Nýr þjónustusamningur við RÚV lítur dagsins ljós

Lögð verður áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Nýr þjón­ustu­samn­ingur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra við Rík­is­út­varpið var und­ir­rit­aður í dag, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­in­u. Í henni segir að aukin áhersla á fræðslu­hlut­verk Rík­is­út­varps­ins og rækt við íslenska tungu sé meðal lyk­il­at­riða í samn­ingn­um. Lögð verði áhersla á þjón­ustu við börn og ung­menni, meðal ann­ars til að efla lýð­ræðis­vit­und, auka miðla- og upp­lýs­inga­læsi og hvetja til þátt­töku í dag­skrár­gerð og öðru skap­andi starf­i. 

„Rík­is­út­varpið mun verja 12 pró­sent af inn­heimtu útvarps­gjaldi til með­fram­leiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálf­stæðum fram­leið­end­um, áhersla verður lögð á varð­veislu og miðlun efnis úr safni Rík­is­út­varps­ins, þjón­ustu við eldri borg­ara og þátt­töku í þróun mál­tækni­lausna, þar sem mark­miðið er að íslenska verði not­hæf og nýtt í tölv­um, tækjum og sjálf­virkum lausnum, til dæmis textun á töl­uðu máli,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá kemur fram að í samn­ingnum séu skýrð ýmis atriði sem hafi verið óljós­ari í fyrri þjón­ustu­samn­ing­um, til dæmis skil­grein­ing á sjálf­stæðum fram­leið­end­um, réttur Rík­is­út­varps­ins til eign­ar­hlutar í sam­starfs­verk­efnum í sam­ræmi við fjár­fram­lög og greiðslur til lista­manna í sam­starfs­verk­efn­um. „Ann­ars skal við fram­kvæmd mark­miða í þjón­ustu­samn­ingi horft til fram­boðs á efni og áherslna í dag­skrá ann­arra fjöl­miðla og gætt að sam­keppn­is­sjón­ar­mið­um, þar sem RÚV sinnir skyldum sem aðrir fjöl­miðlar upp­fylla ekki á mark­aðs­legum for­send­um.“

Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra segir í til­kynn­ing­unni að Rík­is­út­varpið gegni marg­þættu menn­ing­ar- og félags­legu hlut­verki, sem það hafi sinnt með sóma í 90 ár. Sér­stök áhersla á fræðslu og menntun sé mjög í takt við þá áherslu sem verið hafi áber­andi í dag­skrá þess, til að mynda þegar skóla­starf var veru­lega tak­markað vegna COVID-19. Gerð fræðslu­efnis um íslenska tungu sé sér­stakt fagn­að­ar­efni, sem og efni um tækni og vís­indi.

Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri segir að þau séu með­vituð um skyldur þeirra gagn­vart almenn­ingi og þá sér­stöðu sem þau njóti. „Rík­is­út­varpið mun áfram sinna sínum meg­in­hlut­verkum af metn­aði og í þessum þjón­ustu­samn­ingi eru lagðar línur sem eru í góðum takti við vænt­ingar og óskir fólks­ins í land­inu og stefnu Rík­is­út­varps­ins. Í samn­ingnum er lagður góður grunnur undir þá vinnu sem er framundan á næsta ári við stefnu­mótun til næstu ára. Við hlökkum svo sann­ar­lega til að halda áfram að fræða, upp­lýsa og skemmta fólki eins og Rík­is­út­varpið hefur gert í 90 ár,“ segir hann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent