Sagðist „hæddur og spottaður fyrir að nefna nafn Jesú Krists“ á sveitarstjórnarfundi

Tekist var á um trúmál og loftslagsmál á bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi á miðvikudag. Bæjarfulltrúi Miðflokksins afneitaði loftslagsvísindum og þakkaði bænahópi í Reykjavík fyrir að biðja fyrir Seyðfirðingum morguninn áður en stærsta skriðan féll.

Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Auglýsing

Minni­hluti sveit­ar­stjórn­ar­innar í Múla­þingi, nýju sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­landi, virð­ist ekki ganga í miklum takti, miðað við umræður á auka­fundi sem hald­inn var vegna skriðu­fall­anna á Seyð­is­firði í gær. Þar tók­ust bæj­ar­full­trúar meðal ann­ars á um lofts­lags­vís­indi og trú­mál.

Þröstur Jóns­son bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins nefndi í ræðu sinni á fund­inum að hann tryði því að bæna­hópur fólks í Reykja­vík hefði átt þátt í því að ekki varð mann­tjón í hörm­ung­unum í bæn­um. Hóp­ur­inn hefði að morgni föstu­dag­ins örlaga­ríka fyrir jól, er risa­vaxin skriða féll og olli gríð­ar­legu tjóni, beðið sér­stak­lega fyrir Seyð­firð­ing­um. 

„Ég trúi því að skap­ar­inn hafi kippt aðeins í spotta þar,“ sagði Þröst­ur. 

Síðar á fund­inum gagn­rýndi hann svo Jódísi Skúla­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa Vinstri grænna, fyrir að leggja til að Múla­þing hug­aði að því að vera í far­ar­broddi í lofts­lags­mál­um. Jódís sagði að skriðu­föllin í Seyð­is­firði, í kjöl­far for­dæma­lausrar úrkomu­á­kefðar dag­ana á und­an, væru dæmi um afleið­ingar ham­fara­hlýn­un­ar.

Vís­inda­menn hafa bent á að þær breyt­ingar sem eru að verða á lofts­lagi jarðar kunni að leiða til þess að úrkomu­á­kefð auk­ist hér á landi á öld­inni, en á það er minnst í skýrslu Vís­inda­nefndar frá árinu 2018. Dag­ana 14.-18. des­em­ber síð­ast­lið­inn mæld­ist úrkoma á Seyð­is­firði 577,5 mm, sem er það mesta sem hefur mælst hér á landi á fimm daga tíma­bili frá upp­hafi mæl­inga. Síðan féll skrið­an.

„Póli­tísk vís­indi en ekki vís­indi“

„Ný og gömul gögn benda til þess að muni kólna en ekki hlýna næstu 30 árin. Það er verið að mis­nota aðstöðu sína hér til að koma þessu á fram­færi. Þetta eru póli­tísk vís­indi en ekki vís­ind­i,“ sagði Þröstur á fund­inum – og hafði áður sagt að hann teldi það ekki við hæfi að blanda „lofts­lagskvíða“ inn í umræðu um mál­efni Seyð­firð­inga, sem ættu við næg vanda­mál að etja.

Auglýsing

Hildur Þór­is­dóttir bæj­ar­full­trúi Aust­ur­list­ans og Seyð­firð­ingur tók upp hansk­ann fyrir Jódísi og and­mælti þessum orðum Þrast­ar.

„Það er bláköld stað­reynd að við erum að horfa upp á breyt­ingar í veð­ur­kerf­inu og nátt­úru­ham­farir um allan heim sem má rekja með beinum hætti til hnatt­rænnar hlýn­un­ar. Vís­inda­menn hafa bent okkur á þetta í ára­tugi. Póli­tíkin hefur ekki hlustað af því það hefur ekki hentað stór­fyr­ir­tækj­u­m,“ sagði Hildur og bætti við að ekki væri um að ræða gervi­vís­indi né póli­tík.

Sagð­ist ekki láta þagga niður í sér með þessum hætti

Jódís svar­aði síðan Þresti og sagð­ist telja að sér vegið með því að segja að hún væri í „póli­tískum blekk­ing­ar­leik.“ 

„Ég er lög­fræð­ingur með sér­hæf­ingu í umhverf­is­málum og starf­aði að þeim hjá Umhverf­is­stofn­un. Ég læt ekki þagga niður í mér eða smætta umræð­una á þennan hátt. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt og þetta er af eitt af stóru mál­un­um,“ sagði Jódís.

„Ta­landi um vís­inda­legar stað­reynd­ir, þá læt ekki ein­hvern sem hefur mál sitt á því að það sé bæna­hring í Reykja­vík að þakka að ekki fór verr segja mér að ég sé að fara með þvælu,“ sagði Jódís einnig.

„Hæddur og spott­að­ur“

„Jæja, þar kom að því að ég er hæddur og spott­aður fyrir að nefna nafn Jesú Krists,“ sagði Þröstur næst er hann tók til máls á fund­in­um. Hann sagði það ekki koma sér á óvart, þar sem það stæði í Bibl­í­unni. Því næst sagð­ist hann ekki ætla að fara í „stór­deilur út af þessu“, en hvatti aðra bæj­ar­full­trúa til að kynna sér þau gögn sem væru að koma í ljós um „dvín­andi sól­a­r­á­hrif.“ 

Hann sagð­ist standa við það sem hann hefði sagt og end­ur­tók að jörðin myndi kólna, sem væru góð tíð­indi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent