Trump segist allt í einu „æfur“ út í þá sem hann sagðist elska á miðvikudag

Bandaríkjaforseti las upp ræðu að kvöldi fimmtudags og sagðist „æfur“ út í ofbeldið sem fólst í árásinni á þingið á miðvikudag, þrátt fyrir að hafa áður sagst elska þá sem að henni stóðu. Einnig viðurkenndi forsetinn að ný stjórn tekur við 20. janúar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd úr safni.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd úr safni.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti birti ávarp á Twitt­er-­síðu sinni, sem hann hefur nú aftur fengið aðgang að, þegar klukkan var að ganga eitt um nótt að íslenskum tíma. 

Ávarpið var gjör­ó­líkt því sem hann birti að kvöldi mið­viku­dags, eftir að stuðn­ings­menn hans höfðu ruðst inn í húsa­kynni Banda­ríkja­þings. Þá sagði hann: „Við elskum ykk­ur.“

„Eins og allir Banda­ríkja­menn er ég æfur yfir ofbeld­inu, lög­leys­unni og glund­roð­an­um,“ sagði Trump í kvöld og hélt því síðan fram, þvert á það sem rétt og satt er, að hann hefði sam­stundis sent þjóð­varð­liða og alrík­is­lög­reglu­menn til að koma böndum yfir ástand­ið. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa greint frá því að hann hafi beitt sér gegn því að þjóð­varð­liðið yrði kallað út til þess að yfir­buga múg­inn sem hafði brotið sér leið í gegnum veikar varnir lög­reglu­liðs­ins á Kapitólu­hæð.

Við­ur­kenndi ósigur

Í ávarp­inu við­ur­kenndi Trump að ný stjórn myndi taka við í Banda­ríkj­unum 20. jan­úar næst­kom­andi, en þá mun Joe Biden sverja emb­ætt­is­eið sinn.

Hann kall­aði eftir því að ró myndi fær­ast yfir banda­rískt þjóð­líf og sagð­ist ætla að beita sér fyrir því að valda­skiptin myndu ganga vel fyrir sig – þó að hann teldi úrslit kosn­ing­anna ekki rétt­lát.

Trump sagði að það væri búið að vera mesti heiður lífs hans að þjóna Banda­ríkj­unum sem for­seti.

Wall Street Journal – og fleiri – kalla eftir afsögn Trump

Teymið sem Don­ald Trump hefur haft í kringum sig und­an­farin ár splundrað­ist í sundur eftir atburði mið­viku­dag­ins og fjöl­margir hátt­settir ráða­menn í stjórn hans hafa sagt af sér.

Fregnir hafa borist af því að rætt sé um það í fúl­ustu alvöru á meðal ráð­herra­liðs­ins að beita 25. grein stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna til þess að leysa hann frá störfum – og kallað hefur verið eftir afsögn for­set­ans úr ýmsum átt­um.

Til dæmis kallar rit­nefnd Wall Street Journal eftir afsögn for­set­ans, í grein sem birt­ist á fimmtu­dags­kvöld. „Það er best fyrir alla, hann sjálfan með­tal­inn, ef hann lætur sig hverfa hljóð­lega,“ segir rit­nefndin í grein­inni.

Leið­togar Demókra­ta­flokks­ins á Banda­ríkja­þingi hafa lýst því yfir að þeir hygg­ist ákæra Trump til emb­ætt­is­miss­is, ef ráð­herrar hans víki honum ekki úr emb­ætt­i. 

Rit­nefnd Wall Street Journal von­ast til þess banda­rísku þjóð­inni verði hlíft við slíkum æfing­um, á síð­ustu 13 dögum storma­samrar for­seta­tíðar Don­alds Trump.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent