Eftirlitsstofnun EFTA samþykkir 400 milljóna ríkisaðstoð til Hörpu vegna COVID-19

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur lagt blessun sína yfir 400 milljóna króna stuðning við rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu frá eigendunum, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg.

Áætlað COVID-tjón Hörpu nemur 466 milljónum króna.
Áætlað COVID-tjón Hörpu nemur 466 milljónum króna.
Auglýsing

Í bréfi sem ESA sendi fjár­mála­ráðu­neyt­inu um ákvörðun sína í dag segir að stuðn­ing­ur­inn, sem skipt­ist hlut­falls­lega á milli ríkis og borgar í sam­ræmi við eign­ar­hlut hvors aðila í Hörpu (54 og 46 pró­sent), sé rík­is­að­stoð sem rúmist innan marka EES samn­ings­ins. ESA mót­mæli því ekki til­hög­un­inni.

Í bréfi eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar segir að íslensk stjórn­völd hafi sagt frá því að COVID-far­ald­ur­inn hafi haft lam­andi áhrif á við­burða­starf­semi á Íslandi, engir stórir við­burðir hafi í raun verið haldnir í land­inu frá því í mars. Fjar­fundir hafi leyst ráð­stefnur af hólmi, á meðan glíman við veiruna stóð yfir.

Íslensk stjórn­völd fóru yfir áhrifin af þessu á starf­semi Hörpu. Í fyrra voru þar 721 tón­leikar og aðrir menn­ing­ar­við­burð­ir, en í ár er gert ráð fyrir að slíkir við­burðir verði ein­ungis 329 tals­ins. Í fyrra voru 411 ráð­stefnur í hús­inu, en í ár hafa þær ein­ungis verið 137. Aðrir við­burðir í fyrra voru 200 tals­ins, en í ár bara 41. 

COVID-tjón Hörpu áætlað 466 millj­ónir króna

Áhrifin á tekju­streymi tón­list­ar- og ráð­stefnu­húss­ins, sem rekið er sem opin­bert hluta­fé­lag, hafa verið mikil og fyr­ir­séð er að þau haldi áfram fram á næsta ári.

Sam­kvæmt útreikn­ingum íslenskra yfir­valda er reiknað með að tjón Hörpu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins nemi 328,7 millj­ónum króna og búist er við að tjón á fyrstu sex mán­uðum næsta árs nemi 137,3 millj­ón­um. 

Auglýsing

Sam­tals eru ríkið og Reykja­vík­ur­borg því að bæta Hörpu upp tjón sem nemur 85,8 pró­sentum af ætl­uðu 466 millj­óna króna tjóni. ESA veitir eig­endum húss­ins heim­ild til þess að bæta tjón Hörpu að fullu með fjár­fram­lögum úr opin­berum sjóðum ríkis og borg­ar.

Sam­kvæmt bréfi ESA skuld­binda stjórn­völd sig til þess að skila skýrslu fyrir árs­lok 2021 til eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar, þar sem fram kemur nákvæm­lega hversu mikið tjón Harpa hafi fengið bætt. Einnig segj­ast stjórn­völd ætla að tryggja að Harpa fái ekki stuðn­ing umfram það rauntjón sem orðið hefur vegna áhrifa far­ald­urs­ins.

Á annan tug millj­arða frá ríki og borg til Hörpu frá 2011

Þessi fram­lög rík­is­ins og borg­ar­innar til að bæta upp COVID-tjónið bæt­ast ofan á önnur fram­lög til rekstrar húss­ins. Kjarn­inn sagði frá því í sumar að eig­endur Hörpu hefðu sam­an­lagt lagt 1,6 millj­arða króna til húss­ins á árinu 2019. Þá er bæði verið að tala um afborg­anir af lánum vegna bygg­ing­ar­kostn­aðar og bein rekstr­ar­fram­lög til að mæta tap­rekstri.

Bein rekstr­ar­fram­lög frá eig­endum höfðu þá sam­tals numið rúm­­lega 2,1 millj­­arði króna frá árinu 2011. Þar af hafði ríkið lagt til rúman 1,1 millj­­arð króna en borgin 974 millj­­ónir króna. Borgin hefur fengið um 1,9 millj­­arð króna af heild­­ar­fram­lagi sínu til baka vegna álagðra fast­­eigna­skatta á Hörpu. 

Stóð ekki til að leggja meira fé í rekst­ur­inn

Íslenska ríkið og Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borg sam­­­­þykktu að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009. Þá höfðu fram­­­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag­ið Port­u­s stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Port­u­s og dótt­­­­ur­­­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­­­banka Íslands og Nýs­is, fóru í þrot.

Eftir yfir­­­­­­­töku ríkis og borgar á verk­efn­inu, sem var gerð þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­­sæt­is­ráð­herra, var mennta­­­­mála­ráð­herra og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir borg­­­­ar­­­­stjóri í Reykja­vík, var tekið sam­­­­banka­lán hjá íslensku bönk­­­­unum til að fjár­­­­­­­magna yfir­­­­tök­una. Í skrif­­­­legu svari Katrínar við fyr­ir­­­­spurn þing­­­­manns­ins Marðar Árna­­­­sonar um Hörpu, sem birt var í mars 2011, kom mjög skýrt fram að ekki ætti að setja meira fé en þar var umsamið í Hörpu.

Þar sagði orð­rétt að „for­­­­sendur fyrir yfir­­­­­­­töku verk­efn­is­ins voru þær að ekki þyrftu að koma til önnur fram­lög frá ríki og borg en gert var ráð fyrir í samn­ing­i Aust­­­ur­hafn­­­ar-TR og Portu­s­ar frá 9. mars 2006". En síðan þá hefur afkoma rekstr­ar­reikn­ings Hörpu oft­ast verið nei­kvæð.

Þórður Sverr­is­­­son, þá frá­­­far­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Hörpu, sagði á árs­fundi Hörpu í fyrra að tapið skýr­ð­ist af því fyr­ir­komu­lagi að skulda­bréfa­lán til 35 ára, sem tekið var til að fjár­­­­­magna bygg­ingu hús­s­ins, væri vistað í dótt­­­ur­­­fé­lag­i ­fyr­ir­tæk­is­ins.

„Það er morg­un­­­ljóst að þetta rekstr­­­ar­­­módel Hörpu hefur aldrei verið og getur aldrei orðið sjálf­­­bært. Því verður að breyta til að ná að skapa Hörpu­­ ohf, sem hluta­­­fé­lagi eðli­­­legan rekstr­­­ar­grund­­­völl til fram­­­tíðar þannig að það nái að starfa sem sjálf­­­bært fyr­ir­tæki og geti gegnt sínu mik­il­væga hlut­verki,“ sagði Þórð­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent