Sagðist „hæddur og spottaður fyrir að nefna nafn Jesú Krists“ á sveitarstjórnarfundi

Tekist var á um trúmál og loftslagsmál á bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi á miðvikudag. Bæjarfulltrúi Miðflokksins afneitaði loftslagsvísindum og þakkaði bænahópi í Reykjavík fyrir að biðja fyrir Seyðfirðingum morguninn áður en stærsta skriðan féll.

Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Auglýsing

Minni­hluti sveit­ar­stjórn­ar­innar í Múla­þingi, nýju sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­landi, virð­ist ekki ganga í miklum takti, miðað við umræður á auka­fundi sem hald­inn var vegna skriðu­fall­anna á Seyð­is­firði í gær. Þar tók­ust bæj­ar­full­trúar meðal ann­ars á um lofts­lags­vís­indi og trú­mál.

Þröstur Jóns­son bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins nefndi í ræðu sinni á fund­inum að hann tryði því að bæna­hópur fólks í Reykja­vík hefði átt þátt í því að ekki varð mann­tjón í hörm­ung­unum í bæn­um. Hóp­ur­inn hefði að morgni föstu­dag­ins örlaga­ríka fyrir jól, er risa­vaxin skriða féll og olli gríð­ar­legu tjóni, beðið sér­stak­lega fyrir Seyð­firð­ing­um. 

„Ég trúi því að skap­ar­inn hafi kippt aðeins í spotta þar,“ sagði Þröst­ur. 

Síðar á fund­inum gagn­rýndi hann svo Jódísi Skúla­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa Vinstri grænna, fyrir að leggja til að Múla­þing hug­aði að því að vera í far­ar­broddi í lofts­lags­mál­um. Jódís sagði að skriðu­föllin í Seyð­is­firði, í kjöl­far for­dæma­lausrar úrkomu­á­kefðar dag­ana á und­an, væru dæmi um afleið­ingar ham­fara­hlýn­un­ar.

Vís­inda­menn hafa bent á að þær breyt­ingar sem eru að verða á lofts­lagi jarðar kunni að leiða til þess að úrkomu­á­kefð auk­ist hér á landi á öld­inni, en á það er minnst í skýrslu Vís­inda­nefndar frá árinu 2018. Dag­ana 14.-18. des­em­ber síð­ast­lið­inn mæld­ist úrkoma á Seyð­is­firði 577,5 mm, sem er það mesta sem hefur mælst hér á landi á fimm daga tíma­bili frá upp­hafi mæl­inga. Síðan féll skrið­an.

„Póli­tísk vís­indi en ekki vís­indi“

„Ný og gömul gögn benda til þess að muni kólna en ekki hlýna næstu 30 árin. Það er verið að mis­nota aðstöðu sína hér til að koma þessu á fram­færi. Þetta eru póli­tísk vís­indi en ekki vís­ind­i,“ sagði Þröstur á fund­inum – og hafði áður sagt að hann teldi það ekki við hæfi að blanda „lofts­lagskvíða“ inn í umræðu um mál­efni Seyð­firð­inga, sem ættu við næg vanda­mál að etja.

Auglýsing

Hildur Þór­is­dóttir bæj­ar­full­trúi Aust­ur­list­ans og Seyð­firð­ingur tók upp hansk­ann fyrir Jódísi og and­mælti þessum orðum Þrast­ar.

„Það er bláköld stað­reynd að við erum að horfa upp á breyt­ingar í veð­ur­kerf­inu og nátt­úru­ham­farir um allan heim sem má rekja með beinum hætti til hnatt­rænnar hlýn­un­ar. Vís­inda­menn hafa bent okkur á þetta í ára­tugi. Póli­tíkin hefur ekki hlustað af því það hefur ekki hentað stór­fyr­ir­tækj­u­m,“ sagði Hildur og bætti við að ekki væri um að ræða gervi­vís­indi né póli­tík.

Sagð­ist ekki láta þagga niður í sér með þessum hætti

Jódís svar­aði síðan Þresti og sagð­ist telja að sér vegið með því að segja að hún væri í „póli­tískum blekk­ing­ar­leik.“ 

„Ég er lög­fræð­ingur með sér­hæf­ingu í umhverf­is­málum og starf­aði að þeim hjá Umhverf­is­stofn­un. Ég læt ekki þagga niður í mér eða smætta umræð­una á þennan hátt. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt og þetta er af eitt af stóru mál­un­um,“ sagði Jódís.

„Ta­landi um vís­inda­legar stað­reynd­ir, þá læt ekki ein­hvern sem hefur mál sitt á því að það sé bæna­hring í Reykja­vík að þakka að ekki fór verr segja mér að ég sé að fara með þvælu,“ sagði Jódís einnig.

„Hæddur og spott­að­ur“

„Jæja, þar kom að því að ég er hæddur og spott­aður fyrir að nefna nafn Jesú Krists,“ sagði Þröstur næst er hann tók til máls á fund­in­um. Hann sagði það ekki koma sér á óvart, þar sem það stæði í Bibl­í­unni. Því næst sagð­ist hann ekki ætla að fara í „stór­deilur út af þessu“, en hvatti aðra bæj­ar­full­trúa til að kynna sér þau gögn sem væru að koma í ljós um „dvín­andi sól­a­r­á­hrif.“ 

Hann sagð­ist standa við það sem hann hefði sagt og end­ur­tók að jörðin myndi kólna, sem væru góð tíð­indi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent