Vinstri græn og Samfylking bæta við sig fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn dalar

Flokkur forsætisráðherra bætir mestu við sig milli kannana MMR og Samfylkingin tekur líka kipp upp á við. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu frá síðasta mánuði en Píratar og Viðreisn dala líka.

Katrín og Logi
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,7 prósentustigum milli mánaða í fylgiskönnunum MMR og mælist nú með 24,4 prósent fylgi. Hinir tveir stjórnarflokkarnir, Vinstri græn og Framsóknarflokkur, bæta hins vegar við sig fylgi. 

Vinstri græn fara úr 7,6 í 10,9 prósent fylgi milli mánaðar og Framsóknarflokkurinn úr 7,6 í 9,1 prósent. Því bæta stjórnarflokkarnir samanlagt við sig um 2,1 prósentustigi frá því í síðustu könnun MMR, sem var gerð í lok nóvember 2020. 

Fylgi þeirra er samanlagt 44,3 prósent sem er 8,6 prósentustigum undir kjörfylgi. Allir þrír stjórnarflokkarnir mælast með minna fylgi nú en það sem þeir fengu upp úr kjörkössunum þegar síðast var kosið, haustið 2017. 

Auglýsing
Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins með 15,6 prósent fylgi og bætir við sig 2,8 prósentustigum. Það er svipað hlutfall og Píratar og Viðreisn tapa milli mánaða, en sameiginlegt fylgi þeirra lækkar samanlagt um 2,2 prósentu stig milli mánaða. Alls segjast 12,3 prósent styðja Pírata nú og 8,8 prósent að þeir myndu kjósa Viðreisn. Þessir þrír flokkar mælast allir með meira fylgi en það hlutfall atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum. Sameiginlega fengu þeir þá 28 prósent en nú mælast þeir með 36,7 prósent. 

Miðflokkurinn hressist milli mánaða og mælist nú með 8,6 prósent fylgi. Það er samt sem áður vel undir kjörfylgi.

Flokkur fólksins tapar fylgi milli mánaða og mælist nú með 4,9 prósent fylgi. Skammt undan er Sósíalistaflokkur Íslands, með 4,4 prósent fylgi, en hann er eini flokkurinn sem mælist í könnun MMR sem á ekki þegar fulltrúa á þingi. Sósíalistaflokkurinn mældist með fimm prósent fylgi í lok nóvember.

Könnunin var framkvæmd 30. desember 2020 - 11. janúar 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.002 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent