Uppþot og útgöngubann í Washington

Borgarstjórinn í Washington hefur sett á útgöngubann í borginni eftir að mótmælendur ruddust inn í þinghúsið þar sem staðfesta átti kjör Joe Bidens sem forseta landsins.

Vopnaðir verðir og lögreglumenn inni í þingsalnum, tilbúnir að skjóta.
Vopnaðir verðir og lögreglumenn inni í þingsalnum, tilbúnir að skjóta.
Auglýsing

Mót­mæl­endur eru komnir inn í hús­ið. Þannig hljóm­uðu skila­boð sem þing­menn í fengu í þing­hús­inu í Was­hington í dag. „Haldið ykkur frá gluggum og dyr­um,“ til­kynnti lög­reglan skömmu síðar eftir að hún hafði ramm­læst hús­inu og hleypti fólki hvorki inn né út.

Í dag var engin venju­leg sam­koma í þing­hús­inu. Þar voru þing­menn beggja deilda saman komnir til að stað­festa úrslit for­seta­kosn­ing­anna og þar með sigur Joe Bidens. Borg­ar­stjór­inn hefur sett á útgöngu­bann í Was­hington. Rík­is­stjór­inn hefur óskað eftir því að þjóð­varð­liðið verið kallað til svo skakka megi leik­inn.

Auglýsing

Þús­undir stuðn­ings­manna Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta eru saman komnir í Was­hington. Þeir halda því fram að kosn­ing­unum hafi verið „stolið“ af Trump. Margir þeirra telja að í dag hafi loka­orr­ustan haf­ist þar sem á fundi beggja þing­deilda átti að stað­festa kjör Joe Bidens. 

Stuðningsmaður Trumps hallar sér aftur í stólnum á skrifstofu Nancy Pelosi í þinghúsinu. Hann var meðal þeirra sem ruddust inn í þinghúsið í dag. Mynd: EPA

Trump tap­aði í kosn­ing­unum sem fram fóru í nóv­em­ber en heldur því enn fram að svik og prettir hafi verið í tafli. Ekk­ert bendir til þess að svo sé. Hann hefur hvatt stuðn­ings­menn sína til að mæta á fjölda­fundi hans í höf­uð­borg­inni. Á slíkum fundi sem hald­inn var í dag var honum fagnað gríð­ar­lega af við­stöddum og hélt hann því enn fram að hann væri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna.

Stuðningsmenn Trumps hafa safnast saman í Washington í dag og sumir látið ófriðlega. Mynd: EPA

Fjöldi mót­mæl­enda var saman kom­inn við þing­húsið í Was­hington í dag og áttu lög­reglu­menn fullt í fangi með að halda aftur af mann­fjöld­an­um. Inn­an­dyra fóru fram umræður um stað­fest­ingu á úrslitum kosn­ing­anna. Hópi mót­mæl­enda tókst að kom­ast inn í þing­hús­ið.

Muriel Bowser, borg­ar­stjóri Was­hington, ákvað að setja  á útgöngu­bann í borg­inni eftir að ástandið við þing­húsið hafði versn­að. Hann sagði að eng­inn ætti að vera á ferli utandyra. Útgöngu­bannið gildir í tólf tíma.

Mótmælendur á göngum þinghússins í dag. Mynd: EPA

Trump, sem hafði ítrekað hvatt stuðn­ings­menn sína til að mót­mæla í höf­uð­borg­inni og krefj­ast þess að þingið snúi úrslitum kosn­ing­anna sér í vil, skrif­aði í tísti nú í kvöld, eftir að upp­þotið varð við þing­hús­ið: „Verið frið­sam­leg“. 

Lög­reglan hefur einnig til­kynn­ingu um að röra­sprengjum hefði verið komið fyrir víðs vegar um borg­ina, m.a. utan við þing­húsið og voru nokkrar bygg­ingar þess rýmdar í var­úð­ar­skyni. Til átaka hefur komið milli lög­reglu og mót­mæl­enda.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent