíma;
  • að auka fjár­fest­ing­ar­mögu­leika fyrir inn­lenda ein­stak­linga og fag­fjár­festa; og ekki síst
  • að minnka skuld­setn­ingu eða auka svig­rúm rík­is­ins til sam­fé­lags­lega arð­bærra fjár­fest­inga.

Í til­kynn­ingu segir enn fremur að rétt þyki að und­ir­búa sölu­ferli á þessum tíma­punkti í ljósi góðrar stöðu bank­ans og hag­felldra aðstæðna á mark­aði. Eigið fé Íslands­banka er nú metið á um 182 millj­arða króna.

Ekki ljóst hve stór hlutur verður seldur

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær er lagt til í minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins er tekin verði ákvörðun um stærð hlut­ar­ins sem boð­inn verður til sölu á síð­ari stigum sölu­ferl­is, með hlið­sjón af áætl­aðri eft­ir­spurn. Stefnt er að því að útboð geti farið fram á vor­mán­uð­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins segir að málið hafi fengið ítar­lega umfjöllun í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins og verið rætt á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Skýringarmynd: Fjármálaráðuneytið.

Áfram gert ráð fyrir að ríkið verði leið­andi í Lands­bank­anum

Þar segir einnig að lengi hafi verið talið mik­il­vægt að draga úr áhættu rík­is­ins í rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja með því að minnka eign­ar­hald þess í banka­kerf­inu, sem í dag sé það umfangs­mesta í Evr­ópu.

„Með því að draga úr eign­ar­haldi rík­is­ins er jafn­framt stuðlað að auk­inni sam­keppni og áfram­hald­andi áhersla lögð á traust, heil­brigt og hag­kvæmt banka­kerfi fyrir sam­fé­lag­ið. Áfram er gert ráð fyrir að ríkið verði leið­andi fjár­festir í Lands­bank­anum til fram­tíð­ar,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Gengi hluta­bréfa í Arion banka gefi góð fyr­ir­heit

Þar segir enn fremur að þróun á fjár­mála­mörk­uðum og afkomu Íslands­banka und­an­farna mán­uði styðji við til­lögu um að hefja sölu á hlut rík­is­ins nú.

Haft er eftir Bjarna Bene­dikts­syni að það gefi „óneit­an­lega góð fyr­ir­heit“ að horfa til gengis bréfa í Arion banka, sem hafi hækkað umfram inn­lenda hluta­bréfa­mark­að­inn á árinu og séu um þessar mundir með því hæsta sem verið hefur frá skrán­ingu bank­ans á markað sum­arið 2018.

Tíma­setn­ingin er einnig sögð hag­felld með til­liti til þess að mæta efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veirunn­ar. Við það bæt­ist umtals­verður sam­dráttur í skatt­tekj­um, en gert er ráð fyrir um 320 millj­arða króna halla á rekstri rík­is­sjóðs árið 2021.

„Með söl­unni mildum við höggið af kór­ónu­krepp­unni umtals­vert auk þess sem hún auð­veldar okkur að fjár­magna áfram­hald­andi aðgerðir fyrir fólk og fyr­ir­tæki“ er haft eftir Bjarna í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent