Kona skotin í húsakynnum Bandaríkjaþings

Bandarískir fjölmiðlar greinar frá því að kona, líklega úr röðum mótmælenda, hafi verið skotin inni í húsakynnum Bandaríkjaþings í kjölfar þess að hundruð stuðningsmanna Trump brutu sér leið þangað inn. Þjóðvarðliðið í Washington DC hefur verið kallað út.

Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í húsakynni Bandaríkjaþings á Kapitóluhæð í Washington DC.
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í húsakynni Bandaríkjaþings á Kapitóluhæð í Washington DC.
Auglýsing

Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að manneskja hafi verið skotin inni í húsakynnum Bandaríkjaþings í Washington DC eftir að mótmælendur brutu sér leið framhjá öryggisvörðum og lögreglu og inn í þingið.

Samkvæmt frétt Washington Post sáu vitni konu borna út úr þinghúsinu af sjúkraflutningamönnum, þakta blóði á búk og höfði. „Hvít kona, skotin í öxlina,“ er haft eftir öryggisverði sem hleypti sjúkraflutningamönnum inn í húsið.

Þegar konan var færð inn í sjúkrabíl umkringdu mótmælendur sjúkrabílinn og hrópuðu „Morðingjar!“ áður en lögregla stuggaði þeim í burtu svo sjúkrabíllinn kæmist leiðar sinnar.

Þjóðvarðliðið í Washington DC kallað út

CNN segir frá því að nokkur fjöldi lögreglumanna hafi særst í átökum við mótmælendur og að minnsta kosti einn hafi þurft að leita á sjúkrahús.

Búið er að kalla út þjóðvarðliðið í höfuðborg Bandaríkjanna til þess að reyna að koma böndum á óeirðirnar sem nú standa yfir, innan og utan þinghússins.

AuglýsingStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent