Trump segist allt í einu „æfur“ út í þá sem hann sagðist elska á miðvikudag

Bandaríkjaforseti las upp ræðu að kvöldi fimmtudags og sagðist „æfur“ út í ofbeldið sem fólst í árásinni á þingið á miðvikudag, þrátt fyrir að hafa áður sagst elska þá sem að henni stóðu. Einnig viðurkenndi forsetinn að ný stjórn tekur við 20. janúar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd úr safni.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd úr safni.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti birti ávarp á Twitt­er-­síðu sinni, sem hann hefur nú aftur fengið aðgang að, þegar klukkan var að ganga eitt um nótt að íslenskum tíma. 

Ávarpið var gjör­ó­líkt því sem hann birti að kvöldi mið­viku­dags, eftir að stuðn­ings­menn hans höfðu ruðst inn í húsa­kynni Banda­ríkja­þings. Þá sagði hann: „Við elskum ykk­ur.“

„Eins og allir Banda­ríkja­menn er ég æfur yfir ofbeld­inu, lög­leys­unni og glund­roð­an­um,“ sagði Trump í kvöld og hélt því síðan fram, þvert á það sem rétt og satt er, að hann hefði sam­stundis sent þjóð­varð­liða og alrík­is­lög­reglu­menn til að koma böndum yfir ástand­ið. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa greint frá því að hann hafi beitt sér gegn því að þjóð­varð­liðið yrði kallað út til þess að yfir­buga múg­inn sem hafði brotið sér leið í gegnum veikar varnir lög­reglu­liðs­ins á Kapitólu­hæð.

Við­ur­kenndi ósigur

Í ávarp­inu við­ur­kenndi Trump að ný stjórn myndi taka við í Banda­ríkj­unum 20. jan­úar næst­kom­andi, en þá mun Joe Biden sverja emb­ætt­is­eið sinn.

Hann kall­aði eftir því að ró myndi fær­ast yfir banda­rískt þjóð­líf og sagð­ist ætla að beita sér fyrir því að valda­skiptin myndu ganga vel fyrir sig – þó að hann teldi úrslit kosn­ing­anna ekki rétt­lát.

Trump sagði að það væri búið að vera mesti heiður lífs hans að þjóna Banda­ríkj­unum sem for­seti.

Wall Street Journal – og fleiri – kalla eftir afsögn Trump

Teymið sem Don­ald Trump hefur haft í kringum sig und­an­farin ár splundrað­ist í sundur eftir atburði mið­viku­dag­ins og fjöl­margir hátt­settir ráða­menn í stjórn hans hafa sagt af sér.

Fregnir hafa borist af því að rætt sé um það í fúl­ustu alvöru á meðal ráð­herra­liðs­ins að beita 25. grein stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna til þess að leysa hann frá störfum – og kallað hefur verið eftir afsögn for­set­ans úr ýmsum átt­um.

Til dæmis kallar rit­nefnd Wall Street Journal eftir afsögn for­set­ans, í grein sem birt­ist á fimmtu­dags­kvöld. „Það er best fyrir alla, hann sjálfan með­tal­inn, ef hann lætur sig hverfa hljóð­lega,“ segir rit­nefndin í grein­inni.

Leið­togar Demókra­ta­flokks­ins á Banda­ríkja­þingi hafa lýst því yfir að þeir hygg­ist ákæra Trump til emb­ætt­is­miss­is, ef ráð­herrar hans víki honum ekki úr emb­ætt­i. 

Rit­nefnd Wall Street Journal von­ast til þess banda­rísku þjóð­inni verði hlíft við slíkum æfing­um, á síð­ustu 13 dögum storma­samrar for­seta­tíðar Don­alds Trump.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent