Þeim Íslendingum sem segja það öruggt að þeir þiggi bólusetningu fjölgar mikið

Nálægt 92 prósent þjóðarinnar telur líklegt að hún þiggi bólusetningu. Andstaðan við bólusetningu er mest hjá kjósendum Miðflokksins.

Bóluefni
Bóluefni
Auglýsing

Nálægt 92 pró­sent lands­manna segja lík­legt að þeir þiggi bólu­setn­ingu gegn COVID-19, um fimm pró­sent telja það ólík­legt og um þrjú pró­sent hafa ekki myndað sér skoðun á mál­inu. Þetta kemur fram í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. 

Athygli vekur að Íslend­ingum sem segja það öruggt að þeir muni þiggja bólu­setn­ingu hefur fjölgað mikið frá því í haust. Í sept­em­ber sögð­ust 49 pró­sent lands­manna hafa þá skoðun en nú er það hlut­fall orðið 65 pró­sent. 

Fólk yfir fer­tugu er lík­legra til að þiggja bólu­setn­ingu en yngri hluti lands­manna. Mest er and­staðan við bólu­setn­ingu hjá fólki á fer­tugs­aldri, en í þeim ald­urs­hópi segj­ast tíu pró­sent ólík­legt að það láti bólu­setja sig.

Auglýsing
Kjósendur Fram­sókn­ar­flokks, Pírata, Við­reisnar og Vinstri grænna eru lík­legri til að þiggja bólu­setn­ingu en kjós­endur ann­arra flokka. And­staðan við að láta bólu­setja sig er mest hjá kjós­endum Mið­flokks­ins, en tólf pró­sent þeirra segja það ólík­legt að þeir þiggi bólu­setn­ingu.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun að hún vænti þess að stór hluti lands­manna yrði bólu­settur gegn COVID-19 á fyrri hluta 2021. 

Ísland er í sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg um samn­inga og kaup á bólu­efni. Þegar er búið að tryggja meira bólu­efni en þarf til að bólu­setja alla þjóð­ina en ekki liggur fyrir að öllu leyti hvenær stór hluti þess verður afhent­ur. 

Fyrstu Íslend­ing­arnir voru bólu­settir 29. des­em­ber síð­ast­lið­inn í kjöl­far þess að fyrstu skammtar af bólu­efni Pfizer bár­ust hingað til lands. Ísland hefur þegar tryggt sér 250 þús­und skammta frá fyr­ir­tæk­inu sem dugar fyrir 125 þús­und ein­stak­linga. Að lág­marki 50 þús­und skammtar munu ber­ast frá Pfizer fram í mar­s. 

Samn­ingur Íslands við bólu­efna­fram­leið­and­ann Moderna var und­ir­rit­aður 30. des­em­ber 2020. Mat Evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­innar (EMA) er for­senda mark­aðs­leyfis og áætlað er EMA haldi mats­fund vegna Moderna 6. jan­úar 2021 en til vara 12. jan­úar 2021. Ísland fær um 128 þús­und skammta sem duga fyrir um 64 þús­und ein­stak­linga og áætlað er að afhend­ing hefj­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Ísland fær líka um 230 þús­und skammta sem duga fyrir um 115 þús­und ein­stak­linga af bólu­efni frá Aztra Zeneca og fyr­ir­tækið stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evr­ópu á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Þá hefur Ísland tryggt sér bólu­efni fyrir 235 þús­und ein­stak­linga frá Jans­sen og áætlað er að byrja afhend­ingu á þriðja árs­fjórð­ungi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent