Uppþot og útgöngubann í Washington

Borgarstjórinn í Washington hefur sett á útgöngubann í borginni eftir að mótmælendur ruddust inn í þinghúsið þar sem staðfesta átti kjör Joe Bidens sem forseta landsins.

Vopnaðir verðir og lögreglumenn inni í þingsalnum, tilbúnir að skjóta.
Vopnaðir verðir og lögreglumenn inni í þingsalnum, tilbúnir að skjóta.
Auglýsing

Mótmælendur eru komnir inn í húsið. Þannig hljómuðu skilaboð sem þingmenn í fengu í þinghúsinu í Washington í dag. „Haldið ykkur frá gluggum og dyrum,“ tilkynnti lögreglan skömmu síðar eftir að hún hafði rammlæst húsinu og hleypti fólki hvorki inn né út.

Í dag var engin venjuleg samkoma í þinghúsinu. Þar voru þingmenn beggja deilda saman komnir til að staðfesta úrslit forsetakosninganna og þar með sigur Joe Bidens. Borgarstjórinn hefur sett á útgöngubann í Washington. Ríkisstjórinn hefur óskað eftir því að þjóðvarðliðið verið kallað til svo skakka megi leikinn.

Auglýsing

Þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru saman komnir í Washington. Þeir halda því fram að kosningunum hafi verið „stolið“ af Trump. Margir þeirra telja að í dag hafi lokaorrustan hafist þar sem á fundi beggja þingdeilda átti að staðfesta kjör Joe Bidens. 

Stuðningsmaður Trumps hallar sér aftur í stólnum á skrifstofu Nancy Pelosi í þinghúsinu. Hann var meðal þeirra sem ruddust inn í þinghúsið í dag. Mynd: EPA

Trump tapaði í kosningunum sem fram fóru í nóvember en heldur því enn fram að svik og prettir hafi verið í tafli. Ekkert bendir til þess að svo sé. Hann hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mæta á fjöldafundi hans í höfuðborginni. Á slíkum fundi sem haldinn var í dag var honum fagnað gríðarlega af viðstöddum og hélt hann því enn fram að hann væri sigurvegari kosninganna.

Stuðningsmenn Trumps hafa safnast saman í Washington í dag og sumir látið ófriðlega. Mynd: EPA

Fjöldi mótmælenda var saman kominn við þinghúsið í Washington í dag og áttu lögreglumenn fullt í fangi með að halda aftur af mannfjöldanum. Innandyra fóru fram umræður um staðfestingu á úrslitum kosninganna. Hópi mótmælenda tókst að komast inn í þinghúsið.

Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, ákvað að setja  á útgöngubann í borginni eftir að ástandið við þinghúsið hafði versnað. Hann sagði að enginn ætti að vera á ferli utandyra. Útgöngubannið gildir í tólf tíma.

Mótmælendur á göngum þinghússins í dag. Mynd: EPA

Trump, sem hafði ítrekað hvatt stuðningsmenn sína til að mótmæla í höfuðborginni og krefjast þess að þingið snúi úrslitum kosninganna sér í vil, skrifaði í tísti nú í kvöld, eftir að uppþotið varð við þinghúsið: „Verið friðsamleg“. 

Lögreglan hefur einnig tilkynningu um að rörasprengjum hefði verið komið fyrir víðs vegar um borgina, m.a. utan við þinghúsið og voru nokkrar byggingar þess rýmdar í varúðarskyni. Til átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent