Ísland skrifar undir samning um aðgengi að bóluefni fyrir 235 þúsund manns

Íslensk yfirvöld hafa skrifað undir samning um að fá bóluefni frá Janssen. Búist er við að dreifing á því bóluefni hefjist ekki fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Ísland und­ir­rit­aði í dag samn­ing um bólu­efni frá lyfja­fram­leið­and­anum Jans­sen. Um er að ræða þriðja samn­ing íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda um kaup á bólu­efnum við COVID-19, en hann tryggir bólu­efni fyrir 235 þús­und ein­stak­linga. Áður höfðu íslensk stjórn­völd gert samn­ing um bólu­efni frá Pfizer fyrir um 85 þús­und manns og Astra Zeneca fyrir um 115 þús­und manns. 

Bólu­efni Jans­sen, sem verður fram­leitt af lyfja­fram­leið­and­anum John­son & John­son, er í fasa III próf­unum og áformað er að Evr­ópsa lyfja­stofn­unin gefi út álit, sem er for­senda mark­aðs­leyfis fyrir efn­ið, í febr­úar 2021. Áætlað er að byrja afhend­ingu á þessu bólu­efni á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2021, sem hefst í júlí á næsta ári. 

Í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu segir að þátt­taka Íslands í sam­starfi Evr­ópu­þjóða um kaup á bólu­efnum í gegnum samn­inga fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins tryggi Íslandi hlut­falls­lega sama magn bólu­efna og öllum öðrum þjóðum sem taka þátt í sam­starf­inu. „Fram­kvæmda­stjórnin kveður á um hve mikið ríkin fá og er þar alfarið byggt á hlut­falls­legri úthlutun miðað við höfða­tölu hverrar þjóð­ar. Heil­brigð­is­ráðu­neytið vinnur að loka­gerð samn­ings við lyfja­fram­leið­and­ann Moderna og er ráð­gert að und­ir­rita hann 31. des­em­ber næst­kom­and­i.“

Auglýsing
Fyrsta bólu­efnið sem Ísland fær verður frá Pfiz­er. Samn­ingar við það fyr­ir­tæki voru und­ir­rit­aðir 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn og Evr­ópska lyfja­stofn­unin veitti bólu­efn­inu skil­yrt mark­aðs­leyfi í gær. Ísland fær 170 þús­und skammta af bólu­efn­inu en hver ein­stak­lingur mun þurfa tvo skammta. Það dugar því fyrir 85 þús­und manns. Bólu­efnið frá Pfizer kemur þó ekki allt í einu hingað til lands. Stefnt er að því að afhend­ing hefj­ist fyrir árs­lok og að fyrsta send­ing verði tíu þús­und skammt­ar. 

Bólu­efni Moderna verður lík­ast til næst til að koma á mark­að. Fasa III próf­unum á því er lokið og áætlað er að Evr­ópska lyfja­stofn­unin haldi mats­fund vegna Moderna bólu­efn­is­ins 6. jan­úar næst­kom­andi. Ísland hefur ekki samið við Moderna en við­ræður eru í gangi og stefnt er á und­ir­ritun samn­ings á gaml­árs­dag. 

Astra Zeneca hefur líka lokið fasa III próf­un­um. Virkni þess bólu­efnis er þó minni en hjá Pfizer og Moderna. ekki liggur fyrir hvenær Evr­ópska lyfja­stofn­unin mun gefa út álit á bólu­efn­inu, en stefnt er að því að byrja að afhenda skammta í Evr­ópu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021. Ísland fær, líkt og áður sagði, efni sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­linga það­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent