Þeim Íslendingum sem segja það öruggt að þeir þiggi bólusetningu fjölgar mikið

Nálægt 92 prósent þjóðarinnar telur líklegt að hún þiggi bólusetningu. Andstaðan við bólusetningu er mest hjá kjósendum Miðflokksins.

Bóluefni
Bóluefni
Auglýsing

Nálægt 92 pró­sent lands­manna segja lík­legt að þeir þiggi bólu­setn­ingu gegn COVID-19, um fimm pró­sent telja það ólík­legt og um þrjú pró­sent hafa ekki myndað sér skoðun á mál­inu. Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. 

Athygli vekur að Íslend­ingum sem segja það öruggt að þeir muni þiggja bólu­setn­ingu hefur fjölgað mikið frá því í haust. Í sept­em­ber sögð­ust 49 pró­sent lands­manna hafa þá skoðun en nú er það hlut­fall orðið 65 pró­sent. 

Fólk yfir fer­tugu er lík­legra til að þiggja bólu­setn­ingu en yngri hluti lands­manna. Mest er and­staðan við bólu­setn­ingu hjá fólki á fer­tugs­aldri, en í þeim ald­urs­hópi segj­ast tíu pró­sent ólík­legt að það láti bólu­setja sig.

Auglýsing
Kjósendur Fram­sókn­ar­flokks, Pírata, Við­reisnar og Vinstri grænna eru lík­legri til að þiggja bólu­setn­ingu en kjós­endur ann­arra flokka. And­staðan við að láta bólu­setja sig er mest hjá kjós­endum Mið­flokks­ins, en tólf pró­sent þeirra segja það ólík­legt að þeir þiggi bólu­setn­ingu.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun að hún vænti þess að stór hluti lands­manna yrði bólu­settur gegn COVID-19 á fyrri hluta 2021. 

Ísland er í sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg um samn­inga og kaup á bólu­efni. Þegar er búið að tryggja meira bólu­efni en þarf til að bólu­setja alla þjóð­ina en ekki liggur fyrir að öllu leyti hvenær stór hluti þess verður afhent­ur. 

Fyrstu Íslend­ing­arnir voru bólu­settir 29. des­em­ber síð­ast­lið­inn í kjöl­far þess að fyrstu skammtar af bólu­efni Pfizer bár­ust hingað til lands. Ísland hefur þegar tryggt sér 250 þús­und skammta frá fyr­ir­tæk­inu sem dugar fyrir 125 þús­und ein­stak­linga. Að lág­marki 50 þús­und skammtar munu ber­ast frá Pfizer fram í mar­s. 

Samn­ingur Íslands við bólu­efna­fram­leið­and­ann Moderna var und­ir­rit­aður 30. des­em­ber 2020. Mat Evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­innar (EMA) er for­senda mark­aðs­leyfis og áætlað er EMA haldi mats­fund vegna Moderna 6. jan­úar 2021 en til vara 12. jan­úar 2021. Ísland fær um 128 þús­und skammta sem duga fyrir um 64 þús­und ein­stak­linga og áætlað er að afhend­ing hefj­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Ísland fær líka um 230 þús­und skammta sem duga fyrir um 115 þús­und ein­stak­linga af bólu­efni frá Aztra Zeneca og fyr­ir­tækið stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evr­ópu á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Þá hefur Ísland tryggt sér bólu­efni fyrir 235 þús­und ein­stak­linga frá Jans­sen og áætlað er að byrja afhend­ingu á þriðja árs­fjórð­ungi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent